Tvöhundruðþúsund króna bætur fyrir fjögurra milljóna stól: „Höfum greitt hámarksbætur sem skilmálar kveða á um“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 6. janúar 2016 20:04 Hjólastóllinn var afar illa farinn eins og sjá má. myndir/gary graham Yfir þúsund manns hafa deilt Facebook-færslu bresks manns, Gary Graham, en hann segir farir sínar ekki sléttar af viðskiptum sínum við Icelandair. Færslunni fylgja myndir sem sýna hvernig hjólastóll sonar hans hefur stórskemmst í meðförum flugfélagsins. Hjólastóllinn er rafknúinn og kostar um 20.000 pund eða tæpar fjórar milljónir íslenskra króna. Graham skrifar að það hafi tekið þrjár vikur af bréfaskiptum við Icelandair að fá í gegn bætur upp á 1.000 pund. Það er andvirði tæplega 200.000 íslenskra króna eða tæplega einn tuttugasti af verðmæti stólsins. Kvörtunum hefur rignt inn á Facebook-síðu Icelandair á síðustu mínútum vegna málsins. Mörgum er heitt í hamsi, segja að þeim beri að skammast sín og að sjálfsögðu beri Icelandair að bæta tjónið að fullu eða finna nýjan stól. „Hér er dæmi um það hvernig Icelandair hefur eyðilagt hjólastól og neitar að greiða nema 5% af þeirri upphæð sem stóllinn kostar. Hér er því um að ræða gróft mannréttindabrot enda hjólastólar forsenda þess að mörg okkar getum komist fram úr rúminu og út í samfélagið,“ segir á Facebook-síðu Tabú. Tabú er hreyfing sem beinir sjónum sínum að mismunun gagnvart fötluðum, segir að þetta sé dæmi um að fatlaðir búi ekki við flugferðafrelsi þar sem öryggi þess sé ekki tryggt. „Okkur þykir þetta miður og við höfum greitt þær hámarksbætur sem skilmálar og reglugerðir segja til um,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, í samtali við Vísi. „Þetta er ágætis áminning um að þeir sem ferðast með verðmæti hugi að sínum tryggingum þó ég þekki ekki hvernig þeim sé háttað hjá þessari fjölskyldu.“Uppfært 23.25: Icelandair hefur í kvöld verið í sambandi við manninn vegna málsins og hyggst bæta honum tjónið.This is how Icelandair handed over Drews £20,000 power wheelchair, after dropping it when loading it on the plane . It...Posted by Gary Graham on Wednesday, 6 January 2016 Tengdar fréttir Hlutabréf hækkuðu um tugi prósenta Greiningardeildir telja fyrirtækin í Kauphöllina ekk yfirverðlögð þrátt fyrir miklar hækkanir. 6. janúar 2016 08:00 Starfsmenn Icelandair tvöfalt fleiri en á hrunárinu Icelandair Group sagði upp 600 manns árið 2008. Strax árið eftir hófst viðspyrnan. 11. nóvember 2015 11:43 Icelandair hagnaðist um 13 milljarða Hagnaður Icelandair á þriðja ársfjórðungi jókst um tvo milljarða milli ára. 29. október 2015 16:39 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Sjá meira
Yfir þúsund manns hafa deilt Facebook-færslu bresks manns, Gary Graham, en hann segir farir sínar ekki sléttar af viðskiptum sínum við Icelandair. Færslunni fylgja myndir sem sýna hvernig hjólastóll sonar hans hefur stórskemmst í meðförum flugfélagsins. Hjólastóllinn er rafknúinn og kostar um 20.000 pund eða tæpar fjórar milljónir íslenskra króna. Graham skrifar að það hafi tekið þrjár vikur af bréfaskiptum við Icelandair að fá í gegn bætur upp á 1.000 pund. Það er andvirði tæplega 200.000 íslenskra króna eða tæplega einn tuttugasti af verðmæti stólsins. Kvörtunum hefur rignt inn á Facebook-síðu Icelandair á síðustu mínútum vegna málsins. Mörgum er heitt í hamsi, segja að þeim beri að skammast sín og að sjálfsögðu beri Icelandair að bæta tjónið að fullu eða finna nýjan stól. „Hér er dæmi um það hvernig Icelandair hefur eyðilagt hjólastól og neitar að greiða nema 5% af þeirri upphæð sem stóllinn kostar. Hér er því um að ræða gróft mannréttindabrot enda hjólastólar forsenda þess að mörg okkar getum komist fram úr rúminu og út í samfélagið,“ segir á Facebook-síðu Tabú. Tabú er hreyfing sem beinir sjónum sínum að mismunun gagnvart fötluðum, segir að þetta sé dæmi um að fatlaðir búi ekki við flugferðafrelsi þar sem öryggi þess sé ekki tryggt. „Okkur þykir þetta miður og við höfum greitt þær hámarksbætur sem skilmálar og reglugerðir segja til um,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, í samtali við Vísi. „Þetta er ágætis áminning um að þeir sem ferðast með verðmæti hugi að sínum tryggingum þó ég þekki ekki hvernig þeim sé háttað hjá þessari fjölskyldu.“Uppfært 23.25: Icelandair hefur í kvöld verið í sambandi við manninn vegna málsins og hyggst bæta honum tjónið.This is how Icelandair handed over Drews £20,000 power wheelchair, after dropping it when loading it on the plane . It...Posted by Gary Graham on Wednesday, 6 January 2016
Tengdar fréttir Hlutabréf hækkuðu um tugi prósenta Greiningardeildir telja fyrirtækin í Kauphöllina ekk yfirverðlögð þrátt fyrir miklar hækkanir. 6. janúar 2016 08:00 Starfsmenn Icelandair tvöfalt fleiri en á hrunárinu Icelandair Group sagði upp 600 manns árið 2008. Strax árið eftir hófst viðspyrnan. 11. nóvember 2015 11:43 Icelandair hagnaðist um 13 milljarða Hagnaður Icelandair á þriðja ársfjórðungi jókst um tvo milljarða milli ára. 29. október 2015 16:39 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Sjá meira
Hlutabréf hækkuðu um tugi prósenta Greiningardeildir telja fyrirtækin í Kauphöllina ekk yfirverðlögð þrátt fyrir miklar hækkanir. 6. janúar 2016 08:00
Starfsmenn Icelandair tvöfalt fleiri en á hrunárinu Icelandair Group sagði upp 600 manns árið 2008. Strax árið eftir hófst viðspyrnan. 11. nóvember 2015 11:43
Icelandair hagnaðist um 13 milljarða Hagnaður Icelandair á þriðja ársfjórðungi jókst um tvo milljarða milli ára. 29. október 2015 16:39
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði