Segir óréttlætið sem „tröllriðið hefur íslensku samfélagi“ komið á ferð á nýjan leik Höskuldur Kári Schram skrifar 2. janúar 2016 15:05 Hlutfallslega hækka laun hæstaréttardómara og forseta Hæstaréttar mest í nýrri ákvörðun kjararáðs í kjölfar heildarúttektar á launakjörum dómara hér á landi. Vísir/GVA Formaður Verkalýðsfélags Akraness gagnrýnir harðlega þá ákvörðun kjararáðs að hækka laun dómara um allt að fimmtíu prósent. Hann segir þetta í engu samræmi við launaþróun á almennum vinnumarkaði og telur einboðið að þetta muni hafa áhrif þegar kjarasamningar verða endurskoðaðir í næsta mánuði. Laun dómara hækkuðu um allt að fimmtíu prósent um áramótin samkvæmt ákvörðun kjararáðs frá 17. desember síðastliðnum. Laun hæstaréttardómara hækka mest eða um hálfa milljón. Þeir voru með 1.2 milljónir á mánuði en fá framvegis rúmlega 1.7. Laun dómstjórans hjá Héraðsdómi Reykjavíkur hækka minnst eða um 31,6 prósent og fara úr 1.1 milljón í 1.5 milljón á mánuði.Sjá einnig: Dómarar fá tuga prósenta launahækkun Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness gagnrýnir þessa ákvörðun kjararáðs og segir hana í engu samræmi við launaþróun á almennum vinnumarkaði. „Þetta er alla vega ekki í neinum takti við það sem íslenskt verkafólk hefur verið að fá enda sést það vel hverjar krónutölurnar liggja þar á bakvið. En eins og ég segi, ég vil að allir séu með góð laun – ekki bara sumir. Við erum hér með lágmarkslaun á Íslandi í dag sem eru 245 þúsund krónur. Þessar hækkanir sem kjararáð er að láta einstaka hópa fá eru langt fyrir ofan þá upphæð,“ segir Vilhjálmur.Vilhjálmur BirgissonPrósentuhækkanir aflgjafi ójafnréttisHann telur að menn muni hafa þessa ákvörðun á bakvið eyrað þegar kjarasamningarnir sem undirritaðir voru á síðasta ári verða endurskoðaðir í febrúar. „Þetta misrétti og þetta óréttlæti sem hefur tröllriðið íslensku samfélagi í gegnum árin það virðist vera komið á blússandi ferð á nýjan leik og það er alveg ljóst að verkafólk getur ekki horft upp á slíka misskiptingu öllu lengur. Það er einfaldlega þannig að prósentuhækkanir í kjarasamningum eru aflgjafi ójafnréttis og misskiptingar,“ segir Vilhjálmur. Vilhjálmur bendir á að bankastjóri Landsbankans hafi fengið rúmlega 40 prósenta launahækkun um áramótin, eða rúmlega fimm hundruð þúsund krónur, og þá hafi laun stjórnarmanna hjá tryggingarfélaginu VÍS hækkað um 75 prósent eða 200 þúsund krónur á mánuði. Hann segir að launabilið í íslensku samfélagi sé að aukast á ný. „Við verðum líka að átta okkur á því að laun íslensks verkafólks þau eru einfaldlega of lág og við höfum verið að stíga skref jafnt og þétt til að reyna að leiðrétta þessi laun. Í síðustu samningum áttu að vera sérstakar láglaunaaðgerðir með meiri hækkun til handa verkafólki en efa að einstaklingur sem er að hækka um 25 þúsund krónur á mánuði, ef það á að kallast sérstök aðgerð þegar við horfum svo upp á tölur upp á 300 upp í 600 þúsund króna hækkun á mánuði – það má kallast sérstök láglaunaaðgerð,“ segir Vilhjálmur Birgisson. Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Formaður Verkalýðsfélags Akraness gagnrýnir harðlega þá ákvörðun kjararáðs að hækka laun dómara um allt að fimmtíu prósent. Hann segir þetta í engu samræmi við launaþróun á almennum vinnumarkaði og telur einboðið að þetta muni hafa áhrif þegar kjarasamningar verða endurskoðaðir í næsta mánuði. Laun dómara hækkuðu um allt að fimmtíu prósent um áramótin samkvæmt ákvörðun kjararáðs frá 17. desember síðastliðnum. Laun hæstaréttardómara hækka mest eða um hálfa milljón. Þeir voru með 1.2 milljónir á mánuði en fá framvegis rúmlega 1.7. Laun dómstjórans hjá Héraðsdómi Reykjavíkur hækka minnst eða um 31,6 prósent og fara úr 1.1 milljón í 1.5 milljón á mánuði.Sjá einnig: Dómarar fá tuga prósenta launahækkun Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness gagnrýnir þessa ákvörðun kjararáðs og segir hana í engu samræmi við launaþróun á almennum vinnumarkaði. „Þetta er alla vega ekki í neinum takti við það sem íslenskt verkafólk hefur verið að fá enda sést það vel hverjar krónutölurnar liggja þar á bakvið. En eins og ég segi, ég vil að allir séu með góð laun – ekki bara sumir. Við erum hér með lágmarkslaun á Íslandi í dag sem eru 245 þúsund krónur. Þessar hækkanir sem kjararáð er að láta einstaka hópa fá eru langt fyrir ofan þá upphæð,“ segir Vilhjálmur.Vilhjálmur BirgissonPrósentuhækkanir aflgjafi ójafnréttisHann telur að menn muni hafa þessa ákvörðun á bakvið eyrað þegar kjarasamningarnir sem undirritaðir voru á síðasta ári verða endurskoðaðir í febrúar. „Þetta misrétti og þetta óréttlæti sem hefur tröllriðið íslensku samfélagi í gegnum árin það virðist vera komið á blússandi ferð á nýjan leik og það er alveg ljóst að verkafólk getur ekki horft upp á slíka misskiptingu öllu lengur. Það er einfaldlega þannig að prósentuhækkanir í kjarasamningum eru aflgjafi ójafnréttis og misskiptingar,“ segir Vilhjálmur. Vilhjálmur bendir á að bankastjóri Landsbankans hafi fengið rúmlega 40 prósenta launahækkun um áramótin, eða rúmlega fimm hundruð þúsund krónur, og þá hafi laun stjórnarmanna hjá tryggingarfélaginu VÍS hækkað um 75 prósent eða 200 þúsund krónur á mánuði. Hann segir að launabilið í íslensku samfélagi sé að aukast á ný. „Við verðum líka að átta okkur á því að laun íslensks verkafólks þau eru einfaldlega of lág og við höfum verið að stíga skref jafnt og þétt til að reyna að leiðrétta þessi laun. Í síðustu samningum áttu að vera sérstakar láglaunaaðgerðir með meiri hækkun til handa verkafólki en efa að einstaklingur sem er að hækka um 25 þúsund krónur á mánuði, ef það á að kallast sérstök aðgerð þegar við horfum svo upp á tölur upp á 300 upp í 600 þúsund króna hækkun á mánuði – það má kallast sérstök láglaunaaðgerð,“ segir Vilhjálmur Birgisson.
Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda