Lífið

Allt um miðasölu á aukatónleika Bieber: Hægt að kaupa allt að átta miða í einu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Líklega mun einnig seljast upp á þessa tónleika.
Líklega mun einnig seljast upp á þessa tónleika. Vísir/Getty
Miðasala á aukatónleika Justin Bieber hefst 8. janúar klukkan tíu en tónleikarnir fara fram þann 8. september í Kórnum. Miðasalan fer fram á tix.is en í almennri sölu verður að hámarki hægt að kaupa 8 miða í stæði í hverri pöntun en 4 miða í stúku.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Senu sem stendur fyrir tónleikunum. Engar íslenskar forsölur verða að þessu sinni en forsala á vegum aðdáendaklúbbs Justins Bieber verður með sama hætti og áður.

Forsala aðdáendaklúbbsins fer fram daginn áður en almenn sala hefst, eða klukkan 16 fimmtudaginn 7. janúar. Allir sem kaupa miða í forsölu aðdáendaklúbbsins verða að kaupa „membership", eða sérstakt aðdáendaklúbbgjald, til að klára kaupin. Það gjald er 4.949 krónur.

Þeir sem ganga í klúbbinn fá að auki tilboð frá túrnum og afslátt af sérvöldum varningi. Hver pöntun í forsölu aðdáendaklúbbsins getur að hámarki verið 4 miðar. Klúbbagjaldið er aðeins borgað einu sinni fyrir hverja pöntun.

MIÐAVERÐ OG SVÆÐI ÓBREYTT

Þrjú verðsvæði eru í boði:

Stæði:     15.990 kr.    (standandi)

Stúka B:  24.990 kr.   (sitjandi)

Stúka A:  29.990 kr.   (sitjandi)

Rúmlega 1.000 sitjandi stúkumiðar eru í boði samtals (A svæði og B svæði), en tæplega 18.000 miðar í standandi stæði. Í forsölu aðdáendaklúbbsins verða miðar í öll svæði í boði í réttum hlutföllum við stærð þeirra.


Tengdar fréttir

Bieber staðfestir komu sína í Kórinn

Kanadíska poppgoðið blæs á efasemdaraddir um að hann sé ekki raunverulega að koma til landsins eins og íslenskir aðdáendur hafa látið í veðri vaka.

Verði af aukatónleikum mun miðaverð ekki verða lægra

"Við veðjuðum á að þessi fjöldi miða myndi seljast á þessu verði,“ segir Ísleifur Þórhallsson hjá Senu en ljóst er að uppselt hefði verið á tónleika Justin Bieber þó miðaverð hefði verið hærra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×