Borðar verkjatöflur í öll mál Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 24. nóvember 2016 20:00 Endómetríósa er krónískur móðurlífssjúkdómur sem talið er að tíu prósent kvenna séu með. Helstu einkenni eru mikill sársauki við blæðingar og kynlíf, þarmavandamál, síþreyta og ófrjósemi. Vegna biðlista á kvennadeild Landspítalans eru um sextíu konur sem bíða aðgerðar til að fá greiningu á sjúkdómnum eða verkjameðferðar. Ragnheiður Árnadóttir, sérfræðilæknir kvennadeildarinnar segir biðina erfiða. Verkir geti verið miklir og hætta sé á að konurnar detti út af vinnumarkaði. „Andlega hliðin er oft erfið og mikið álag á þessar konur og aðstandendur. Einhver hluti er að fást við ófrjósemi og þessi bið hefur áhrif á það,“ segir Ragnheiður. Ásdís Sif Þórarinsdóttir hefur beðið í ár eftir að fá staðfesta greiningu og í hálft ár eftir aðgerð til að lina verki. „Ég er búin að vera mikið verkjuð. Sumarið fór í að borða verkjatöflur, alla morgna byrjaði ég á verkjaskammti, bætti við í hádeginu og tók annan til að geta sofnað. Það sást ekki mikið í sól í sumar," segir Ásdís. „Ég reyndi að vinna en það gekk illa. Sem betur fer er ég núna í þannig námi að ég get verið heima að læra. Og ég er mikið uppi í rúmi í verkjakasti," segir hún. Síðasta árið hefur Ásdís verið að kljást við kvíða og þunglyndi enda taka verkirnir á andlegu hliðina, sérstaklega þegar engin greining liggur að baki. „Ég hef oft þurft að beila á vikonum mínum og hringja í vinnuna og þykjast vera veik, en ég var ekki veik heldur með verki. Mér líður oft eins og aumingja." Ásdís segir það breyta miklu að fá greiningu á hreint og komast sem fyrst í aðgerð svo hún geti haldið áfram með lífið, sætt sig við sjúkdóminn og leitað leiða til að takast á við hann. En hún veit ekki hvenær röðin kemur að henni. „Ég hef heyrt af einni sem er búin að bíða lengur en ég. Hún fer í fyrsta lagi í janúar. Ég fer þá aldrei fyrr en í febrúar eða mars. Það er erfitt að hugsa um það að eyða jólunum í verkjakasti," segir Ásdís. Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Innlent „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Innlent Fleiri fréttir Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Sjá meira
Endómetríósa er krónískur móðurlífssjúkdómur sem talið er að tíu prósent kvenna séu með. Helstu einkenni eru mikill sársauki við blæðingar og kynlíf, þarmavandamál, síþreyta og ófrjósemi. Vegna biðlista á kvennadeild Landspítalans eru um sextíu konur sem bíða aðgerðar til að fá greiningu á sjúkdómnum eða verkjameðferðar. Ragnheiður Árnadóttir, sérfræðilæknir kvennadeildarinnar segir biðina erfiða. Verkir geti verið miklir og hætta sé á að konurnar detti út af vinnumarkaði. „Andlega hliðin er oft erfið og mikið álag á þessar konur og aðstandendur. Einhver hluti er að fást við ófrjósemi og þessi bið hefur áhrif á það,“ segir Ragnheiður. Ásdís Sif Þórarinsdóttir hefur beðið í ár eftir að fá staðfesta greiningu og í hálft ár eftir aðgerð til að lina verki. „Ég er búin að vera mikið verkjuð. Sumarið fór í að borða verkjatöflur, alla morgna byrjaði ég á verkjaskammti, bætti við í hádeginu og tók annan til að geta sofnað. Það sást ekki mikið í sól í sumar," segir Ásdís. „Ég reyndi að vinna en það gekk illa. Sem betur fer er ég núna í þannig námi að ég get verið heima að læra. Og ég er mikið uppi í rúmi í verkjakasti," segir hún. Síðasta árið hefur Ásdís verið að kljást við kvíða og þunglyndi enda taka verkirnir á andlegu hliðina, sérstaklega þegar engin greining liggur að baki. „Ég hef oft þurft að beila á vikonum mínum og hringja í vinnuna og þykjast vera veik, en ég var ekki veik heldur með verki. Mér líður oft eins og aumingja." Ásdís segir það breyta miklu að fá greiningu á hreint og komast sem fyrst í aðgerð svo hún geti haldið áfram með lífið, sætt sig við sjúkdóminn og leitað leiða til að takast á við hann. En hún veit ekki hvenær röðin kemur að henni. „Ég hef heyrt af einni sem er búin að bíða lengur en ég. Hún fer í fyrsta lagi í janúar. Ég fer þá aldrei fyrr en í febrúar eða mars. Það er erfitt að hugsa um það að eyða jólunum í verkjakasti," segir Ásdís.
Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Innlent „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Innlent Fleiri fréttir Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Sjá meira