Segir út í hött að fara í tilraunaboranir í Eldvörpum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. janúar 2016 09:00 Eldvörp á Reykjanesi. vísir/gva „Það sem hreyfði við mér er barátta Ellerts Grétarssonar, ljósmyndara, sem meðal annars gerði myndband núna í desember til að vekja athygli á þessum tilraunaborunum sem nú stendur til að ráðast í í Eldvörpum,“ segir Jóhann Garðar Þorbjörnsson, leiðsögumaður og líffræðingur, en hann stendur fyrir undirskriftasöfnun til að mótmæla fyrirhuguðum tilraunaborunum HS Orku í Eldvörpum á Reykjanesi. Jóhann setti undirskriftasöfnunina af stað um miðjan desember og hafa nú um 1800 manns skrifað þar undir. Jóhann setur markið hátt þar sem hann vill ná 10 þúsund undirskriftum sem hann mun svo færa HS Orku og Grindavíkurbæ sem á haustdögum samþykkti tilraunaboranir fyrirtækisins. Á vef undirskriftasöfnunarinnar segir að Eldvörp séu einstakar jarðminjar á heimsvísu og að hvergi í heiminum megi upplifa jarðvirkni milli tveggja jarðskorpufleka líkt og þar. Þá hafi svæðið að auka að geyma söguleg verðmæti.Jóhann Garðar Þorbjörnssonvísir„Það er út í hött að það sé verið að fara í tilraunaboranir á svæði þar sem eru mjög góðir möguleikar fyrir framtíðarferðamennsku. Þetta mun hafa þau áhrif að svæðið verður ekki lengur ósnortið og ósnortin náttúra er það aðdráttarafl sem Ísland hefur. Við höfum komist að því í ferðamennskunni að fólk er tilbúið að koma til Íslands og borga fyrir það að horfa á ósnortna náttúru,“ segir Jóhann. Hann segir að tilraunaboranirnar muni koma til með að breyta ásýnd svæðisins mikið. Stórir borteigar verði á svæðinu og þá eigi að bora í fimm borhölum. „Þessi víðernistilfinning sem fylgir því að vera í íslenskri náttúru verður ekki eins sterk og náttúruásýndin ekki heldur. Öll svona mannleg áhrif á náttúruna breyta upplifuninni svo mikið og ég held að þetta geti skaðað framtíðarferðamennsku á Reykjanesi þar sem eru miklir möguleikar fyrir hendi.“ Jóhann segir að viðbrögðin við undirskriftasöfnuninni hafi verið góð, bæði hjá ferðaþjónustuaðilum og náttúruverndarsinnum. Hann stefnir að því að ljúka söfnuninni um miðjan janúar en segir þó mögulegt að undirskriftum verði safnað lengur ef vel gengur. Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sjá meira
„Það sem hreyfði við mér er barátta Ellerts Grétarssonar, ljósmyndara, sem meðal annars gerði myndband núna í desember til að vekja athygli á þessum tilraunaborunum sem nú stendur til að ráðast í í Eldvörpum,“ segir Jóhann Garðar Þorbjörnsson, leiðsögumaður og líffræðingur, en hann stendur fyrir undirskriftasöfnun til að mótmæla fyrirhuguðum tilraunaborunum HS Orku í Eldvörpum á Reykjanesi. Jóhann setti undirskriftasöfnunina af stað um miðjan desember og hafa nú um 1800 manns skrifað þar undir. Jóhann setur markið hátt þar sem hann vill ná 10 þúsund undirskriftum sem hann mun svo færa HS Orku og Grindavíkurbæ sem á haustdögum samþykkti tilraunaboranir fyrirtækisins. Á vef undirskriftasöfnunarinnar segir að Eldvörp séu einstakar jarðminjar á heimsvísu og að hvergi í heiminum megi upplifa jarðvirkni milli tveggja jarðskorpufleka líkt og þar. Þá hafi svæðið að auka að geyma söguleg verðmæti.Jóhann Garðar Þorbjörnssonvísir„Það er út í hött að það sé verið að fara í tilraunaboranir á svæði þar sem eru mjög góðir möguleikar fyrir framtíðarferðamennsku. Þetta mun hafa þau áhrif að svæðið verður ekki lengur ósnortið og ósnortin náttúra er það aðdráttarafl sem Ísland hefur. Við höfum komist að því í ferðamennskunni að fólk er tilbúið að koma til Íslands og borga fyrir það að horfa á ósnortna náttúru,“ segir Jóhann. Hann segir að tilraunaboranirnar muni koma til með að breyta ásýnd svæðisins mikið. Stórir borteigar verði á svæðinu og þá eigi að bora í fimm borhölum. „Þessi víðernistilfinning sem fylgir því að vera í íslenskri náttúru verður ekki eins sterk og náttúruásýndin ekki heldur. Öll svona mannleg áhrif á náttúruna breyta upplifuninni svo mikið og ég held að þetta geti skaðað framtíðarferðamennsku á Reykjanesi þar sem eru miklir möguleikar fyrir hendi.“ Jóhann segir að viðbrögðin við undirskriftasöfnuninni hafi verið góð, bæði hjá ferðaþjónustuaðilum og náttúruverndarsinnum. Hann stefnir að því að ljúka söfnuninni um miðjan janúar en segir þó mögulegt að undirskriftum verði safnað lengur ef vel gengur.
Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sjá meira