Keila í staðinn fyrir skötusel og langa borin fram sem þorskur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. september 2016 11:54 Í eitt skipti var skötuselur borinn fram sem keila. vísir/getty Það er alþekkt í matvælageiranum um allan heim að svindlað sé vísvitandi á viðskiptavinum veitingahúsa. Þetta segir Jónas R. Viðarsson fagstjóri hjá MATÍS en rannsókn sem starfsmenn stofnunarinnar unnu að leiddi í ljós að í 22 prósent tilfella var borinn fram rangur fiskur á veitingastað miðað við það sem gefið var upp á matseðli. Greint var frá niðurstöðunum í Morgunblaðinu í dag en bráðabirgðaniðurstöður rannsóknarinnar voru kynntar í mars. Þá var rangur fiskur borinn fram í þrjátíu prósent tilvika. Þá var farið á tíu veitingastaði í Reykjavík og tekin 27 sýni. Nú var farið á 22 veitingastaði, flesta á höfuðborgarsvæðinu en einnig í einu byggðarlagi úti á landi, og tekin fimmtíu sýni. Ellefu sýni voru ekki í samræmi við það sem gefið var upp á matseðli. „Þessi rannsókn okkar er hluti af stærri rannsókn þar sem verið er að gera sams konar rannsóknir í nokkrum Evrópulöndum og á næsta ári mun síðan birtast ritrýnd grein með niðurstöðunum. Þetta er ekki stórt úrtak hér á landi en algengasti tegundaruglingur er sem sagt á milli túnfisktegunda. Það er í samræmi við erlendar rannsóknir þar sem mikið er um svindl eða rangar merkingar þegar kemur að túnfisk,“ segir Jónas.Sushi-staðirnir verstir Í fimm tilfellum kom túnfiskur við sögu. Tvisvar var guluggatúnfiskur borinn fram í stað bláuggatúnfisks sem tiltekinn var á matseðli og í þremur tilfellum var boðið upp á gláparatúnfisk í guluggatúnfisks. Gláparatúnfiskurinn og guluggatúnfiskurinn eru í svipuðum verðflokki en bláuggatúnfiskurinn er miklu dýrari heldur en guluggatúnfiskurinn. Jónas segir að það sé því ólíklegt að veitingamenn hreinlega ruglist á þeim tegundum en í öðrum tilvikum þar sem um innfluttan fisk er að ræða geti verið að matreiðslumennirnir treysti einfaldlega því sem standi á pakkningunni. „Ef maður tekur mismunandi tegundir af veitingastöðum þá eru sushi-staðirnir verstir og það er kemur til út af þessu með túnfiskinn,“ segir Jónas.Gríðarlegur verðmunur á keilu og skötusel Í þremur tilvikum var langa borinn fram í stað þorsks, í eitt skipti var hlýri á disknum í staðinn fyrir steinbít, einu sinni var boðið upp á keilu í stað skötusels og svo var þorskur borinn fram í stað ýsu. Sé miðað við verð á fiskmörkuðum er langan töluvert ódýrari en þorskur en ýsan er ódýrari en þorskurinn og hlýrinn dýrari en steinbíturinn. Þá er gríðarlegur verðmunur á skötusel og keilu, en sem dæmi má nefna að í Fiskikónginum kostar kílóið af skötusel 5990 krónur og kílóið af keilu 2090 krónur. Miðað við rannsókn MATÍS má segja að það sé nokkuð algengt að rangur fiskur fari á diskinn hjá viðskiptavininum á veitingastaðnum. „Þetta er þekkt úr matvælageiranum og það er mjög algengt að það sé verið að svindla vísvitandi á fólki. Maður getur nefnt alls konar furðuleg dæmi eins og til dæmis að reynt sé að selja svínakjöt sem nautakjöt,“ segir Jónas. Tengdar fréttir Rangur fiskur borinn fram í þrjátíu prósent tilvika Í rannsókn sem MATÍS gerði nýverið var í 30 prósentum tilvika borin fram röng og ódýrari fisktegund en pöntuð var. 18. mars 2016 21:12 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Sjá meira
