Vilja að flóttamenn sæki um hæli í Bretlandi frá Frakklandi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 30. ágúst 2016 07:00 Íbúi Frumskógarins gengur fram hjá kömrum sem þar má finna. Vísir/AFP Flóttamenn sem búa í flóttamannabúðum við frönsku borgina Calais við Ermarsund ættu að mega sækja um hæli í Bretlandi þótt þeir séu staddir í Frakklandi. Þetta er mat Xavier Bertrand, umsjónarmanns búðanna. Þar að auki ættu Bretar að fá að færa vegabréfaeftirlit sitt frá landamærunum og til Calais. Til þess að það væri hægt þyrfti að gera breytingar á Touquet-sáttmálanum, sáttmála á milli Frakka, Belga og Breta um landamæraeftirlit við Ermarsund. Bertrand greindi frá mati sínu í viðtali við BBC. Segir hann að ef hægt væri að sækja um hæli í Bretlandi frá Frakklandi myndu Frakkar geta vísað þeim sem Bretar neita um hæli beint úr landi til heimalands síns. Breska innanríkisráðuneytið telur hins vegar að flóttamenn eigi að sækja um hæli í fyrsta örugga landi sem þeir komast til líkt og Dyflinnarreglugerðin kveður á um. Um níu þúsund flóttamenn búa nú í Frumskóginum, flóttamannabúðum í Calais, og á hverju kvöldi reyna flóttamenn að komast hjá vegabréfaeftirliti á landamærum Bretlands og Frakklands með því að fela sig til dæmis í sendibílum. Bertrand vonar að með tilfærslu vegabréfaeftirlits myndi það vandamál að mestu leysast. Sjálfur hefur Bertrand ekki vald til þess að framkvæma hugmyndir sínar. Hins vegar gætu ráðamenn landanna komið breytingunum á. Forsetaframbjóðandinn franski, Nicolas Sarkozy, hefur til að mynda lýst yfir stuðningi sínum við áformin. „Þeir sem eru hér í Calais og vilja fara yfir til Englands ættu að sækja um hæli sem fyrst og Englendingar ættu að úrskurða í málum þeirra,“ sagði Sarkozy um helgina. Peter Ricketts, fyrrverandi sendiherra Breta í Frakklandi, lýsti sig hins vegar andvígan hugmyndunum í viðtali við BBC. Hann sagði að þær myndu þýða aukinn flóttamannastraum bæði til Frakklands og Englands. Hundruð þúsunda flóttamanna væru nú að koma til Grikklands og Ítalíu en aðeins brot af þeim kæmi til Calais. „Um leið og þú stingur upp á því myndast stór segull sem togar þúsundir á þúsundir ofan til Calais sem reyna svo að fá hæli í Bretlandi,“ sagði Ricketts og bætti við: „Ég held að það myndi ekki hjálpa Frökkum að kljást við vandamálið. Ég held að þessar hugmyndir myndu auka á vandann, nær örugglega.“ Samkvæmt heimildum BBC hyggst innanríkisráðherrann Amber Rudd ferðast til Parísar, höfuðborgar Frakklands, í vikunni til að ræða mögulegar breytingar á Touquet-sáttmálanum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Innlent Fleiri fréttir Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Sjá meira
Flóttamenn sem búa í flóttamannabúðum við frönsku borgina Calais við Ermarsund ættu að mega sækja um hæli í Bretlandi þótt þeir séu staddir í Frakklandi. Þetta er mat Xavier Bertrand, umsjónarmanns búðanna. Þar að auki ættu Bretar að fá að færa vegabréfaeftirlit sitt frá landamærunum og til Calais. Til þess að það væri hægt þyrfti að gera breytingar á Touquet-sáttmálanum, sáttmála á milli Frakka, Belga og Breta um landamæraeftirlit við Ermarsund. Bertrand greindi frá mati sínu í viðtali við BBC. Segir hann að ef hægt væri að sækja um hæli í Bretlandi frá Frakklandi myndu Frakkar geta vísað þeim sem Bretar neita um hæli beint úr landi til heimalands síns. Breska innanríkisráðuneytið telur hins vegar að flóttamenn eigi að sækja um hæli í fyrsta örugga landi sem þeir komast til líkt og Dyflinnarreglugerðin kveður á um. Um níu þúsund flóttamenn búa nú í Frumskóginum, flóttamannabúðum í Calais, og á hverju kvöldi reyna flóttamenn að komast hjá vegabréfaeftirliti á landamærum Bretlands og Frakklands með því að fela sig til dæmis í sendibílum. Bertrand vonar að með tilfærslu vegabréfaeftirlits myndi það vandamál að mestu leysast. Sjálfur hefur Bertrand ekki vald til þess að framkvæma hugmyndir sínar. Hins vegar gætu ráðamenn landanna komið breytingunum á. Forsetaframbjóðandinn franski, Nicolas Sarkozy, hefur til að mynda lýst yfir stuðningi sínum við áformin. „Þeir sem eru hér í Calais og vilja fara yfir til Englands ættu að sækja um hæli sem fyrst og Englendingar ættu að úrskurða í málum þeirra,“ sagði Sarkozy um helgina. Peter Ricketts, fyrrverandi sendiherra Breta í Frakklandi, lýsti sig hins vegar andvígan hugmyndunum í viðtali við BBC. Hann sagði að þær myndu þýða aukinn flóttamannastraum bæði til Frakklands og Englands. Hundruð þúsunda flóttamanna væru nú að koma til Grikklands og Ítalíu en aðeins brot af þeim kæmi til Calais. „Um leið og þú stingur upp á því myndast stór segull sem togar þúsundir á þúsundir ofan til Calais sem reyna svo að fá hæli í Bretlandi,“ sagði Ricketts og bætti við: „Ég held að það myndi ekki hjálpa Frökkum að kljást við vandamálið. Ég held að þessar hugmyndir myndu auka á vandann, nær örugglega.“ Samkvæmt heimildum BBC hyggst innanríkisráðherrann Amber Rudd ferðast til Parísar, höfuðborgar Frakklands, í vikunni til að ræða mögulegar breytingar á Touquet-sáttmálanum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Innlent Fleiri fréttir Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Sjá meira