Innlent

Ellefu fengu fálkaorðu á Bessastöðum

Atli Ísleifsson skrifar
Ellefu manns voru í dag sæmdir heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu. Hátíðleg athöfn var haldin á Bessastöðum í tilefni þessa.

Þeir sem sæmdir voru fálkaorðu að þessu sinni eru:

  1. Björgólfur Jóhannsson forstjóri, Seltjarnarnesi, riddarakross fyrir framlag til þróunar íslensks atvinnulífs
  2. Elísabet Ronaldsdóttir kvikmyndagerðarmaður, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar og alþjóðlegrar kvikmyndagerðar
  3. Geirmundur Valtýsson tónlistarmaður, Sauðárkróki, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar tónlistar og heimabyggðar
  4. Guðrún Ása Grímsdóttir rannsóknarprófessor, Reykjavík, riddarakross fyrir störf á vettvangi íslenskra fræða og menningar
  5. Helga Guðrún Guðjónsdóttir fyrrverandi formaður UMFÍ, Kópavogi, riddarakross fyrir forystu störf á vettvangi íþrótta og æskulýðs starfs
  6. Hjörleifur Guttormsson fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til umhverfis verndar og náttúrufræðslu og störf í opinbera þágu
  7. Hrafnhildur Schram listfræðingur, Reykjavík, riddarakross fyrir störf í þágu íslenskrar myndlistar
  8. Hörður Kristinsson grasafræðingur, Akureyri, riddarakross fyrir rannsóknir og kynningu á íslenskum gróðri
  9. Ólafur Ólafsson formaður Aspar, Reykjavík, riddarakross fyrir störf að íþróttamálum fatlaðra
  10. Steinunn Kristjánsdóttir prófessor, Reykjavík, riddarakross fyrir rannsóknir á sviði íslenskrar sögu og fornleifa
  11. Yrsa Sigurðardóttir rithöfundur, Seltjarnarnesi, riddarakross fyrir framlag til íslenskra bókmennta



Fleiri fréttir

Sjá meira


×