„Lágmark að Ísland láti í sér heyra“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 30. ágúst 2016 19:15 Dómarafélag Íslands vill að íslensk stjórnvöld beiti sér í málefnum 1.700 tyrkneskra dómara sem hnepptir voru í gæsluvarðhald í tengslum við hreinsanir Erdogans forseta. Margir þeirra dómara sem nú sitja í fangelsi í Tyrklandi eru vinir íslenskra starfsbræðra þeirra. Í Tyrklandi hafa 3.500 dómarar verið leystir frá störfum í tengslum við hreinsanir Erdogan Tyrklandsforseta eftir valdaránstilraunina 15. júlí. Þar af hafa 1700 dómarar verið handteknir og eignir þeirra kyrrsettar. Á fundi formanna norrænu dómarafélaganna í Bergen á föstudag var samþykkt harðorð ályktun um aðgerðir stjórnvalda í Tyrklandi gegn dómurum. Í ályktuninni er þessum aðgerðum lýst sem hreinsunum. Tyrkland er samstarfsþjóð Íslands í Atlantshafsbandalaginu (NATO) og Evrópuráðinu. Dómarafélag Íslands vill að íslensk stjórnvöld beiti sér með einhverjum hætti í málefnum dómara í Tyrklandi sem hafa verið fangelsaðir að ósekju. Dómarafélagið hefur óskað eftir fundi með forsætisráðherra, innanríkisráðherra og utanríkisráðherra til að fara yfir málið. „Orð eru til alls fyrst og við teljum það lágmark að Ísland láti í sér heyra og að þau sjónarmið komi fram af hálfu Íslands að það sem er að gerast í Tyrklandi núna sé grafalvarlegt mál og í raun og veru ekki líðandi,“ segir Skúli Magnússon formaður Dómarafélags Íslands.Meinuð för úr landi með stuttum fyrirvara Skúli þekkir suma þessa tyrknesku dómara persónulega. „Á síðasta fundi Evrópusamtaka dómara var tyrkneska fulltrúanum, sem ég þekki persónulega, meinuð þátttaka og það var með nokkurra klukkustunda fyrirvara sem tyrkneska dómstólaráðið meinaði honum för úr landi. Þetta var fyrir valdaránstilraunina,“ segir Skúli. Áður en handtökur dómara áttu sér stað eftir tilraun til valdaráns höfðu skipaðir dómarar svo hundruðum skiptir verði færðir á milli starfsstöðva gegn vilja sínum til að tryggja hlýðni við stefnumál. Þá var fjöldi nýrra dómara skipaður í þeim tilgangi að endurnýja dómarastéttina hratt. Norrænu dómararnir voeru hvattir til þess að setja sig ekki í samband við tyrkneska starfsbræður sína því ella gætu þeir tyrknesku lent í enn verri málum. Staðan er í því viðkvæm, erfið og flókin. „Við erum ekki með gyllivonir um að Ísland geti breytt stöðu þessara mála í höfuðatriðum en nú viljum við að íslensk stjórnvöld láti Tyrkland og umheiminn vita að þetta séu grafalvarlegir hlutir sem þarna séu að gerast og í raun og veru ólíðandi.“ Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Sjá meira
Dómarafélag Íslands vill að íslensk stjórnvöld beiti sér í málefnum 1.700 tyrkneskra dómara sem hnepptir voru í gæsluvarðhald í tengslum við hreinsanir Erdogans forseta. Margir þeirra dómara sem nú sitja í fangelsi í Tyrklandi eru vinir íslenskra starfsbræðra þeirra. Í Tyrklandi hafa 3.500 dómarar verið leystir frá störfum í tengslum við hreinsanir Erdogan Tyrklandsforseta eftir valdaránstilraunina 15. júlí. Þar af hafa 1700 dómarar verið handteknir og eignir þeirra kyrrsettar. Á fundi formanna norrænu dómarafélaganna í Bergen á föstudag var samþykkt harðorð ályktun um aðgerðir stjórnvalda í Tyrklandi gegn dómurum. Í ályktuninni er þessum aðgerðum lýst sem hreinsunum. Tyrkland er samstarfsþjóð Íslands í Atlantshafsbandalaginu (NATO) og Evrópuráðinu. Dómarafélag Íslands vill að íslensk stjórnvöld beiti sér með einhverjum hætti í málefnum dómara í Tyrklandi sem hafa verið fangelsaðir að ósekju. Dómarafélagið hefur óskað eftir fundi með forsætisráðherra, innanríkisráðherra og utanríkisráðherra til að fara yfir málið. „Orð eru til alls fyrst og við teljum það lágmark að Ísland láti í sér heyra og að þau sjónarmið komi fram af hálfu Íslands að það sem er að gerast í Tyrklandi núna sé grafalvarlegt mál og í raun og veru ekki líðandi,“ segir Skúli Magnússon formaður Dómarafélags Íslands.Meinuð för úr landi með stuttum fyrirvara Skúli þekkir suma þessa tyrknesku dómara persónulega. „Á síðasta fundi Evrópusamtaka dómara var tyrkneska fulltrúanum, sem ég þekki persónulega, meinuð þátttaka og það var með nokkurra klukkustunda fyrirvara sem tyrkneska dómstólaráðið meinaði honum för úr landi. Þetta var fyrir valdaránstilraunina,“ segir Skúli. Áður en handtökur dómara áttu sér stað eftir tilraun til valdaráns höfðu skipaðir dómarar svo hundruðum skiptir verði færðir á milli starfsstöðva gegn vilja sínum til að tryggja hlýðni við stefnumál. Þá var fjöldi nýrra dómara skipaður í þeim tilgangi að endurnýja dómarastéttina hratt. Norrænu dómararnir voeru hvattir til þess að setja sig ekki í samband við tyrkneska starfsbræður sína því ella gætu þeir tyrknesku lent í enn verri málum. Staðan er í því viðkvæm, erfið og flókin. „Við erum ekki með gyllivonir um að Ísland geti breytt stöðu þessara mála í höfuðatriðum en nú viljum við að íslensk stjórnvöld láti Tyrkland og umheiminn vita að þetta séu grafalvarlegir hlutir sem þarna séu að gerast og í raun og veru ólíðandi.“
Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Sjá meira