Innlent

Anonymous loka heimasíðum stjórnvalda á Íslandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd sem var í dreifingu á Twitter.
Mynd sem var í dreifingu á Twitter.

Hakkarasamtökin Anonymous hafa gert árásir á heimasíður stjórnvalda hér á landi í dag og náð að loka nokkrum þeirra. Ástæða árásanna eru sagðar vera hvalveiðar Íslendinga. Hakkararnir hafa lokað síðum innanríkisráðuneytisins, forsætisráðuneytisins, umhverfisráðuneytisins og fleiri síðum.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem samtökin ráðast á síður hér á landi vegna hvalveiða. Fyrr í nóvember ollu árásir samtakanna miklum nettruflunum.

Sjá einnig: Anonymous réðst á íslenskar vefsíður vegna hvalveiða Íslendinga

Heimasíðunni government.is hefur einnig verið lokað. Atlögur sem þessar kallast Denial of Services Attack (DOS) eða Distributed Denial of Service Attack (DDOS) og eru gerðar með því að stýra umferð inn á vefsíður í því magni að þær taka ekki lengur við heimsóknum og liggi niðri.

Fyrst var sagt frá málinum á vef Kjarnans.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.