Arnór Ingvi Traustason var í byrjunarliði Rapid Vín sem tapaði 1-0 fyrir Genk á útivelli í F-riðli Evrópudeildarinnar í kvöld.
Tapið reyndist banabiti Rapid Vín en nú er ljóst að liðið kemst ekki áfram í 64-liða úrslit.
Genk fer upp úr riðlinum ásamt Athletic Bilbao sem vann 3-2 sigur á Sassuolo í hinum leik kvöldsins í F-riðli.
Artiz Aduriz skoraði eitt marka Bilbao í leiknum en hann er markahæstur í Evrópudeildinni í ár með sex mörk.
Arnór Ingvi hefur leikið alla fimm leiki Rapid Vín í Evrópudeildinni í vetur. Liðið mætir Bilbao á heimavelli í lokaumferð riðlakeppninnar.
Arnór Ingvi og félagar úr leik eftir tap í Belgíu
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
