Sekt MS lækkuð um 440 milljónir Anton Egilsson skrifar 21. nóvember 2016 19:27 Áfrýjunarnefnd samkeppnismála sneri við niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins. Vísir/Pjetur Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur fellt ákvörðun Samkeppniseftirlitsins þess efnis að Mjólkursamsalan (MS) hefði misnotað markaðsráðandi stöðu sína með því að selja keppinautum sínum grundvallarhráefni til framleiðslu á mjólkurvörum á óeðlilega háu verði á sama tíma og MS sjálft og tengdir aðilar fengu hráefnið mun ódýrara. Greint var frá því í júlí síðastliðnum að Samkeppniseftirlitið hefði lagt 480 milljón króna sekt á MS. Taldi MS sem áfrýjaði ákvörðuninni að niðurstaða Samkeppniseftirlitsins byggði á rangri túlkun á samspili samkeppnislaga og búvörulaga, auk þess sem rangar ályktanir séu dregnar um þau viðskipti sem til rannsóknar voru.Áfrýjunarnefndin var klofinNefndin var klofin í afstöðu sinni en meirihluti hennar taldi MS ekki hafa brotið lög. Byggði meirihlutinn á því að ákvæði búvörulaga, sem heimilar mjólkurafurðastöðvum samstarf sem ella væri ólögmætt samkvæmt samkeppnislögum, hafi í raun heimilað MS að selja hrámjólk á lægra verði til tengdra aðila heldur en til sjálfstæðra afurðastöðva. Hins vegar var nefndin sammála Samkeppniseftirlitun um að MS hefði framið alvarlegt brot með því að halda mikilvægum gögnum frá Samkeppniseftirlitinu við rannsókn málsins. Var MS gert að greiða 40 milljón króna sekt vegna þessa. Í fréttatilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu segir að eftirlitið muni nú fara yfir úrskurðinn og taka afstöðu til þess hvort rétt sé að bera hann undir dómstóla.MS lýsa yfir ánægju með niðurstöðunaÍ tikynningu sem MS sendi frá sér í kjölfar niðurstöðunnar lýsir fyrirtækið yfir ánægju yfir því að áfrýjunarnefnd hafi farið vel í saumana á ákvörðun Samkeppniseftirlitsins. Þá segja þeir það sérstakt ánægjuefni að nefndin skuli hafa staðfest að samstarf MS við tengda aðila hafi verið að fullu í samræmi við lög og að Samkeppniseftirlitið hafi ekki gefið samspili samkeppnislaga og búvörulaga nægilegan gaum í rannsókn sinni. Tengdar fréttir MS sektað um hálfan milljarð: Misnotaði markaðsráðandi aðstöðu sína með alvarlegum hætti Með þessu móti var geta keppinauta til þess að keppa við MS og tengd félög skert með alvarlegum hætti. 7. júlí 2016 13:40 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur fellt ákvörðun Samkeppniseftirlitsins þess efnis að Mjólkursamsalan (MS) hefði misnotað markaðsráðandi stöðu sína með því að selja keppinautum sínum grundvallarhráefni til framleiðslu á mjólkurvörum á óeðlilega háu verði á sama tíma og MS sjálft og tengdir aðilar fengu hráefnið mun ódýrara. Greint var frá því í júlí síðastliðnum að Samkeppniseftirlitið hefði lagt 480 milljón króna sekt á MS. Taldi MS sem áfrýjaði ákvörðuninni að niðurstaða Samkeppniseftirlitsins byggði á rangri túlkun á samspili samkeppnislaga og búvörulaga, auk þess sem rangar ályktanir séu dregnar um þau viðskipti sem til rannsóknar voru.Áfrýjunarnefndin var klofinNefndin var klofin í afstöðu sinni en meirihluti hennar taldi MS ekki hafa brotið lög. Byggði meirihlutinn á því að ákvæði búvörulaga, sem heimilar mjólkurafurðastöðvum samstarf sem ella væri ólögmætt samkvæmt samkeppnislögum, hafi í raun heimilað MS að selja hrámjólk á lægra verði til tengdra aðila heldur en til sjálfstæðra afurðastöðva. Hins vegar var nefndin sammála Samkeppniseftirlitun um að MS hefði framið alvarlegt brot með því að halda mikilvægum gögnum frá Samkeppniseftirlitinu við rannsókn málsins. Var MS gert að greiða 40 milljón króna sekt vegna þessa. Í fréttatilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu segir að eftirlitið muni nú fara yfir úrskurðinn og taka afstöðu til þess hvort rétt sé að bera hann undir dómstóla.MS lýsa yfir ánægju með niðurstöðunaÍ tikynningu sem MS sendi frá sér í kjölfar niðurstöðunnar lýsir fyrirtækið yfir ánægju yfir því að áfrýjunarnefnd hafi farið vel í saumana á ákvörðun Samkeppniseftirlitsins. Þá segja þeir það sérstakt ánægjuefni að nefndin skuli hafa staðfest að samstarf MS við tengda aðila hafi verið að fullu í samræmi við lög og að Samkeppniseftirlitið hafi ekki gefið samspili samkeppnislaga og búvörulaga nægilegan gaum í rannsókn sinni.
Tengdar fréttir MS sektað um hálfan milljarð: Misnotaði markaðsráðandi aðstöðu sína með alvarlegum hætti Með þessu móti var geta keppinauta til þess að keppa við MS og tengd félög skert með alvarlegum hætti. 7. júlí 2016 13:40 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
MS sektað um hálfan milljarð: Misnotaði markaðsráðandi aðstöðu sína með alvarlegum hætti Með þessu móti var geta keppinauta til þess að keppa við MS og tengd félög skert með alvarlegum hætti. 7. júlí 2016 13:40