Ekki hægt að merkja teljandi áhrif vegna hvalveiða Jóhann Óli Eiðsson skrifar 29. febrúar 2016 17:58 Unnið að því að draga langreyði á land. vísir/friðrik Ekki er unnt að sjá að ákvarðanir Bandaríkjaforseta, í tengslum við hvalveiðar Íslendinga, hafi haft nokkur teljandi áhrif á viðskiptalega hagsmuni eða diplómatísk samskipti ríkjanna. Þetta er meðal niðurstaðna sem lesa má í skýrslu utanríkisráðherra um áhrif hvalveiða á samskipti Íslands og annarra ríkja. Skýrslan var unnin að beiðni Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur og átta öðrum þingmönnum úr öllum stjórnarandstöðuflokkunum. Löngum hafa Íslendingar deilt við nágrannaþjóðir sínar um rétt til hvalveiða. Í skýrslunni segir að algengt sé að nágrannaþjóðir greini á um afmörkuð málefni án þess að það skaði samskipti ríkjanna. Réttur Íslands til nýtingar auðlinda á borð við hval með „ábyrgum og sjálfbærum hætti“ verði ekki véfengdur. „Því hafa viðbrögð margra grannríkja og náinna bandamanna verið mikil vonbrigði, ekki síst þegar t.a.m. bandarísk stjórnvöld hafa, með endurteknum hætti um árabil tilkynnt að þau hyggist grípa til ráðstafana vegna hvalveiða Íslendinga og rökstutt þær með því að hvalveiðar Íslendinga grafi undan verndun hvalastofna,“ segir í skýrslunni.Pelly-ákvæðið lítil áhrif haft Bandaríkin hafa gengið lengt í formlegum mótmælum sínum gagnvart íslenskum stjórnvöldum vegna hvalveiða. Aðgerðir þeirra undanfarin þrettán ár hafa byggst á svokölluðum Pelly-viðauka við þarlend fiskimannaverndarlög. Árið 2003 var tilkynnt um að vísindaveiðar Íslendinga á hrefnu kynnu að kalla á skoðun bandaríska viðskiptaráðuneytisins á hvort rétt væri að beita viðaukanum. Var lagt til að nýju árið 2011 að honum yrði beitt sem og árið 2014. Pelly-viðaukanum hefur löngum verið beitt gegn Noregi og Japan. Í skýrslunni kemur fram að háttsettir bandarískir embættismenn hafi heimsótt Ísland undanfarin ár þrátt fyrir að Ísland sæti nú áðurnefndu Pelly-ákvæði. Ekki verður heldur séð að útflutningur á vörum og matvælum til Bandaríkjanna eða EES-ríkja hafi dregist saman. „Á umræddu tímabili [2010-2014] hefur verið mikill stígandi í útflutningi íslenskra matvæla á bæði markaðssvæðin og jafnvel þótt tillit sé tekið til gengisþróunar verður sú ályktun ekki dregin af þessum tölum að það séu bein mælanleg neikvæð áhrif á viðskipti sem reka megi til hvalveiða,“ segir í skýrslunni. Ekki verði hins vegar fram hjá því litið að almenningsálitið, auk stefnu stjórnvalda landa beggja megin Íslands, sé gegn hvalveiðum. Slík stefnumið og stjórnmálaumræða í einstökum ríkjum geti stundum falið í sér óþægindi fyrir útflytjendur og í stöku tilfellum fyrir kaupendur íslenskra vara. Í skýrslunni er rakið hvernig ekki eru „haldbærar ástæður til að ætla að óbreytt ástand mála muni hafa meiri áhrif á samskipti Íslands við önnur ríki en verið hefur fram að þessu.“ Hins vegar segir í niðurlagi hennar að seint muni skapast á alþjóðavettvangi sátt um hvalveiðar Íslendinga. Skýrsluna í heild sinni má lesa með því að smella hér. Alþingi Hvalveiðar Tengdar fréttir Vilja vita hvaða áhrif hvalveiðar hafa haft á samskipti við Bandaríkin Níu þingmenn úr stjórnarandstöðu hafa óskað eftir skýrslu frá Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra um áhrif hvalveiða á samskipti Íslands og annarra ríkja. 14. október 2015 08:50 Engar hvalveiðar í sumar: „Ef við hefðum vitað hvað var í vændum í Japan hefðum við aldrei byrjað aftur“ Hvalur hf. hyggst ekki veiða neina hvali næsta sumar þar sem fyrirtækinu hefur gengið illa að koma hvalaafurðum á markað í Japan. 