Dómarar fá tuga prósenta launahækkun Óli Kristján Ármannsson skrifar 31. desember 2015 07:00 Hlutfallslega hækka laun hæstaréttardómara og forseta Hæstaréttar mest í nýrri ákvörðun kjararáðs í kjölfar heildarúttektar á launakjörum dómara hér á landi. vísir/gva Laun dómara landsins hækka um 31,6 til 48,1 prósent núna um áramót samkvæmt ákvörðun kjararáðs í desember. Í ákvörðun kjararáðs frá 17. desember, kemur fram að kjararáð hafi ekki áður fjallað heildstætt um laun dómara, þótt þau hafi tekið breytingum í samræmi við almennar ákvarðanir ráðsins. Dómarafélag Íslands fór í nóvember 2012 fram á slíka umfjöllun sem mið tæki af því að starfsöryggi og sjálfstæði dómara þyrfti að vera tryggt. Fram kemur í ákvörðun ráðsins að í beiðni Dómarafélagsins hafi verið áréttað að um væri að ræða fámennan hóp einstaklinga sem mikla ábyrgð bæri, auk þess sem verulegar takmarkanir væru á því hvaða aukastörfum dómarar mættu gegna. „Í minnisblaðinu kemur einnig fram það mat dómara að launaflokkaröðun þeirra sé óásættanleg, sérstaklega þegar horft sé til innbyrðis samræmis og stöðu dómara í hinu þrískipta ríkisvaldi,“ segir kjararáð. Eftir yfirferð ráðsins færast allir dómarar upp um sjö launaflokka, auk þess sem yfirvinnueiningum er fjölgað um 10 til 31 í mánuði hverjum. Mest er breytingin hjá hæstaréttardómurum sem fara úr launaflokki 140 með 18 yfirvinnutíma í launaflokk 147 með 30 yfirvinnutímum. Laun þeirra fara úr tæplega 1,2 milljónum króna á mánuði, eins og þau voru eftir síðustu almennu hækkun ráðsins í nóvember síðastliðnum, í rúmar 1,7 milljónir. Heildarlaun forseta Hæstaréttar fara úr tæplega 1,3 milljónum í tæplega 1,9 milljónir króna. Minnst er breytingin hjá dómstjóranum hjá Héraðsdómi Reykjavíkur, 31,6 prósent, en hann er tveimur launaflokkum fyrir ofan aðra dómstjóra á landinu auk þess að fá mánaðarlega greitt átta yfirvinnutímum meira en þeir. Laun dómstjórans í Reykjavík fara úr rúmlega 1,1 milljón króna í rúmlega 1,5 milljónir, en laun annarra dómstjóra úr rúmri milljón í rúmlega 1,4 milljónir. Laun héraðsdómara hækka svo um 38,7 prósent, fara úr rúmum 949 þúsund krónum á mánuði í rúmlega 1,3 milljónir króna. Í ákvörðun kjararáðs segir að mikilvægt sé að til dómstarfa veljist hæfir og heilsteyptir einstaklingar og tryggt sé að engir utanaðkomandi hagsmunir eða þrýstingur frá stjórnvöldum, aðilum máls eða nokkrum öðrum hafi áhrif á störf þeirra. Störf dómara eigi sér ekki beina hliðstæðu á hinum almenna vinnumarkaði. „Við ákvörðun um laun og kjör dómara telur kjararáð nauðsynlegt að hafa í huga og taka tillit til þess að dómsvaldið er einn þriggja hornsteina ríkisvaldsins og veitir löggjafar- og framkvæmdarvaldi nauðsynlegt aðhald. Þá skera dómstólar endanlega úr um lögskipti og réttarágreining einstaklinga og lögaðila, svo og sekt eða sýknu í sakamálum.“ Vegna þessa sé nauðsynlegt að tryggja fjárhagslegt sjálfstæði dómara og þannig leitast við að efla trúverðugleika dómstóla. „Því verður að tryggja að kjör dómara verði ávallt meðal hinna bestu sem ríkisvaldið getur veitt. Hér verður að nefna að möguleikar dómara til þess að sinna launuðum aukastörfum eru takmarkaðir,“ segir í ákvörðuninni. Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Óskaði þess að hann gæti tekið gjörðir sínar til baka Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Sjá meira
