Erlent

Íranir fara fram á afsökunarbeiðni frá bandarískum stjórnvöldum

Atli Ísleifsson skrifar
Einn eftirlitsbáta bandaríska sjóhersins í Persaflóa.
Einn eftirlitsbáta bandaríska sjóhersins í Persaflóa. Vísir/AFP
Utanríkisráðherra Írans hefur farið fram á afsökunarbeiðni frá bandarískum stjórnvöldum eftir að tveir eftirlitsbátar bandaríska sjóhersins rak inn í íranska lögsögu í Persaflóa í gær.

Íranskir hermenn tóku tíu bandaríska sjóliða sem voru um borð í bátunum höndum, en Bandaríkjamenn segja bátana hafa bilað og rekið inn í íranska lögsögu.

Stjórnvöld í höfuðborginni Teheran sögðu í gær að sjóliðunum yrði sleppt að loknum yfirheyrslum. Íranskir fjölmiðlar hafa gert mikið úr málinu og segja að sjóliðarnir hafi viljandi verið að snuðra innan írönsku lögsögunnar.

Bandaríkjamenn þvertaka þó fyrir það og segja að bátarnir tveir hafi verið á leið frá Kuweit til Bahrain þegar þeir hafi bilað.

Mennirnir eru í haldi á eyjunni Farsí á miðjum Persaflóa.

Uppfært 8:45

Talsmaður Íranshers segir að bandarísk stjórnvöld hafi beðist afsökunar á málinu. Þetta hefur þó ekki fengist staðfest af Bandaríkjamönnum. BBC greinir frá.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×