Átök á Sprengisandi: Kári Stefánsson sagði kollega Vilhjálms hafa haldið því fram að Hagar hefðu samið áfengisfrumvarpið Birgir Olgeirsson skrifar 17. janúar 2016 11:58 Það var líf og fjör í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun þar sem Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, og Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tókust á um áfengisfrumvarpið svokallaða sem Vilhjálmur hefur lagt fyrir Alþingi. Kári fór mikinn í viðtalinu og gekk svo langt að segja Vilhjálm sýna tilfinningakulda í garð þeirra sem eru veikir fyrir áfengi. Þá sagðist Kári hafa hitt þingmann Sjálfstæðisflokksins í verslunarmiðstöð í gær sem hélt því fram að Vilhjálmur hefði ekki samið frumvarpið heldur verslunarfyrirtækið Hagar sem rekur meðal annars Bónus og Hagkaup. „Hvað segir þú Vilhjálmur við því að ég varð fyrir því óláni að labba inn í verslunarmiðstöð í gær og rakst á einn af kollegum þínum, þingmann Sjálfstæðisflokksins, sem hélt því fram við mig að þú hefðir ekki skrifað þetta frumvarp heldur Hagar. Að nú væri farið að undirbúa áfengissölu í Hagkaupum og hann hélt því fram bókstaflega þessi kollegi þinn að þú værir á mála hjá aðilum sem vildu selja áfengi í matvöruverslunum. Mér fannst þetta dálítið ljótt og ég trúi því ekki,“ sagði Kári. Vilhjálmur sagðist hafa meiri trú á því að viðkomandi þingmaður hefði verið úr Framsóknarflokknum. „En það skiptir ekki máli,“ sagði Vilhjálmur. Sigurjón M. Egilsson, þáttastjórnandi Sprengisands, spurði Vilhjálm hvort hann vissi hver þessi þingmaður Sjálfstæðisflokksins væri en Vilhjálmur svaraði því að hann hefði ekki hugmynd um það.Í fyrra voru 15,2 milljónir lítra af bjór keyptar hjá ÁTVR, sem samsvarar 77,9 prósent af öllu því sem seldist, sem er aukning um 2,1 prósent frá árinu 2014.Vísir/GVASýnir hversu gott frumvarpið er „Þingmenn Framsóknarflokksins hafa orðað þetta við mig að þetta sé kallað Hagafrumvarpið og allt það, ég þekki engan í Högum og aldrei talað við neinn þar. Ég lét nefndarritara þingsins semja þetta frumvarp með mér svo það sé á hreinu. Að þessi málflutningur sé uppi það sýnir það hversu gott frumvarpið er og hversu mikill stuðningur er að þetta sé eini málflutningurinn sem er hægt að hafa gegn því að einhver verslunarmiðstöð sé að þessu,“ sagði Vilhjálmur. Hann sagðist hafa fundið fyrir auknum stuðningi við þessu máli í samfélaginu alveg frá því hann lagði frumvarpið fram.Vínveitingaleyfum fjölgað um 700 prósent Spurður hvort hann óttaðist afleiðingar þess, að auknu framboði fylgdi aukin neysla, svaraði hann því neitandi. Sagði hann það ekki vera reynsluna á Íslandi þar sem einkaaðilinn hefði síðastliðin ár fjölgað vínveitingaleyfum um 700 prósent síðastliðin ár en engu að síður væri neyslan minni en árið 2007. „Og þeir sömu sem eru að berjast gegn frumvarpinu hafa ekki komið með sömu staðreyndir til að nota gegn frumvarpinu til að sýna að einkaaðilinn hefur fjölgað vínveitingaleyfum um 700 prósent. Þetta er alls staðar í boði samt hefur neyslan minnkað síðan 2007. Það er verðið sem skiptir máli, og þeir sem eru á móti þessu þeir hafa ekkert gert til að stoppa ÁTVR eða sveitarfélögin að veita vínveitingaleyfi til einkaaðila út um allt. Á sama tíma erum við að ná frábærum árangri á meðal unglinga. Hvað þeir eru minnka drykkju,“ sagði Vilhjálmur.„Bein tengsl á milli aðgengis og notkunar áfengis“ Þegar Kári var spurður álits á orðum þingmannsins sagðist hann vera að velta fyrir sér hvernig hann ætti að svara án þess að vera ókurteis. „Ég mun minnsta kosti reyna mitt besta. Staðreyndin er sú að það eru bein tengsl á milli aðgengis og notkunar áfengis. Það er búið að gera þessa tilraun erlendis þar sem menn hafa flutt áfengi inn í matvöruverslanir þar hefur neysla aukist mjög mikið. Það má ekki gleyma því að þegar menn tala um að það sé búið að fjölga áfengisverslunum, ÁTVR hafi fjölgað þessum verslunum mjög mikið, þá eru það verslanir sem menn fara inn í til að kaupa áfengi. Þegar þú ert búinn að setja áfengi inn í matvöruverslanir þá er áfengi þar fyrir augum þeirra sem þegar hafa fallið fyrir áfenginu, þeir sem eru búnir að viðurkenna að þeir séu máttvana gagnvart áfengi, það er verið að egna fyrir þá, það er verið að gera þeim lífið erfiðara og það má ekki gleyma því að afleiðing af áfengisdrykkju, notkun áfengis sem slíks, er mesti heilsuvandi fyrir ungt fólk á Íslandi. 