Lilja íhugar alvarlega varaformannsframboð Jóhann K. Jóhannsson skrifar 14. september 2016 18:45 Lilja Alfreðsdóttir segir stöðu forsætisráðherra innan Framsóknarflokksins sterka eins og formannsins. Hún viðurkennir að ólga sé innan flokksins þótt formaðurinn hafi gert hreint fyrir sínum dyrum vegna Panamaskjalanna. Hún útilokar ekki framboð í embætti varaformanns. Forsætisráðherra lýsti því yfir á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins um síðustu helgi að hann gæti ekki boðið sig fram til embættis varaformanns að nýju að óbreyttri stjórn flokksins. En á fundinum skiptust menn í fylkingar milli hans og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns flokksins. Nú hafa tveir ráðherrar, sem báðir lýsa stuðningi við Sigmund Davíð til áframhaldandi formennsku, sagt að til greina komi að þeir bjóði sig fram í varaformanninn. Gunnar Bragi Sveinsson í Fréttablaðinu í dag og utanríkisráðherra útilokar heldur ekki framboð. „Það eru mjög margir sem hafa hvatt mig til þess að gefa kost á mér í það og ég er að íhuga það þessa stundina,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra. Lilja segir þá sem skorað hafa á hana koma alls staðar að af landinu en þó aðallega úr Reykjavík og úr stuðningshópum bæði Sigmundar Davíðs og Sigurðar Inga. „Ég hef áhuga á því að vera í forystu flokksins. Ég veit ekki alveg hvort að sá tími sé kominn en eins og ég segi mér þykir mjög vænt um þessa hvatningu sem ég er að fá þessa dagana,“ segir Lilja Tvöfalt kjördæmaþing Framsóknarmanna fer fram í Norðausturkjördæmi um helgina. Þar verður kosið um fimm efstu sæti listans en þrír þingmenn í kjördæminu sækjast eftir fyrsta sætinu ásamt Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni flokksins. Sigurður Ingi, hefur ekki útilokað að bjóða sig fram til formanns en líklegt þykir að hann bíði með þá ákvörðun fram yfir kjördæmisþingið fyrir norðan. „Ég met stöðu hans mjög góða. Hann hefur verið mjög öflugur sem forsætisráðherra og ég held að flestir hafi fundið fyrir því, þannig að staða hans er sterk og staða formannsins er líka sterk. Forystan er ansi breið og öflug en auðvitað erum við að fara inn í flokksþing vegna þess að það er ólga í flokknum,“ segir Lilja. Hún segist ekki óttast að Wintris-mál Sigmundar Davíðs komi til með að skaða flokkinn í komandi kosningum. „Sigmundur Davíð hefur farið yfir þessi mál nokkuð gaumgæfilega, bæði opna heimasíðu og birt allt er tengist því,“ segir LiljaTveir fyrrverandi formenn flokksins hafa stigið fram núna bara á síðasta sólarhring og sagt að hann sé ekki búinn að gera hreint fyrir sínum dyrum. Hvernig meturðu það? „Ég met það þannig að það er gott að fólk lýsi yfir sínum skoðunum og það á bara eftir að koma í ljós á flokksþingi hver umræðan verður,“ segir Lilja Sigurður Ingi kom heim úr opinberri heimsókn forsætisráðherra til Danmerkur í gær og vildi lítið tjá sig við fréttastofu þegar hann var inntur eftir því hvort hann ætlaði í formannsframboð. „Ég hef ekki bara getað fylgst með því sem hefur gengið hérna á, á Íslandi og ég held að það hafi nú ekkert gerst sem ekki þoli að bíða einhverja klukkutíma, annað hvort seinnipartinn í dag eða á morgun,“ sagði Sigurður Ingi við komuna til landsins í gær. Fréttastofa reyndi ítrekað í dag að ná í Sigurð Inga í dag en án árangurs. Kosningar 2016 X16 Norðaustur Tengdar fréttir Stirt milli formanns og forsætisráðherra Menn eru sammála um að samræður á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins um helgina hafi verið hreinskiptar og hreinsað andrúmsloftið. 12. september 2016 06:30 Guðni segir Sigmund geta skaðað Framsóknarflokkinn Fyrrum formaður Framsóknarflokksins sagði af sér árið 2008 til að gæta hagsmuna flokksins. Hann telur hneykslismál formanns flokksins geta verið sem myllusteinn um háls flokksins í komandi kosningabaráttu. 13. september 2016 07:00 Þórólfur sagður styðja Sigurð Inga Fágæt innsýn í herbúðir Sigmundar Davíðs í nafnlausum pistlaskrifum Pressunnar. 14. september 2016 10:04 Anna Sigurlaug segir Guðna hundsa eigin heilræði „Nýtt fordæmi hefur verið sett í dag,“ segir eiginkona forsætisráðherra. 13. september 2016 09:55 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Erlent Fleiri fréttir Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir segir stöðu forsætisráðherra innan Framsóknarflokksins sterka eins og formannsins. Hún viðurkennir að ólga sé innan flokksins þótt formaðurinn hafi gert hreint fyrir sínum dyrum vegna Panamaskjalanna. Hún útilokar ekki framboð í embætti varaformanns. Forsætisráðherra lýsti því yfir á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins um síðustu helgi að hann gæti ekki boðið sig fram til embættis varaformanns að nýju að óbreyttri stjórn flokksins. En á fundinum skiptust menn í fylkingar milli hans og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns flokksins. Nú hafa tveir ráðherrar, sem báðir lýsa stuðningi við Sigmund Davíð til áframhaldandi formennsku, sagt að til greina komi að þeir bjóði sig fram í varaformanninn. Gunnar Bragi Sveinsson í Fréttablaðinu í dag og utanríkisráðherra útilokar heldur ekki framboð. „Það eru mjög margir sem hafa hvatt mig til þess að gefa kost á mér í það og ég er að íhuga það þessa stundina,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra. Lilja segir þá sem skorað hafa á hana koma alls staðar að af landinu en þó aðallega úr Reykjavík og úr stuðningshópum bæði Sigmundar Davíðs og Sigurðar Inga. „Ég hef áhuga á því að vera í forystu flokksins. Ég veit ekki alveg hvort að sá tími sé kominn en eins og ég segi mér þykir mjög vænt um þessa hvatningu sem ég er að fá þessa dagana,“ segir Lilja Tvöfalt kjördæmaþing Framsóknarmanna fer fram í Norðausturkjördæmi um helgina. Þar verður kosið um fimm efstu sæti listans en þrír þingmenn í kjördæminu sækjast eftir fyrsta sætinu ásamt Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni flokksins. Sigurður Ingi, hefur ekki útilokað að bjóða sig fram til formanns en líklegt þykir að hann bíði með þá ákvörðun fram yfir kjördæmisþingið fyrir norðan. „Ég met stöðu hans mjög góða. Hann hefur verið mjög öflugur sem forsætisráðherra og ég held að flestir hafi fundið fyrir því, þannig að staða hans er sterk og staða formannsins er líka sterk. Forystan er ansi breið og öflug en auðvitað erum við að fara inn í flokksþing vegna þess að það er ólga í flokknum,“ segir Lilja. Hún segist ekki óttast að Wintris-mál Sigmundar Davíðs komi til með að skaða flokkinn í komandi kosningum. „Sigmundur Davíð hefur farið yfir þessi mál nokkuð gaumgæfilega, bæði opna heimasíðu og birt allt er tengist því,“ segir LiljaTveir fyrrverandi formenn flokksins hafa stigið fram núna bara á síðasta sólarhring og sagt að hann sé ekki búinn að gera hreint fyrir sínum dyrum. Hvernig meturðu það? „Ég met það þannig að það er gott að fólk lýsi yfir sínum skoðunum og það á bara eftir að koma í ljós á flokksþingi hver umræðan verður,“ segir Lilja Sigurður Ingi kom heim úr opinberri heimsókn forsætisráðherra til Danmerkur í gær og vildi lítið tjá sig við fréttastofu þegar hann var inntur eftir því hvort hann ætlaði í formannsframboð. „Ég hef ekki bara getað fylgst með því sem hefur gengið hérna á, á Íslandi og ég held að það hafi nú ekkert gerst sem ekki þoli að bíða einhverja klukkutíma, annað hvort seinnipartinn í dag eða á morgun,“ sagði Sigurður Ingi við komuna til landsins í gær. Fréttastofa reyndi ítrekað í dag að ná í Sigurð Inga í dag en án árangurs.
Kosningar 2016 X16 Norðaustur Tengdar fréttir Stirt milli formanns og forsætisráðherra Menn eru sammála um að samræður á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins um helgina hafi verið hreinskiptar og hreinsað andrúmsloftið. 12. september 2016 06:30 Guðni segir Sigmund geta skaðað Framsóknarflokkinn Fyrrum formaður Framsóknarflokksins sagði af sér árið 2008 til að gæta hagsmuna flokksins. Hann telur hneykslismál formanns flokksins geta verið sem myllusteinn um háls flokksins í komandi kosningabaráttu. 13. september 2016 07:00 Þórólfur sagður styðja Sigurð Inga Fágæt innsýn í herbúðir Sigmundar Davíðs í nafnlausum pistlaskrifum Pressunnar. 14. september 2016 10:04 Anna Sigurlaug segir Guðna hundsa eigin heilræði „Nýtt fordæmi hefur verið sett í dag,“ segir eiginkona forsætisráðherra. 13. september 2016 09:55 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Erlent Fleiri fréttir Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Sjá meira
Stirt milli formanns og forsætisráðherra Menn eru sammála um að samræður á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins um helgina hafi verið hreinskiptar og hreinsað andrúmsloftið. 12. september 2016 06:30
Guðni segir Sigmund geta skaðað Framsóknarflokkinn Fyrrum formaður Framsóknarflokksins sagði af sér árið 2008 til að gæta hagsmuna flokksins. Hann telur hneykslismál formanns flokksins geta verið sem myllusteinn um háls flokksins í komandi kosningabaráttu. 13. september 2016 07:00
Þórólfur sagður styðja Sigurð Inga Fágæt innsýn í herbúðir Sigmundar Davíðs í nafnlausum pistlaskrifum Pressunnar. 14. september 2016 10:04
Anna Sigurlaug segir Guðna hundsa eigin heilræði „Nýtt fordæmi hefur verið sett í dag,“ segir eiginkona forsætisráðherra. 13. september 2016 09:55