Innlent

Elín Hirst segir hvalaskoðun mikilvægari atvinnugrein en hvalveiðar

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Elín Hirst segir hvalaskoðun „mun mikilvægari en hvalveiðar sem standa okkur fyrir þrifum; því er nauðsynlegt að mæta og horfast í augu við.“
Elín Hirst segir hvalaskoðun „mun mikilvægari en hvalveiðar sem standa okkur fyrir þrifum; því er nauðsynlegt að mæta og horfast í augu við.“ vísir
Elín Hirst, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, birtir mynd á Facebook-síðu sinni í gærkvöld frá hvalaskoðun á Húsavík. Við myndina skrifar hún um hvalaskoðunina:„Stórkostlega mikilvæg atvinnugrein fyrir íslenskt þjóðarbú. Mun mikilvægari en hvalveiðar sem standa okkur fyrir þrifum; því er nauðsynlegt að mæta og horfast í augu við.“Hvalveiðar Íslendinga hafa löngum verið umdeildar, bæði hér heima og erlendis, og sagði Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, Ísland stundum litið hornauga vegna veiðanna.Í viðtali við Skessuhorn sagðist ráðherrann þeirrar skoðunar að Íslendingar ættu að íhuga að draga úr veiðunum. Kom meðal annars fram að Íslendingum hefur ekki verið boðið á ráðstefnur er varða málefni hafsins vegna veiðanna.

Hvalaskoðun á Húsavík. Stórkostlega mikilvæg atvinnugrein fyrir íslenskt þjóðarbú. Mun mikilvægari en hvalveiðar sem...

Posted by Elin Hirst on Tuesday, 21 July 2015Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.