35 prósent landsmanna leita sér einhvern tímann á ævinni hjálpar vegna vandamála við áfengi. Þetta er alveg gífurlega algengt.“„Sýnir alveg gífurlegan tilfinningakulda“ Kári sagðist heldur ekki skilja að nú þegar samfélagið eigi í erfiðleikum, þá sé þetta áfengisfrumvarp eitt af forgangsmálum Vilhjálms. Þingmaðurinn svaraði á móti að ef sala áfengis færi úr höndum ríkisins þá myndi sparast fé sem hægt væri að nýta í velferðarkerfið. Kári sagði á móti að þá ætti einfaldlega að selja Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins einkaaðilum og hafa áfengið í sérverslunum, ekki matvöruverslunum. Þegar nefnt var að Vilhjálmur hefði aðeins hagsmuni Íslands að leiðarljósi og drykki ekki einu sinni áfengi sjálfur þá sagði Kári að það gerði málið þeim mun verra. „Því mun eigingjarnara er það. Þetta kemur ekki til með að egna fyrir hann því hann drekkur ekki. Hann sýnir alveg gífurlegan tilfinningakulda gagnvart þeim sem þegar eru máttvana gagnvart áfengi.“ Tengdar fréttir Forstjóri Haga segir fyrirtækið koma hvergi nærri áfengisfrumvarpinu "Sú aðdróttun sem kom fram í umræddum útvarpsþætti er ómakleg og ósönn,“ segir forstjórinn um ummæli Kára Stefánssonar í Sprengisandi. 17. janúar 2016 14:04 Sala á kampavíni dróst saman um rúm fjögur prósent í fyrra Rúmar 19 milljónir lítra af áfengi seldust á Íslandi í fyrra. 15. janúar 2016 11:45 Einkaréttur ÁTVR eins og „bílastæði fyrir áfengisfatlaða“ Kári Stefánsson segir að áfengisfrumvarp Vilhjálms Árnasonar sé afar heimskulegt en er sammála Dóra DNA um að "djamm er snilld.“ 10. mars 2015 17:47 Vilhjálmur hyggst leggja áfengisfrumvarpið fram á ný Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur áhyggjur af frjálsri áfengissölu óþarfar. 6. júlí 2015 07:00 Landlæknir: Gengið yfir þá sem minna mega sín Birgi Jakobssyni landlækni kemur á óvart að sömu vandamál steðja að nú og þegar hann vann hér á landi sem barnalæknir árið 1988. Aðgerðaleysið er dýrkeypt. Hann ræðir um vandann og úrlausnirnar og hugmyndafræði frjálshyggjunnar sem gerir hann sorgmæddan. 15. maí 2015 09:00 Kári Stefánsson: Líklegra að fólk kjósi Sjálfstæðisflokkinn ef það er ölvað Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar baunar á „atkvæðasmölun“ Sjálfstæðisflokksins í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. 18. september 2015 10:17 Hristir höfuðið yfir ungu fólki sem skorar á þingmenn að samþykkja áfengisfrumvarpið „En núna þegar fjalla á um áfengi í búðir, þá heyrist í ungu fólki“ 10. febrúar 2015 13:36 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Erlent Fleiri fréttir Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja breytingar á Mannréttindasáttmálanum Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Sjá meira
Það var líf og fjör í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun þar sem Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, og Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tókust á um áfengisfrumvarpið svokallaða sem Vilhjálmur hefur lagt fyrir Alþingi. Kári fór mikinn í viðtalinu og gekk svo langt að segja Vilhjálm sýna tilfinningakulda í garð þeirra sem eru veikir fyrir áfengi. Þá sagðist Kári hafa hitt þingmann Sjálfstæðisflokksins í verslunarmiðstöð í gær sem hélt því fram að Vilhjálmur hefði ekki samið frumvarpið heldur verslunarfyrirtækið Hagar sem rekur meðal annars Bónus og Hagkaup. „Hvað segir þú Vilhjálmur við því að ég varð