Ótækt að heilindi Vilhjálms skuli dregin í efa af starfsbróður hans Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 18. janúar 2016 07:00 Albert Guðmundsson Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segist ekki hafa haldið því fram á Sprengisandi að Hagar hafi haft aðkomu að áfengisfrumvarpi Vilhjálms Árnasonar. Kári segist hafa rekist á þingmann Sjálfstæðisflokksins á laugardaginn í Kringlunni og átt við hann samtal um frumvarpið. „Ég spurði hann hvort það væri virkilega svo að allur þingflokkurinn ætlaði að greiða með þessu heimskulega frumvarpi,“ segir Kári. „Þá sagði hann: „Nei, nei, ég hef ekki tekið afstöðu með þessu frumvarpi, þess utan voru það Hagar sem skrifuðu þetta frumvarp en ekki Vilhjálmur.“ Kári segir það ekki rétt líkt og komið hafi fram í fjölmiðlum að hann tryði þessari kenningu. „Ein af þeim ástæðum að ég gaf þessari kenningu þá virðingu mína að minnast á hana er sú að fleiri höfðu haldið þessu fram á þingi og Vilhjálmur fékk tækifæri til að svara þessu og hann gerði það ágætlega,“ segir hann. Kári segir kenninguna um Haga ekki röksemdir gegn frumvarpinu. „Hins vegar er það sem skiptir máli, að ef þetta frumvarp verður að lögum eykur það áfengisneyslu í íslensku samfélagi sem við höfum ekki efni á.“ Finnur Árnason, forstjóri Haga, sendi fjölmiðlum fréttatilkynningu í gær þar sem kom fram að Hagar hefðu ekki komið nálægt gerð frumvarpsins. Albert Guðmundsson, formaður Heimdallar, undrast orð þessa þingmanns Sjálfstæðisflokksins. „Það er allt í góðu að fólk hafi sínar skoðanir á þessu en það er ótækt að þarna sé einhver starfsbróðir Vilhjálms að draga heilindi hans í efa, að vera á mála hjá einhverjum aðilum og koma hagsmunum þeirra á framfæri,“ segir Albert. Albert segir að þingmaðurinn sem um ræðir eigi að gera grein fyrir sér. „Ef hann er ósammála frumvarpinu þá viljum við endilega heyra hans sjónarmið og vita hvort það séu skiptar skoðanir í þingflokknum. Annars held ég nú að þingflokkurinn styðji þetta frumvarp heils hugar,“ segir hann.Kári Stefánsson segir frumvarpið koma til með að valda skaða sem við höfum ekki efni á.Fréttablaðið/GVAVilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins var einnig gestur í Sprengisandi og sagði sjálfan sig hafa samið frumvarpið ásamt nefndarritara Alþingis. Hann segir að fólk sem grípi til röksemdar af þeim toga sem kenningin um Haga er sé það orðið rökþrota í málinu. Hann vonast til að frumvarpið komist aftur á dagskrá þingsins en hann telur málið eiga lýðræðislega heimtingu á að komast í atkvæðagreiðslu. „Frumvarpið er fullrætt. það hefur fengið umræðu á tveimur þingum í röð og hefur fengið meiri umræðu en losun fjármagnshafta í hvort skipti. Fyrst að það er orðið fullrætt og öll sjónarmið komin fram hlýtur það að vera lýðræðisleg krafa að málið fari í atkvæðagreiðslu,“ segir Vilhjálmur. Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segist ekki hafa haldið því fram á Sprengisandi að Hagar hafi haft aðkomu að áfengisfrumvarpi Vilhjálms Árnasonar. Kári segist hafa rekist á þingmann Sjálfstæðisflokksins á laugardaginn í Kringlunni og átt við hann samtal um frumvarpið. „Ég spurði hann hvort það væri virkilega svo að allur þingflokkurinn ætlaði að greiða með þessu heimskulega frumvarpi,“ segir Kári. „Þá sagði hann: „Nei, nei, ég hef ekki tekið afstöðu með þessu frumvarpi, þess utan voru það Hagar sem skrifuðu þetta frumvarp en ekki Vilhjálmur.“ Kári segir það ekki rétt líkt og komið hafi fram í fjölmiðlum að hann tryði þessari kenningu. „Ein af þeim ástæðum að ég gaf þessari kenningu þá virðingu mína að minnast á hana er sú að fleiri höfðu haldið þessu fram á þingi og Vilhjálmur fékk tækifæri til að svara þessu og hann gerði það ágætlega,“ segir hann. Kári segir kenninguna um Haga ekki röksemdir gegn frumvarpinu. „Hins vegar er það sem skiptir máli, að ef þetta frumvarp verður að lögum eykur það áfengisneyslu í íslensku samfélagi sem við höfum ekki efni á.“ Finnur Árnason, forstjóri Haga, sendi fjölmiðlum fréttatilkynningu í gær þar sem kom fram að Hagar hefðu ekki komið nálægt gerð frumvarpsins. Albert Guðmundsson, formaður Heimdallar, undrast orð þessa þingmanns Sjálfstæðisflokksins. „Það er allt í góðu að fólk hafi sínar skoðanir á þessu en það er ótækt að þarna sé einhver starfsbróðir Vilhjálms að draga heilindi hans í efa, að vera á mála hjá einhverjum aðilum og koma hagsmunum þeirra á framfæri,“ segir Albert. Albert segir að þingmaðurinn sem um ræðir eigi að gera grein fyrir sér. „Ef hann er ósammála frumvarpinu þá viljum við endilega heyra hans sjónarmið og vita hvort það séu skiptar skoðanir í þingflokknum. Annars held ég nú að þingflokkurinn styðji þetta frumvarp heils hugar,“ segir hann.Kári Stefánsson segir frumvarpið koma til með að valda skaða sem við höfum ekki efni á.Fréttablaðið/GVAVilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins var einnig gestur í Sprengisandi og sagði sjálfan sig hafa samið frumvarpið ásamt nefndarritara Alþingis. Hann segir að fólk sem grípi til röksemdar af þeim toga sem kenningin um Haga er sé það orðið rökþrota í málinu. Hann vonast til að frumvarpið komist aftur á dagskrá þingsins en hann telur málið eiga lýðræðislega heimtingu á að komast í atkvæðagreiðslu. „Frumvarpið er fullrætt. það hefur fengið umræðu á tveimur þingum í röð og hefur fengið meiri umræðu en losun fjármagnshafta í hvort skipti. Fyrst að það er orðið fullrætt og öll sjónarmið komin fram hlýtur það að vera lýðræðisleg krafa að málið fari í atkvæðagreiðslu,“ segir Vilhjálmur.
Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira