Viðskipti innlent

Icelandair hagnaðist um 13 milljarða

Sæunn Gísladóttir skrifar
Björgólfur Jóhannsson forstjóri getur glaðst yfir stöðunni.
Björgólfur Jóhannsson forstjóri getur glaðst yfir stöðunni. Vísir/GVA
Icelandair Group hagnaðist um 103,1 milljón dollara, 13,3 milljarða íslenskra króna, á þriðja ársfjórðungi sem var tveggja milljarða hækkun frá fyrra ári. Heildartekjur jukust um 3 prósent, aukningin er um 13 prósent á föstu gengi. EBITDA nam 150,9 milljónum dollara, 19,5 milljörðum króna, samanborið við 123,9 milljónir dollara, 16 milljarða króna árið 2014. EBITDA hlutfall var 35,1 prósent, samanborið við 29,6 prósent á sama tímabili árið áður.

Eiginfjárhlutfall félagsins var 46% í lok september. EBITDA spáin var hækkuð í vikunni og er gert ráð fyrir að EBITDA fyrir árið 2015 nemi 210-215 milljónum dollara, eða 27 til 28 milljörðum króna.


Tengdar fréttir

Bréf í Icelandair Group rjúka upp

Gríðarleg viðskipti hafa verið með bréf í Icelandair Group. Velta með bréfin nemur alls 1.348 milljónum króna á tólfta tímanum og hefur gengi bréfa hækkað um 4,4 prósent.

Tæplega 1,5 milljarða króna velta

Ástæða mikils áhuga á bréfum Icelandair Group er sú að snemma í gærmorgun birti Icelandair Group tilkynningu með uppfærðri afkomuspá fyrir þriðja fjórðung.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×