Vilja að flóttamenn sæki um hæli í Bretlandi frá Frakklandi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 30. ágúst 2016 07:00 Íbúi Frumskógarins gengur fram hjá kömrum sem þar má finna. Vísir/AFP Flóttamenn sem búa í flóttamannabúðum við frönsku borgina Calais við Ermarsund ættu að mega sækja um hæli í Bretlandi þótt þeir séu staddir í Frakklandi. Þetta er mat Xavier Bertrand, umsjónarmanns búðanna. Þar að auki ættu Bretar að fá að færa vegabréfaeftirlit sitt frá landamærunum og til Calais. Til þess að það væri hægt þyrfti að gera breytingar á Touquet-sáttmálanum, sáttmála á milli Frakka, Belga og Breta um landamæraeftirlit við Ermarsund. Bertrand greindi frá mati sínu í viðtali við BBC. Segir hann að ef hægt væri að sækja um hæli í Bretlandi frá Frakklandi myndu Frakkar geta vísað þeim sem Bretar neita um hæli beint úr landi til heimalands síns. Breska innanríkisráðuneytið telur hins vegar að flóttamenn eigi að sækja um hæli í fyrsta örugga landi sem þeir komast til líkt og Dyflinnarreglugerðin kveður á um. Um níu þúsund flóttamenn búa nú í Frumskóginum, flóttamannabúðum í Calais, og á hverju kvöldi reyna flóttamenn að komast hjá vegabréfaeftirliti á landamærum Bretlands og Frakklands með því að fela sig til dæmis í sendibílum. Bertrand vonar að með tilfærslu vegabréfaeftirlits myndi það vandamál að mestu leysast. Sjálfur hefur Bertrand ekki vald til þess að framkvæma hugmyndir sínar. Hins vegar gætu ráðamenn landanna komið breytingunum á. Forsetaframbjóðandinn franski, Nicolas Sarkozy, hefur til að mynda lýst yfir stuðningi sínum við áformin. „Þeir sem eru hér í Calais og vilja fara yfir til Englands ættu að sækja um hæli sem fyrst og Englendingar ættu að úrskurða í málum þeirra,“ sagði Sarkozy um helgina. Peter Ricketts, fyrrverandi sendiherra Breta í Frakklandi, lýsti sig hins vegar andvígan hugmyndunum í viðtali við BBC. Hann sagði að þær myndu þýða aukinn flóttamannastraum bæði til Frakklands og Englands. Hundruð þúsunda flóttamanna væru nú að koma til Grikklands og Ítalíu en aðeins brot af þeim kæmi til Calais. „Um leið og þú stingur upp á því myndast stór segull sem togar þúsundir á þúsundir ofan til Calais sem reyna svo að fá hæli í Bretlandi,“ sagði Ricketts og bætti við: „Ég held að það myndi ekki hjálpa Frökkum að kljást við vandamálið. Ég held að þessar hugmyndir myndu auka á vandann, nær örugglega.“ Samkvæmt heimildum BBC hyggst innanríkisráðherrann Amber Rudd ferðast til Parísar, höfuðborgar Frakklands, í vikunni til að ræða mögulegar breytingar á Touquet-sáttmálanum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fleiri fréttir Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Sjá meira
Flóttamenn sem búa í flóttamannabúðum við frönsku borgina Calais við Ermarsund ættu að mega sækja um hæli í Bretlandi þótt þeir séu staddir í Frakklandi. Þetta er mat Xavier Bertrand, umsjónarmanns búðanna. Þar að auki ættu Bretar að fá að færa vegabréfaeftirlit sitt frá landamærunum og til Calais. Til þess að það væri hægt þyrfti að gera breytingar á Touquet-sáttmálanum, sáttmála á milli Frakka, Belga og Breta um landamæraeftirlit við Ermarsund. Bertrand greindi frá mati sínu í viðtali við BBC. Segir hann að ef hægt væri að sækja um hæli í Bretlandi frá Frakklandi myndu Frakkar geta vísað þeim sem Bretar neita um hæli beint úr landi til heimalands síns. Breska innanríkisráðuneytið telur hins vegar að flóttamenn eigi að sækja um hæli í fyrsta örugga landi sem þeir komast til líkt og Dyflinnarreglugerðin kveður á um. Um níu þúsund flóttamenn búa nú í Frumskóginum, flóttamannabúðum í Calais, og á hverju kvöldi reyna flóttamenn að komast hjá vegabréfaeftirliti á landamærum Bretlands og Frakklands með því að fela sig til dæmis í sendibílum. Bertrand vonar að með tilfærslu vegabréfaeftirlits myndi það vandamál að mestu leysast. Sjálfur hefur Bertrand ekki vald til þess að framkvæma hugmyndir sínar. Hins vegar gætu ráðamenn landanna komið breytingunum á. Forsetaframbjóðandinn franski, Nicolas Sarkozy, hefur til að mynda lýst yfir stuðningi sínum við áformin. „Þeir sem eru hér í Calais og vilja fara yfir til Englands ættu að sækja um hæli sem fyrst og Englendingar ættu að úrskurða í málum þeirra,“ sagði Sarkozy um helgina. Peter Ricketts, fyrrverandi sendiherra Breta í Frakklandi, lýsti sig hins vegar andvígan hugmyndunum í viðtali við BBC. Hann sagði að þær myndu þýða aukinn flóttamannastraum bæði til Frakklands og Englands. Hundruð þúsunda flóttamanna væru nú að koma til Grikklands og Ítalíu en aðeins brot af þeim kæmi til Calais. „Um leið og þú stingur upp á því myndast stór segull sem togar þúsundir á þúsundir ofan til Calais sem reyna svo að fá hæli í Bretlandi,“ sagði Ricketts og bætti við: „Ég held að það myndi ekki hjálpa Frökkum að kljást við vandamálið. Ég held að þessar hugmyndir myndu auka á vandann, nær örugglega.“ Samkvæmt heimildum BBC hyggst innanríkisráðherrann Amber Rudd ferðast til Parísar, höfuðborgar Frakklands, í vikunni til að ræða mögulegar breytingar á Touquet-sáttmálanum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fleiri fréttir Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Sjá meira