Formaður Viðreisnar vonar að Evrópumálin fái farsæla lendingu í stjórnarmyndunarviðræðunum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. nóvember 2016 18:39 Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar. Vísir/Ernir Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir að það ætti ekki að taka meira en viku til tíu daga að sjá hvort að flokknum takist að mynda nýja ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og Bjartri framtíð. Það var tilkynnt nú á sjötta tímanum að flokkarnir ætli að hefja formlegar viðræður um myndun ríkisstjórnar en Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fékk umboð til stjórnarmyndunar síðastliðinn miðvikudag. Benedikt á von á því að flokkarnir byrji að funda um helgina en vill ekki svara því hvaða lendingu hann sér fyrir í þeim málum þar sem hvað mest ber í milli hjá flokkunum, það er í Evrópumálum og varðandi kerfisbreytingar í sjávarútvegi og landbúnaði. „Fyrst þurfum við nú að byrja, sjá hver aðalmálefnin eru og svo finnum við vonandi lausnir,“ segir Benedikt í samtali við Vísi.En þið hljótið nú að vita hvað þið eruð að fara að ræða? „Jú, það er auðvitað alveg vitað, okkar stefnuskrá liggur fyrir en sum málin á ég von á að náist bara fljótlega ásættanleg niðurstaða í, svo er annars staðar svona breiðara bil á milli flokkanna og þá þurfa menn að sjá hvort hægt sé að brúa það bil eða ekki,“ segir Benedikt. Þá vill hann ekki svara því hvort flokkurinn ætlar að gefa einhvern afslátt af því loforði sínu að farið verði í þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi viðræður við Evrópusambandið. „Við skulum ræða það við stjórnarmyndunarborðið hvernig við reynum að lenda einstökum málum. Vonandi gengur það samt bara sem allra best,“ segir Benedikt en bætir við að auðvitað fari flokkurinn í viðræðurnar með það að markmiði að reyna að ná fram sínum helstu stefnumálum. Hann kveðst ekki hafa áhyggjur af tæpum meirihluta á þingi ef flokkunum þremur tekst að mynda stjórn en þeir yrðu aðeins með eins manns meirihluta. „Nei, ef mönnum tekst að ná góðu málefnasamkomulagi þá held ég að þetta þurfi ekki að vera mesta áhyggjuefnið. Svo höfum við líka talað fyrir því að það verði tekið upp breytt vinnulag í stórum málum þar sem fleiri komi að ákvörðunum og ég held að það gæti auðveldað vinnuna á Alþingi.“ Tengdar fréttir Telur að ekki taki marga daga að komast að því hvort hægt sé að mynda stjórn Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, telur að það muni ekki taka marga fyrir sig og formenn Bjartrar framtíðar og Viðreisnar að komast að því hvort þeir geti myndað nýja ríkisstjórn. 11. nóvember 2016 17:51 Sjálfstæðisflokkur, Björt framtíð og Viðreisn hefja stjórnarmyndunarviðræður Bjarni Benediktsson tilkynnti forseta Íslands þetta síðdegis. 11. nóvember 2016 17:07 Benedikt og Óttarr funduðu með Bjarna í fjármálaráðuneytinu Búast við frekari fundahöldum fram á kvöld. 11. nóvember 2016 16:50 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Sjá meira
Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir að það ætti ekki að taka meira en viku til tíu daga að sjá hvort að flokknum takist að mynda nýja ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og Bjartri framtíð. Það var tilkynnt nú á sjötta tímanum að flokkarnir ætli að hefja formlegar viðræður um myndun ríkisstjórnar en Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fékk umboð til stjórnarmyndunar síðastliðinn miðvikudag. Benedikt á von á því að flokkarnir byrji að funda um helgina en vill ekki svara því hvaða lendingu hann sér fyrir í þeim málum þar sem hvað mest ber í milli hjá flokkunum, það er í Evrópumálum og varðandi kerfisbreytingar í sjávarútvegi og landbúnaði. „Fyrst þurfum við nú að byrja, sjá hver aðalmálefnin eru og svo finnum við vonandi lausnir,“ segir Benedikt í samtali við Vísi.En þið hljótið nú að vita hvað þið eruð að fara að ræða? „Jú, það er auðvitað alveg vitað, okkar stefnuskrá liggur fyrir en sum málin á ég von á að náist bara fljótlega ásættanleg niðurstaða í, svo er annars staðar svona breiðara bil á milli flokkanna og þá þurfa menn að sjá hvort hægt sé að brúa það bil eða ekki,“ segir Benedikt. Þá vill hann ekki svara því hvort flokkurinn ætlar að gefa einhvern afslátt af því loforði sínu að farið verði í þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi viðræður við Evrópusambandið. „Við skulum ræða það við stjórnarmyndunarborðið hvernig við reynum að lenda einstökum málum. Vonandi gengur það samt bara sem allra best,“ segir Benedikt en bætir við að auðvitað fari flokkurinn í viðræðurnar með það að markmiði að reyna að ná fram sínum helstu stefnumálum. Hann kveðst ekki hafa áhyggjur af tæpum meirihluta á þingi ef flokkunum þremur tekst að mynda stjórn en þeir yrðu aðeins með eins manns meirihluta. „Nei, ef mönnum tekst að ná góðu málefnasamkomulagi þá held ég að þetta þurfi ekki að vera mesta áhyggjuefnið. Svo höfum við líka talað fyrir því að það verði tekið upp breytt vinnulag í stórum málum þar sem fleiri komi að ákvörðunum og ég held að það gæti auðveldað vinnuna á Alþingi.“
Tengdar fréttir Telur að ekki taki marga daga að komast að því hvort hægt sé að mynda stjórn Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, telur að það muni ekki taka marga fyrir sig og formenn Bjartrar framtíðar og Viðreisnar að komast að því hvort þeir geti myndað nýja ríkisstjórn. 11. nóvember 2016 17:51 Sjálfstæðisflokkur, Björt framtíð og Viðreisn hefja stjórnarmyndunarviðræður Bjarni Benediktsson tilkynnti forseta Íslands þetta síðdegis. 11. nóvember 2016 17:07 Benedikt og Óttarr funduðu með Bjarna í fjármálaráðuneytinu Búast við frekari fundahöldum fram á kvöld. 11. nóvember 2016 16:50 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Sjá meira
Telur að ekki taki marga daga að komast að því hvort hægt sé að mynda stjórn Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, telur að það muni ekki taka marga fyrir sig og formenn Bjartrar framtíðar og Viðreisnar að komast að því hvort þeir geti myndað nýja ríkisstjórn. 11. nóvember 2016 17:51
Sjálfstæðisflokkur, Björt framtíð og Viðreisn hefja stjórnarmyndunarviðræður Bjarni Benediktsson tilkynnti forseta Íslands þetta síðdegis. 11. nóvember 2016 17:07
Benedikt og Óttarr funduðu með Bjarna í fjármálaráðuneytinu Búast við frekari fundahöldum fram á kvöld. 11. nóvember 2016 16:50