fyrir því óláni að labba inn í verslunarmiðstöð í gær og rakst á einn af kollegum þínum, þingmann Sjálfstæðisflokksins, sem hélt því fram við mig að þú hefðir ekki skrifað þetta frumvarp heldur Hagar. Að nú væri farið að undirbúa áfengissölu í Hagkaupum og hann hélt því fram bókstaflega þessi kollegi þinn að þú værir á mála hjá aðilum sem vildu selja áfengi í matvöruverslunum. Mér fannst þetta dálítið ljótt og ég trúi því ekki,“ sagði Kári. Vilhjálmur sagðist hafa meiri trú á því að viðkomandi þingmaður hefði verið úr Framsóknarflokknum. „En það skiptir ekki máli,“ sagði Vilhjálmur. Sigurjón M. Egilsson, þáttastjórnandi Sprengisands, spurði Vilhjálm hvort hann vissi hver þessi þingmaður Sjálfstæðisflokksins væri en Vilhjálmur svaraði því að hann hefði ekki hugmynd um það.Í fyrra voru 15,2 milljónir lítra af bjór keyptar hjá ÁTVR, sem samsvarar 77,9 prósent af öllu því sem seldist, sem er aukning um 2,1 prósent frá árinu 2014.Vísir/GVASýnir hversu gott frumvarpið er „Þingmenn Framsóknarflokksins hafa orðað þetta við mig að þetta sé kallað Hagafrumvarpið og allt það, ég þekki engan í Högum og aldrei talað við neinn þar. Ég lét nefndarritara þingsins semja þetta frumvarp með mér svo það sé á hreinu. Að þessi málflutningur sé uppi það sýnir það hversu gott frumvarpið er og hversu mikill stuðningur er að þetta sé eini málflutningurinn sem er hægt að hafa gegn því að einhver verslunarmiðstöð sé að þessu,“ sagði Vilhjálmur. Hann sagðist hafa fundið fyrir auknum stuðningi við þessu máli í samfélaginu alveg frá því hann lagði frumvarpið fram.Vínveitingaleyfum fjölgað um 700 prósent Spurður hvort hann óttaðist afleiðingar þess, að auknu framboði fylgdi aukin neysla, svaraði hann því neitandi. Sagði hann það ekki vera reynsluna á Íslandi þar sem einkaaðilinn hefði síðastliðin ár fjölgað vínveitingaleyfum um 700 prósent síðastliðin ár en engu að síður væri neyslan minni en árið 2007. „Og þeir sömu sem eru að berjast gegn frumvarpinu hafa ekki komið með sömu staðreyndir til að nota gegn frumvarpinu til að sýna að einkaaðilinn hefur fjölgað vínveitingaleyfum um 700 prósent. Þetta er alls staðar í boði samt hefur neyslan minnkað síðan 2007. Það er verðið sem skiptir máli, og þeir sem eru á móti þessu þeir hafa ekkert gert til að stoppa ÁTVR eða sveitarfélögin að veita vínveitingaleyfi til einkaaðila út um allt. Á sama tíma erum við að ná frábærum árangri á meðal unglinga. Hvað þeir eru minnka drykkju,“ sagði Vilhjálmur.„Bein tengsl á milli aðgengis og notkunar áfengis“ Þegar Kári var spurður álits á orðum þingmannsins sagðist hann vera að velta fyrir sér hvernig hann ætti að svara án þess að vera ókurteis. „Ég mun minnsta kosti reyna mitt besta. Staðreyndin er sú að það eru bein tengsl á milli aðgengis og notkunar áfengis. Það er búið að gera þessa tilraun erlendis þar sem menn hafa flutt áfengi inn í matvöruverslanir þar hefur neysla aukist mjög mikið. Það má ekki gleyma því að þegar menn tala um að það sé búið að fjölga áfengisverslunum, ÁTVR hafi fjölgað þessum verslunum mjög mikið, þá eru það verslanir sem menn fara inn í til að kaupa áfengi. Þegar þú ert búinn að setja áfengi inn í matvöruverslanir þá er áfengi þar fyrir augum þeirra sem þegar hafa fallið fyrir áfenginu, þeir sem eru búnir að viðurkenna að þeir séu máttvana gagnvart áfengi, það er verið að egna fyrir þá, það er verið að gera þeim lífið erfiðara og það má ekki gleyma því að afleiðing af áfengisdrykkju, notkun áfengis sem slíks, er mesti heilsuvandi fyrir ungt fólk á Íslandi. 35 prósent landsmanna leita sér einhvern tímann á ævinni hjálpar vegna vandamála við áfengi. Þetta er alveg gífurlega algengt.