Laun dómara landsins hækka um 31,6 til 48,1 prósent núna um áramót samkvæmt ákvörðun kjararáðs í desember. Í ákvörðun kjararáðs frá 17. desember, kemur fram að kjararáð hafi ekki áður fjallað heildstætt um laun dómara, þótt þau hafi tekið breytingum í samræmi við almennar ákvarðanir ráðsins. Dómarafélag Íslands fór í nóvember 2012 fram á slíka umfjöllun sem mið tæki af því að starfsöryggi og sjálfstæði dómara þyrfti að vera tryggt. Fram kemur í ákvörðun ráðsins að í beiðni Dómarafélagsins hafi verið áréttað að um væri að ræða fámennan hóp einstaklinga sem mikla ábyrgð bæri, auk þess sem verulegar takmarkanir væru á því hvaða aukastörfum dómarar mættu gegna. „Í minnisblaðinu kemur einnig fram það mat dómara að launaflokkaröðun þeirra sé óásættanleg, sérstaklega þegar horft sé til innbyrðis samræmis og stöðu dómara í hinu þrískipta ríkisvaldi,“ segir kjararáð. Eftir yfirferð ráðsins færast allir dómarar upp um sjö launaflokka, auk þess sem yfirvinnueiningum er fjölgað um 10 til 31 í mánuði hverjum. Mest er breytingin hjá hæstaréttardómurum sem fara úr launaflokki 140 með 18 yfirvinnutíma í launaflokk 147 með 30 yfirvinnutímum. Laun þeirra fara úr tæplega 1,2 milljónum króna á mánuði, eins og þau voru eftir síðustu almennu hækkun ráðsins í nóvember síðastliðnum, í rúmar 1,7 milljónir. Heildarlaun forseta Hæstaréttar fara úr tæplega 1,3 milljónum í tæplega 1,9 milljónir króna. Minnst er breytingin hjá dómstjóranum hjá Héraðsdómi Reykjavíkur, 31,6 prósent, en hann er tveimur launaflokkum fyrir ofan aðra dómstjóra á landinu auk þess að fá mánaðarlega greitt átta yfirvinnutímum meira en þeir. Laun dómstjórans í Reykjavík fara úr rúmlega 1,1 milljón króna í rúmlega 1,5 milljónir, en laun annarra dómstjóra úr rúmri milljón í rúmlega 1,4 milljónir. Laun héraðsdómara hækka svo um 38,7 prósent, fara úr rúmum 949 þúsund krónum á mánuði í rúmlega 1,3 milljónir króna. Í ákvörðun kjararáðs segir að mikilvægt sé að til dómstarfa veljist hæfir og heilsteyptir einstaklingar og tryggt sé að engir utanaðkomandi hagsmunir eða þrýstingur frá stjórnvöldum, aðilum máls eða nokkrum öðrum hafi áhrif á störf þeirra. Störf dómara eigi sér ekki beina hliðstæðu á hinum almenna vinnumarkaði. „Við ákvörðun um laun og kjör dómara telur kjararáð nauðsynlegt að hafa í huga og taka tillit til þess að dómsvaldið er einn þriggja hornsteina ríkisvaldsins og veitir löggjafar- og framkvæmdarvaldi nauðsynlegt aðhald. Þá skera dómstólar endanlega úr um lögskipti og réttarágreining einstaklinga og lögaðila, svo og sekt eða sýknu í sakamálum.“ Vegna þessa sé nauðsynlegt að tryggja fjárhagslegt sjálfstæði dómara og þannig leitast við að efla trúverðugleika dómstóla. „Því verður að tryggja að kjör dómara verði ávallt meðal hinna bestu sem ríkisvaldið getur veitt. Hér verður að nefna að möguleikar dómara til þess að sinna launuðum aukastörfum eru takmarkaðir,“ segir í ákvörðuninni.
Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Óskaði þess að hann gæti tekið gjörðir sínar til baka Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent