Segir óréttlætið sem „tröllriðið hefur íslensku samfélagi“ komið á ferð á nýjan leik Höskuldur Kári Schram skrifar 2. janúar 2016 15:05 Hlutfallslega hækka laun hæstaréttardómara og forseta Hæstaréttar mest í nýrri ákvörðun kjararáðs í kjölfar heildarúttektar á launakjörum dómara hér á landi. Vísir/GVA Formaður Verkalýðsfélags Akraness gagnrýnir harðlega þá ákvörðun kjararáðs að hækka laun dómara um allt að fimmtíu prósent. Hann segir þetta í engu samræmi við launaþróun á almennum vinnumarkaði og telur einboðið að þetta muni hafa áhrif þegar kjarasamningar verða endurskoðaðir í næsta mánuði. Laun dómara hækkuðu um allt að fimmtíu prósent um áramótin samkvæmt ákvörðun kjararáðs frá 17. desember síðastliðnum. Laun hæstaréttardómara hækka mest eða um hálfa milljón. Þeir voru með 1.2 milljónir á mánuði en fá framvegis rúmlega 1.7. Laun dómstjórans hjá Héraðsdómi Reykjavíkur hækka minnst eða um 31,6 prósent og fara úr 1.1 milljón í 1.5 milljón á mánuði.Sjá einnig: Dómarar fá tuga prósenta launahækkun Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness gagnrýnir þessa ákvörðun kjararáðs og segir hana í engu samræmi við launaþróun á almennum vinnumarkaði. „Þetta er alla vega ekki í neinum takti við það sem íslenskt verkafólk hefur verið að fá enda sést það vel hverjar krónutölurnar liggja þar á bakvið. En eins og ég segi, ég vil að allir séu með góð laun – ekki bara sumir. Við erum hér með lágmarkslaun á Íslandi í dag sem eru 245 þúsund krónur. Þessar hækkanir sem kjararáð er að láta einstaka hópa fá eru langt fyrir ofan þá upphæð,“ segir Vilhjálmur.Vilhjálmur BirgissonPrósentuhækkanir aflgjafi ójafnréttisHann telur að menn muni hafa þessa ákvörðun á bakvið eyrað þegar kjarasamningarnir sem undirritaðir voru á síðasta ári verða endurskoðaðir í febrúar. „Þetta misrétti og þetta óréttlæti sem hefur tröllriðið íslensku samfélagi í gegnum árin það virðist vera komið á blússandi ferð á nýjan leik og það er alveg ljóst að verkafólk getur ekki horft upp á slíka misskiptingu öllu lengur. Það er einfaldlega þannig að prósentuhækkanir í kjarasamningum eru aflgjafi ójafnréttis og misskiptingar,“ segir Vilhjálmur. Vilhjálmur bendir á að bankastjóri Landsbankans hafi fengið rúmlega 40 prósenta launahækkun um áramótin, eða rúmlega fimm hundruð þúsund krónur, og þá hafi laun stjórnarmanna hjá tryggingarfélaginu VÍS hækkað um 75 prósent eða 200 þúsund krónur á mánuði. Hann segir að launabilið í íslensku samfélagi sé að aukast á ný. „Við verðum líka að átta okkur á því að laun íslensks verkafólks þau eru einfaldlega of lág og við höfum verið að stíga skref jafnt og þétt til að reyna að leiðrétta þessi laun. Í síðustu samningum áttu að vera sérstakar láglaunaaðgerðir með meiri hækkun til handa verkafólki en efa að einstaklingur sem er að hækka um 25 þúsund krónur á mánuði, ef það á að kallast sérstök aðgerð þegar við horfum svo upp á tölur upp á 300 upp í 600 þúsund króna hækkun á mánuði – það má kallast sérstök láglaunaaðgerð,“ segir Vilhjálmur Birgisson. Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Innlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira
Formaður Verkalýðsfélags Akraness gagnrýnir harðlega þá ákvörðun kjararáðs að hækka laun dómara um allt að fimmtíu prósent. Hann segir þetta í engu samræmi við launaþróun á almennum vinnumarkaði og telur einboðið að þetta muni hafa áhrif þegar kjarasamningar verða endurskoðaðir í næsta mánuði. Laun dómara hækkuðu um allt að fimmtíu prósent um áramótin samkvæmt ákvörðun kjararáðs frá 17. desember síðastliðnum. Laun hæstaréttardómara hækka mest eða um hálfa milljón. Þeir voru með 1.2 milljónir á mánuði en fá framvegis rúmlega 1.7. Laun dómstjórans hjá Héraðsdómi Reykjavíkur hækka minnst eða um 31,6 prósent og fara úr 1.1 milljón í 1.5 milljón á mánuði.Sjá einnig: Dómarar fá tuga prósenta launahækkun Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness gagnrýnir þessa ákvörðun kjararáðs og segir hana í engu samræmi við launaþróun á almennum vinnumarkaði. „Þetta er alla vega ekki í neinum takti við það sem íslenskt verkafólk hefur verið að fá enda sést það vel hverjar krónutölurnar liggja þar á bakvið. En eins og ég segi, ég vil að allir séu með góð laun – ekki bara sumir. Við erum hér með lágmarkslaun á Íslandi í dag sem eru 245 þúsund krónur. Þessar hækkanir sem kjararáð er að láta einstaka hópa fá eru langt fyrir ofan þá upphæð,“ segir Vilhjálmur.Vilhjálmur BirgissonPrósentuhækkanir aflgjafi ójafnréttisHann telur að menn muni hafa þessa ákvörðun á bakvið eyrað þegar kjarasamningarnir sem undirritaðir voru á síðasta ári verða endurskoðaðir í febrúar. „Þetta misrétti og þetta óréttlæti sem hefur tröllriðið íslensku samfélagi í gegnum árin það virðist vera komið á blússandi ferð á nýjan leik og það er alveg ljóst að verkafólk getur ekki horft upp á slíka misskiptingu öllu lengur. Það er einfaldlega þannig að prósentuhækkanir í kjarasamningum eru aflgjafi ójafnréttis og misskiptingar,“ segir Vilhjálmur. Vilhjálmur bendir á að bankastjóri Landsbankans hafi fengið rúmlega 40 prósenta launahækkun um áramótin, eða rúmlega fimm hundruð þúsund krónur, og þá hafi laun stjórnarmanna hjá tryggingarfélaginu VÍS hækkað um 75 prósent eða 200 þúsund krónur á mánuði. Hann segir að launabilið í íslensku samfélagi sé að aukast á ný. „Við verðum líka að átta okkur á því að laun íslensks verkafólks þau eru einfaldlega of lág og við höfum verið að stíga skref jafnt og þétt til að reyna að leiðrétta þessi laun. Í síðustu samningum áttu að vera sérstakar láglaunaaðgerðir með meiri hækkun til handa verkafólki en efa að einstaklingur sem er að hækka um 25 þúsund krónur á mánuði, ef það á að kallast sérstök aðgerð þegar við horfum svo upp á tölur upp á 300 upp í 600 þúsund króna hækkun á mánuði – það má kallast sérstök láglaunaaðgerð,“ segir Vilhjálmur Birgisson.
Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Innlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira