Florentino Pérez staðfesti brottrekstur Benitez | Zidane tekur við Real Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. janúar 2016 19:09 Tími Rafael Benitez er liðinn. Vísir/Getty Florentino Pérez, forseti Real Madrid, hitti blaðamenn á Bernabeu í kvöld og tilkynnti það formlega að Rafael Benitez, þjálfari liðsins, hafi verið rekinn og að Zinedine Zidane taki við liðinu. Florentino Pérez mætti á fundinn með Zinedine Zidane, nýjum þjálfara Real Madrid. Þeir mættu þó meira en hálftíma of seint. Rafael Benitez var aðeins búinn að vera með Real Madrid liðið í sjö mánuði en hann tók við liðinu í sumar af Ítalanum Carlo Ancelotti sem var látinn fara eftir titlalaust tímabil. Florentino Perez hefur þar með rekið ellefu þjálfara í forsetatíð sinni hjá Real Madrid sem var fyrst frá 2000 til 2006 og svo frá árinu 2009. Zinedine Zidane var goðsögn hjá Real Madrid sem leikmaður og hefur starfað hjá félaginu undanfarin ár, nú síðast sem þjálfari varaliðsins. Síðasti leikur Real Madrid undir stjórn Rafael Benitez var 2-2 jafntefli á móti Valencia í spænsku deildinni um helgina. Real Madrid er í 3. sæti í deildinni, fjórum stigum á eftir toppliði Atlético Madrid og tveimur stigum á eftir Barcelona sem á auk þess leik inni á Real. Real Madrid vann 17 af 25 leikjum undir stjórn Rafael Benitez og tapaði aðeins þremur leikjum, öllum í spænsku deildinni. Markatalan var 69-22 eða 47 mörk í plús. Ekki slæmar tölur en ekki nógu góðar til að Benitez héldi starfinu. Það var einkum slæmt gengi Real Madrid á móti bestu liðum deildarinnar sem réði örlögum Benitez en liðið náði aðeins í 5 stig af 18 mögulegum á móti liðunum sem tryggðu sér Evrópusæti á síðustu leiktíð. Real Madrid tapaði líka 4-0 á móti Barcelona sem voru afar vandræðaleg úrslit fyrir Rafael Benitez og félagið. Rafael Benitez hefur áður verið rekinn frá stórum klúbbi á sínum þjálfaraferli en ítalska félagið Internazionale lét hann fara rétt fyrir jól árið 2010. Hann var þó á sínu fyrsta tímabili með liðinu og hafði tekið við af Jose Mourinho sem fór til Real Madrid. Benitez tók tímabundið við Chelsea í rúmlega hálft tímabil 2012-13 og var síðan með Napoli-liðið í tvö tímabil. Lengst var hann þó með Liverpool eða frá 2004 til 2010. Spænski boltinn Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Í beinni: Víkingur - Bröndby | Danska stórliðið mætt í Víkina Fótbolti Í beinni: Zrinjski - Breiðablik | Blikarnir mættir í Evrópudeildina Fótbolti Fleiri fréttir Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Í beinni: Víkingur - Bröndby | Danska stórliðið mætt í Víkina Í beinni: Zrinjski - Breiðablik | Blikarnir mættir í Evrópudeildina Í beinni: Fram - Breiðablik | Fátt stöðvar Blikana þessa dagana Í beinni: Þór/KA - Valur | Pressa á Valskonum Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Mikilvæg stig í botnbaráttunni í boði Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Sjá meira
Florentino Pérez, forseti Real Madrid, hitti blaðamenn á Bernabeu í kvöld og tilkynnti það formlega að Rafael Benitez, þjálfari liðsins, hafi verið rekinn og að Zinedine Zidane taki við liðinu. Florentino Pérez mætti á fundinn með Zinedine Zidane, nýjum þjálfara Real Madrid. Þeir mættu þó meira en hálftíma of seint. Rafael Benitez var aðeins búinn að vera með Real Madrid liðið í sjö mánuði en hann tók við liðinu í sumar af Ítalanum Carlo Ancelotti sem var látinn fara eftir titlalaust tímabil. Florentino Perez hefur þar með rekið ellefu þjálfara í forsetatíð sinni hjá Real Madrid sem var fyrst frá 2000 til 2006 og svo frá árinu 2009. Zinedine Zidane var goðsögn hjá Real Madrid sem leikmaður og hefur starfað hjá félaginu undanfarin ár, nú síðast sem þjálfari varaliðsins. Síðasti leikur Real Madrid undir stjórn Rafael Benitez var 2-2 jafntefli á móti Valencia í spænsku deildinni um helgina. Real Madrid er í 3. sæti í deildinni, fjórum stigum á eftir toppliði Atlético Madrid og tveimur stigum á eftir Barcelona sem á auk þess leik inni á Real. Real Madrid vann 17 af 25 leikjum undir stjórn Rafael Benitez og tapaði aðeins þremur leikjum, öllum í spænsku deildinni. Markatalan var 69-22 eða 47 mörk í plús. Ekki slæmar tölur en ekki nógu góðar til að Benitez héldi starfinu. Það var einkum slæmt gengi Real Madrid á móti bestu liðum deildarinnar sem réði örlögum Benitez en liðið náði aðeins í 5 stig af 18 mögulegum á móti liðunum sem tryggðu sér Evrópusæti á síðustu leiktíð. Real Madrid tapaði líka 4-0 á móti Barcelona sem voru afar vandræðaleg úrslit fyrir Rafael Benitez og félagið. Rafael Benitez hefur áður verið rekinn frá stórum klúbbi á sínum þjálfaraferli en ítalska félagið Internazionale lét hann fara rétt fyrir jól árið 2010. Hann var þó á sínu fyrsta tímabili með liðinu og hafði tekið við af Jose Mourinho sem fór til Real Madrid. Benitez tók tímabundið við Chelsea í rúmlega hálft tímabil 2012-13 og var síðan með Napoli-liðið í tvö tímabil. Lengst var hann þó með Liverpool eða frá 2004 til 2010.
Spænski boltinn Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Í beinni: Víkingur - Bröndby | Danska stórliðið mætt í Víkina Fótbolti Í beinni: Zrinjski - Breiðablik | Blikarnir mættir í Evrópudeildina Fótbolti Fleiri fréttir Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Í beinni: Víkingur - Bröndby | Danska stórliðið mætt í Víkina Í beinni: Zrinjski - Breiðablik | Blikarnir mættir í Evrópudeildina Í beinni: Fram - Breiðablik | Fátt stöðvar Blikana þessa dagana Í beinni: Þór/KA - Valur | Pressa á Valskonum Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Mikilvæg stig í botnbaráttunni í boði Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Sjá meira