
Páll Þórhallsson, formaður stjórnarskrárnefndarinnar, sem starfar í umboði forsætisráðherra, sagði fyrir helgi að þó að tillögurnar yrðu ekki fullkláraðar fyrir morgundaginn myndi hann gefa ráðherranum, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, skýrslu um stöðuna.
Páll sagði hjálplegt að hafa haft ákveðinn dag til viðmiðunar til að klára starf nefndarinnar en að í svona stóru máli hengi enginn sig á einn dag.
Samkvæmt heimildum Vísis er það einna helst eitt mál sem út af stendur í vinnu nefndarinnar; heimild kjósenda til að kalla eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um þingsályktunartillögur.