Vilja að flóttamenn sæki um hæli í Bretlandi frá Frakklandi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 30. ágúst 2016 07:00 Íbúi Frumskógarins gengur fram hjá kömrum sem þar má finna. Vísir/AFP Flóttamenn sem búa í flóttamannabúðum við frönsku borgina Calais við Ermarsund ættu að mega sækja um hæli í Bretlandi þótt þeir séu staddir í Frakklandi. Þetta er mat Xavier Bertrand, umsjónarmanns búðanna. Þar að auki ættu Bretar að fá að færa vegabréfaeftirlit sitt frá landamærunum og til Calais. Til þess að það væri hægt þyrfti að gera breytingar á Touquet-sáttmálanum, sáttmála á milli Frakka, Belga og Breta um landamæraeftirlit við Ermarsund. Bertrand greindi frá mati sínu í viðtali við BBC. Segir hann að ef hægt væri að sækja um hæli í Bretlandi frá Frakklandi myndu Frakkar geta vísað þeim sem Bretar neita um hæli beint úr landi til heimalands síns. Breska innanríkisráðuneytið telur hins vegar að flóttamenn eigi að sækja um hæli í fyrsta örugga landi sem þeir komast til líkt og Dyflinnarreglugerðin kveður á um. Um níu þúsund flóttamenn búa nú í Frumskóginum, flóttamannabúðum í Calais, og á hverju kvöldi reyna flóttamenn að komast hjá vegabréfaeftirliti á landamærum Bretlands og Frakklands með því að fela sig til dæmis í sendibílum. Bertrand vonar að með tilfærslu vegabréfaeftirlits myndi það vandamál að mestu leysast. Sjálfur hefur Bertrand ekki vald til þess að framkvæma hugmyndir sínar. Hins vegar gætu ráðamenn landanna komið breytingunum á. Forsetaframbjóðandinn franski, Nicolas Sarkozy, hefur til að mynda lýst yfir stuðningi sínum við áformin. „Þeir sem eru hér í Calais og vilja fara yfir til Englands ættu að sækja um hæli sem fyrst og Englendingar ættu að úrskurða í málum þeirra,“ sagði Sarkozy um helgina. Peter Ricketts, fyrrverandi sendiherra Breta í Frakklandi, lýsti sig hins vegar andvígan hugmyndunum í viðtali við BBC. Hann sagði að þær myndu þýða aukinn flóttamannastraum bæði til Frakklands og Englands. Hundruð þúsunda flóttamanna væru nú að koma til Grikklands og Ítalíu en aðeins brot af þeim kæmi til Calais. „Um leið og þú stingur upp á því myndast stór segull sem togar þúsundir á þúsundir ofan til Calais sem reyna svo að fá hæli í Bretlandi,“ sagði Ricketts og bætti við: „Ég held að það myndi ekki hjálpa Frökkum að kljást við vandamálið. Ég held að þessar hugmyndir myndu auka á vandann, nær örugglega.“ Samkvæmt heimildum BBC hyggst innanríkisráðherrann Amber Rudd ferðast til Parísar, höfuðborgar Frakklands, í vikunni til að ræða mögulegar breytingar á Touquet-sáttmálanum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Sjá meira
Flóttamenn sem búa í flóttamannabúðum við frönsku borgina Calais við Ermarsund ættu að mega sækja um hæli í Bretlandi þótt þeir séu staddir í Frakklandi. Þetta er mat Xavier Bertrand, umsjónarmanns búðanna. Þar að auki ættu Bretar að fá að færa vegabréfaeftirlit sitt frá landamærunum og til Calais. Til þess að það væri hægt þyrfti að gera breytingar á Touquet-sáttmálanum, sáttmála á milli Frakka, Belga og Breta um landamæraeftirlit við Ermarsund. Bertrand greindi frá mati sínu í viðtali við BBC. Segir hann að ef hægt væri að sækja um hæli í Bretlandi frá Frakklandi myndu Frakkar geta vísað þeim sem Bretar neita um hæli beint úr landi til heimalands síns. Breska innanríkisráðuneytið telur hins vegar að flóttamenn eigi að sækja um hæli í fyrsta örugga landi sem þeir komast til líkt og Dyflinnarreglugerðin kveður á um. Um níu þúsund flóttamenn búa nú í Frumskóginum, flóttamannabúðum í Calais, og á hverju kvöldi reyna flóttamenn að komast hjá vegabréfaeftirliti á landamærum Bretlands og Frakklands með því að fela sig til dæmis í sendibílum. Bertrand vonar að með tilfærslu vegabréfaeftirlits myndi það vandamál að mestu leysast. Sjálfur hefur Bertrand ekki vald til þess að framkvæma hugmyndir sínar. Hins vegar gætu ráðamenn landanna komið breytingunum á. Forsetaframbjóðandinn franski, Nicolas Sarkozy, hefur til að mynda lýst yfir stuðningi sínum við áformin. „Þeir sem eru hér í Calais og vilja fara yfir til Englands ættu að sækja um hæli sem fyrst og Englendingar ættu að úrskurða í málum þeirra,“ sagði Sarkozy um helgina. Peter Ricketts, fyrrverandi sendiherra Breta í Frakklandi, lýsti sig hins vegar andvígan hugmyndunum í viðtali við BBC. Hann sagði að þær myndu þýða aukinn flóttamannastraum bæði til Frakklands og Englands. Hundruð þúsunda flóttamanna væru nú að koma til Grikklands og Ítalíu en aðeins brot af þeim kæmi til Calais. „Um leið og þú stingur upp á því myndast stór segull sem togar þúsundir á þúsundir ofan til Calais sem reyna svo að fá hæli í Bretlandi,“ sagði Ricketts og bætti við: „Ég held að það myndi ekki hjálpa Frökkum að kljást við vandamálið. Ég held að þessar hugmyndir myndu auka á vandann, nær örugglega.“ Samkvæmt heimildum BBC hyggst innanríkisráðherrann Amber Rudd ferðast til Parísar, höfuðborgar Frakklands, í vikunni til að ræða mögulegar breytingar á Touquet-sáttmálanum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Sjá meira