“„Sýnir alveg gífurlegan tilfinningakulda“ Kári sagðist heldur ekki skilja að nú þegar samfélagið eigi í erfiðleikum, þá sé þetta áfengisfrumvarp eitt af forgangsmálum Vilhjálms. Þingmaðurinn svaraði á móti að ef sala áfengis færi úr höndum ríkisins þá myndi sparast fé sem hægt væri að nýta í velferðarkerfið. Kári sagði á móti að þá ætti einfaldlega að selja Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins einkaaðilum og hafa áfengið í sérverslunum, ekki matvöruverslunum. Þegar nefnt var að Vilhjálmur hefði aðeins hagsmuni Íslands að leiðarljósi og drykki ekki einu sinni áfengi sjálfur þá sagði Kári að það gerði málið þeim mun verra. „Því mun eigingjarnara er það. Þetta kemur ekki til með að egna fyrir hann því hann drekkur ekki. Hann sýnir alveg gífurlegan tilfinningakulda gagnvart þeim sem þegar eru máttvana gagnvart áfengi.“
Tengdar fréttir Forstjóri Haga segir fyrirtækið koma hvergi nærri áfengisfrumvarpinu "Sú aðdróttun sem kom fram í umræddum útvarpsþætti er ómakleg og ósönn,“ segir forstjórinn um ummæli Kára Stefánssonar í Sprengisandi. 17. janúar 2016 14:04 Sala á kampavíni dróst saman um rúm fjögur prósent í fyrra Rúmar 19 milljónir lítra af áfengi seldust á Íslandi í fyrra. 15. janúar 2016 11:45 Einkaréttur ÁTVR eins og „bílastæði fyrir áfengisfatlaða“ Kári Stefánsson segir að áfengisfrumvarp Vilhjálms Árnasonar sé afar heimskulegt en er sammála Dóra DNA um að "djamm er snilld.“ 10. mars 2015 17:47 Vilhjálmur hyggst leggja áfengisfrumvarpið fram á ný Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur áhyggjur af frjálsri áfengissölu óþarfar. 6. júlí 2015 07:00 Landlæknir: Gengið yfir þá sem minna mega sín Birgi Jakobssyni landlækni kemur á óvart að sömu vandamál steðja að nú og þegar hann vann hér á landi sem barnalæknir árið 1988. Aðgerðaleysið er dýrkeypt. Hann ræðir um vandann og úrlausnirnar og hugmyndafræði frjálshyggjunnar sem gerir hann sorgmæddan. 15. maí 2015 09:00 Kári Stefánsson: Líklegra að fólk kjósi Sjálfstæðisflokkinn ef það er ölvað Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar baunar á „atkvæðasmölun“ Sjálfstæðisflokksins í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. 18. september 2015 10:17 Hristir höfuðið yfir ungu fólki sem skorar á þingmenn að samþykkja áfengisfrumvarpið „En núna þegar fjalla á um áfengi í búðir, þá heyrist í ungu fólki“ 10. febrúar 2015 13:36 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Erlent Fleiri fréttir Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja breytingar á Mannréttindasáttmálanum Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Sjá meira
Forstjóri Haga segir fyrirtækið koma hvergi nærri áfengisfrumvarpinu "Sú aðdróttun sem kom fram í umræddum útvarpsþætti er ómakleg og ósönn,“ segir forstjórinn um ummæli Kára Stefánssonar í Sprengisandi. 17. janúar 2016 14:04
Sala á kampavíni dróst saman um rúm fjögur prósent í fyrra Rúmar 19 milljónir lítra af áfengi seldust á Íslandi í fyrra. 15. janúar 2016 11:45
Einkaréttur ÁTVR eins og „bílastæði fyrir áfengisfatlaða“ Kári Stefánsson segir að áfengisfrumvarp Vilhjálms Árnasonar sé afar heimskulegt en er sammála Dóra DNA um að "djamm er snilld.“ 10. mars 2015 17:47
Vilhjálmur hyggst leggja áfengisfrumvarpið fram á ný Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur áhyggjur af frjálsri áfengissölu óþarfar. 6. júlí 2015 07:00
Landlæknir: Gengið yfir þá sem minna mega sín Birgi Jakobssyni landlækni kemur á óvart að sömu vandamál steðja að nú og þegar hann vann hér á landi sem barnalæknir árið 1988. Aðgerðaleysið er dýrkeypt. Hann ræðir um vandann og úrlausnirnar og hugmyndafræði frjálshyggjunnar sem gerir hann sorgmæddan. 15. maí 2015 09:00
Kári Stefánsson: Líklegra að fólk kjósi Sjálfstæðisflokkinn ef það er ölvað Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar baunar á „atkvæðasmölun“ Sjálfstæðisflokksins í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. 18. september 2015 10:17
Hristir höfuðið yfir ungu fólki sem skorar á þingmenn að samþykkja áfengisfrumvarpið „En núna þegar fjalla á um áfengi í búðir, þá heyrist í ungu fólki“ 10. febrúar 2015 13:36