25. febrúar 2016 08:24 Elín Hirst segir hvalaskoðun mikilvægari atvinnugrein en hvalveiðar Telur veiðarnar standa Íslendingum fyrir þrifum. 22. júlí 2015 09:10 Anonymous loka heimasíðum stjórnvalda á Íslandi Hakkararnir hafa lokað síðum innanríkisráðuneytisins, forsætisráðuneytisins og umhverfisráðuneytisins. 27. nóvember 2015 21:42 Hvalveiðar skaði ímynd Íslands og því mikilvægt að ná sátt um þær Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir mikilvægt að Íslendingar nái samstöðu um hvalveiðar. Ekki eigi að leggja þær niður en að draga þurfi úr þeim því þær skaði ímynd íslensku þjóðarinnar á alþjóðlegum vettvangi. 4. ágúst 2015 12:46 Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Fleiri fréttir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Sjá meira
Ekki er unnt að sjá að ákvarðanir Bandaríkjaforseta, í tengslum við hvalveiðar Íslendinga, hafi haft nokkur teljandi áhrif á viðskiptalega hagsmuni eða diplómatísk samskipti ríkjanna. Þetta er meðal niðurstaðna sem lesa má í skýrslu utanríkisráðherra um áhrif hvalveiða á samskipti Íslands og annarra ríkja. Skýrslan var unnin að beiðni Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur og átta öðrum þingmönnum úr öllum stjórnarandstöðuflokkunum. Löngum hafa Íslendingar deilt við nágrannaþjóðir sínar um rétt til hvalveiða. Í skýrslunni segir að algengt sé að nágrannaþjóðir greini á um afmörkuð málefni án þess að það skaði samskipti ríkjanna. Réttur Íslands til nýtingar auðlinda á borð við hval með „ábyrgum og sjálfbærum hætti“ verði ekki véfengdur. „Því hafa viðbrögð margra grannríkja og náinna bandamanna verið mikil vonbrigði, ekki síst þegar t.a.m. bandarísk stjórnvöld hafa, með endurteknum hætti um árabil tilkynnt að þau hyggist grípa til ráðstafana vegna hvalveiða Íslendinga og rökstutt þær með því að hvalveiðar Íslendinga grafi undan verndun hvalastofna,“ segir í skýrslunni.Pelly-ákvæðið lítil áhrif haft Bandaríkin hafa gengið lengt í formlegum mótmælum sínum gagnvart íslenskum stjórnvöldum vegna hvalveiða. Aðgerðir þeirra undanfarin þrettán ár hafa byggst á svokölluðum Pelly-viðauka við þarlend fiskimannaverndarlög. Árið 2003 var tilkynnt um að vísindaveiðar Íslendinga á hrefnu kynnu að kalla á skoðun bandaríska viðskiptaráðuneytisins á hvort rétt væri að beita viðaukanum. Var lagt til að nýju árið 2011 að honum yrði beitt sem og árið 2014. Pelly-viðaukanum hefur löngum verið beitt gegn Noregi og Japan. Í skýrslunni kemur fram að háttsettir bandarískir embættismenn hafi heimsótt Ísland undanfarin ár þrátt fyrir að Ísland sæti nú áðurnefndu Pelly-ákvæði. Ekki verður heldur séð að útflutningur á vörum og matvælum til Bandaríkjanna eða EES-ríkja hafi dregist saman. „Á umræddu tímabili [2010-2014] hefur verið mikill stígandi í útflutningi íslenskra matvæla á bæði markaðssvæðin og jafnvel þótt tillit sé tekið til gengisþróunar verður sú ályktun ekki dregin af þessum tölum að það séu bein mælanleg neikvæð áhrif á viðskipti sem reka megi til hvalveiða,“ segir í skýrslunni. Ekki verði hins vegar fram hjá því litið að almenningsálitið, auk stefnu stjórnvalda landa beggja megin Íslands, sé gegn hvalveiðum. Slík stefnumið og stjórnmálaumræða í einstökum ríkjum geti stundum falið í sér óþægindi fyrir útflytjendur og í stöku tilfellum fyrir kaupendur íslenskra vara. Í skýrslunni er rakið hvernig ekki eru „haldbærar ástæður til að ætla að óbreytt ástand mála muni hafa meiri áhrif á samskipti Íslands við önnur ríki en verið hefur fram að þessu.“ Hins vegar segir í niðurlagi hennar að seint muni skapast á alþjóðavettvangi sátt um hvalveiðar Íslendinga. Skýrsluna í heild sinni má lesa með því að smella hér.
Alþingi Hvalveiðar Tengdar fréttir Vilja vita hvaða áhrif hvalveiðar hafa haft á samskipti við Bandaríkin Níu þingmenn úr stjórnarandstöðu hafa óskað eftir skýrslu frá Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra um áhrif hvalveiða á samskipti Íslands og annarra ríkja. 14. október 2015 08:50 Engar hvalveiðar í sumar: „Ef við hefðum vitað hvað var í vændum í Japan hefðum við aldrei byrjað aftur“ Hvalur hf. hyggst ekki veiða neina hvali næsta sumar þar sem fyrirtækinu hefur gengið illa að koma hvalaafurðum á markað í Japan. 25. febrúar 2016 08:24 Elín Hirst segir hvalaskoðun mikilvægari atvinnugrein en hvalveiðar Telur veiðarnar standa Íslendingum fyrir þrifum. 22. júlí 2015 09:10 Anonymous loka heimasíðum stjórnvalda á Íslandi Hakkararnir hafa lokað síðum innanríkisráðuneytisins, forsætisráðuneytisins og umhverfisráðuneytisins. 27. nóvember 2015 21:42 Hvalveiðar skaði ímynd Íslands og því mikilvægt að ná sátt um þær Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir mikilvægt að Íslendingar nái samstöðu um hvalveiðar. Ekki eigi að leggja þær niður en að draga þurfi úr þeim því þær skaði ímynd íslensku þjóðarinnar á alþjóðlegum vettvangi. 4. ágúst 2015 12:46 Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Fleiri fréttir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Sjá meira
Vilja vita hvaða áhrif hvalveiðar hafa haft á samskipti við Bandaríkin Níu þingmenn úr stjórnarandstöðu hafa óskað eftir skýrslu frá Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra um áhrif hvalveiða á samskipti Íslands og annarra ríkja. 14. október 2015 08:50
Engar hvalveiðar í sumar: „Ef við hefðum vitað hvað var í vændum í Japan hefðum við aldrei byrjað aftur“ Hvalur hf. hyggst ekki veiða neina hvali næsta sumar þar sem fyrirtækinu hefur gengið illa að koma hvalaafurðum á markað í Japan. 25. febrúar 2016 08:24
Elín Hirst segir hvalaskoðun mikilvægari atvinnugrein en hvalveiðar Telur veiðarnar standa Íslendingum fyrir þrifum. 22. júlí 2015 09:10
Anonymous loka heimasíðum stjórnvalda á Íslandi Hakkararnir hafa lokað síðum innanríkisráðuneytisins, forsætisráðuneytisins og umhverfisráðuneytisins. 27. nóvember 2015 21:42
Hvalveiðar skaði ímynd Íslands og því mikilvægt að ná sátt um þær Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir mikilvægt að Íslendingar nái samstöðu um hvalveiðar. Ekki eigi að leggja þær niður en að draga þurfi úr þeim því þær skaði ímynd íslensku þjóðarinnar á alþjóðlegum vettvangi. 4. ágúst 2015 12:46