Það er alþekkt í matvælageiranum um allan heim að svindlað sé vísvitandi á viðskiptavinum veitingahúsa. Þetta segir Jónas R. Viðarsson fagstjóri hjá MATÍS en rannsókn sem starfsmenn stofnunarinnar unnu að leiddi í ljós að í 22 prósent tilfella var borinn fram rangur fiskur á veitingastað miðað við það sem gefið var upp á matseðli. Greint var frá niðurstöðunum í Morgunblaðinu í dag en bráðabirgðaniðurstöður rannsóknarinnar voru kynntar í mars. Þá var rangur fiskur borinn fram í þrjátíu prósent tilvika. Þá var farið á tíu veitingastaði í Reykjavík og tekin 27 sýni. Nú var farið á 22 veitingastaði, flesta á höfuðborgarsvæðinu en einnig í einu byggðarlagi úti á landi, og tekin fimmtíu sýni. Ellefu sýni voru ekki í samræmi við það sem gefið var upp á matseðli. „Þessi rannsókn okkar er hluti af stærri rannsókn þar sem verið er að gera sams konar rannsóknir í nokkrum Evrópulöndum og á næsta ári mun síðan birtast ritrýnd grein með niðurstöðunum. Þetta er ekki stórt úrtak hér á landi en algengasti tegundaruglingur er sem sagt á milli túnfisktegunda. Það er í samræmi við erlendar rannsóknir þar sem mikið er um svindl eða rangar merkingar þegar kemur að túnfisk,“ segir Jónas.Sushi-staðirnir verstir Í fimm tilfellum kom túnfiskur við sögu. Tvisvar var guluggatúnfiskur borinn fram í stað bláuggatúnfisks sem tiltekinn var á matseðli og í þremur tilfellum var boðið upp á gláparatúnfisk í guluggatúnfisks. Gláparatúnfiskurinn og guluggatúnfiskurinn eru í svipuðum verðflokki en bláuggatúnfiskurinn er miklu dýrari heldur en guluggatúnfiskurinn. Jónas segir að það sé því ólíklegt að veitingamenn hreinlega ruglist á þeim tegundum en í öðrum tilvikum þar sem um innfluttan fisk er að ræða geti verið að matreiðslumennirnir treysti einfaldlega því sem standi á pakkningunni. „Ef maður tekur mismunandi tegundir af veitingastöðum þá eru sushi-staðirnir verstir og það er kemur til út af þessu með túnfiskinn,“ segir Jónas.Gríðarlegur verðmunur á keilu og skötusel Í þremur tilvikum var langa borinn fram í stað þorsks, í eitt skipti var hlýri á disknum í staðinn fyrir steinbít, einu sinni var boðið upp á keilu í stað skötusels og svo var þorskur borinn fram í stað ýsu. Sé miðað við verð á fiskmörkuðum er langan töluvert ódýrari en þorskur en ýsan er ódýrari en þorskurinn og hlýrinn dýrari en steinbíturinn. Þá er gríðarlegur verðmunur á skötusel og keilu, en sem dæmi má nefna að í Fiskikónginum kostar kílóið af skötusel 5990 krónur og kílóið af keilu 2090 krónur. Miðað við rannsókn MATÍS má segja að það sé nokkuð algengt að rangur fiskur fari á diskinn hjá viðskiptavininum á veitingastaðnum. „Þetta er þekkt úr matvælageiranum og það er mjög algengt að það sé verið að svindla vísvitandi á fólki. Maður getur nefnt alls konar furðuleg dæmi eins og til dæmis að reynt sé að selja svínakjöt sem nautakjöt,“ segir Jónas.
Tengdar fréttir Rangur fiskur borinn fram í þrjátíu prósent tilvika Í rannsókn sem MATÍS gerði nýverið var í 30 prósentum tilvika borin fram röng og ódýrari fisktegund en pöntuð var. 18. mars 2016 21:12 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Sjá meira
Rangur fiskur borinn fram í þrjátíu prósent tilvika Í rannsókn sem MATÍS gerði nýverið var í 30 prósentum tilvika borin fram röng og ódýrari fisktegund en pöntuð var. 18. mars 2016 21:12