Innlent

Sala á kampavíni dróst saman um rúm fjögur prósent í fyrra

Birgir Olgeirsson skrifar
Í fyrra seldust 115 lítrar af freyðivíni/kampavíni á Íslandi samanborið við  121 lítra árið 2014.
Í fyrra seldust 115 lítrar af freyðivíni/kampavíni á Íslandi samanborið við 121 lítra árið 2014. Vísir/Getty
Sala á áfengi jókst um tvö prósent á milli áranna 2014 og 2015. Í fyrra seldust 19,6 milljónir lítra af áfengi á Íslandi en 19,2 milljónir árið 2014, samkvæmt tölum frá Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins.

Því hefur oft verið haldið fram að með hagvaxtarskeiðum fylgi meiri kampavínsdrykkja en til marks um það dróst salan nokkuð saman við efnahagshrunið árið 2008. Samkvæmt upplýsingum frá ÁTVR dróst hinsvegar sala á freyðivíni/kampavíni saman um 4,4 prósent á milli áranna 2014 og 2015.

Í fyrra voru 15,2 milljónir lítra af bjór keyptar hjá ÁTVR, sem samsvarar 77,9 prósent af öllu því sem seldist, sem er aukning um 2,1 prósent frá árinu 2014 þegar 14,9 milljónir lítra seldust, 77,9 prósent af heildarmagninu það ár.

Í fyrra voru 15,2 milljónir lítra af bjór keyptar hjá ÁTVR, sem samsvarar 77,9 prósent af öllu því sem seldist, sem er aukning um 2,1 prósent frá árinu 2014.Vísir/GVA
Árið 2015 minnkaði hlutfall íslenska bjórsins gagnvart innflutta bjórnum um eitt prósent. 71 prósent af því magni af bjór sem seldist árið 2015 var íslenskt en 29 prósent innflutt. Hæst fór hlutfallið í 76 prósent á móti 24 prósentum árið 2009 en hefur farið minnkandi síðustu ár. 

Sala á léttu víni jókst um 1,4 prósent á milli ára, 3,556 milljónir lítra í fyrra, 18,14 prósent af heildarmagninu, samanborið við 3,507 milljónir lítra árið 2014, sem var 18,3 prósent af heildarmagninu það ár.

Sala á rauðvíni jókst um tvö prósent milli ára, 1,855 milljónir lítra seldust árið 2015 en 1,819 milljónir árið 2014. Sala á hvítvíni dróst hins vegar saman um 1,7 prósent á sama tíma, 1,132 milljónir lítra seldust í fyrra en 1,152 milljónir árið 2014.

Sala á sterku víni jókst um 3,9 prósent á milli ára. Í fyrra seldust 766 milljónir lítra, 3,9 prósent af heildarmagninu, samanborið við 737 lítra árið 2014, sem voru 3,8 prósent af heildarmagninu það ár.

Eins og áður sagði dróst sala á freyðivíni/kampavíni saman um 4,4 prósent. Í fyrra seldust 115 lítrar samanborið við 121 lítra árið 2014. 

Mest er þó aukningin í sölu á ávaxtavíni. Í fyrra seldust 367 lítrar samanborið við 348 lítra árið 2014, sem samsvarar 5,6 prósenta aukningu.


Tengdar fréttir

Drykkja ódýrara víns verður dýrari árið 2016

Sala á freyðivíni breytist lítið þrátt fyrir aukinn kaupmátt. Áfengisgjald hækkar um áramótin sem leiðir til þess að ódýrara áfengi hækkar í verði en dýrari og fínni vín lækka í verði. Þúsundir lítra af freyðivíni seljast




Fleiri fréttir

Sjá meira


×