Aldrei verið fleiri mál gegn íslenska ríkinu fyrir MDE Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 5. júlí 2016 19:07 Aldrei hafa fleiri mál verið til meðferðar hjá Mannréttindadómstól Evrópu gegn íslenska ríkinu en nú. Dómstóllinn hefur krafið íslensk stjórnvöld svara í fimm málum það sem af er ári en dómstóllinn hefur aldrei sýknað íslenska ríkið eftir að mál hefur verið tekið til efnismeðferðar. Samkvæmt upplýsingum frá Mannréttindadómstól Evrópu hafa dómstólnum borist alls 196 kærur gegn Íslandi frá árinu 1959. 180 af þessum málum hafa ekki hlotið efnismeðferð. Af þeim 16 málum sem hlotið hafa efnismeðferð hefur íslenska ríkið í 13 tilvikum verið dæmt brotlegt gegn Mannréttindasáttmála Evrópu en þremur málum var lokið með sátt. Þetta þýðir að Mannréttindadómstóll Evrópu hefur ekki sýknað íslenska ríkið í neinu máli sem hlotið hefur efnismeðferð fyrir dómstólnum.Íslensk stjórnvöld krafin svara í máli Egils EinarssonarFréttastofa óskaði eftir upplýsingum frá innanríkisráðuneytinu um fjölda mála sem nú eru til meðferðar hjá dómstólnum gegn íslenska ríkinu. Í svari ráðuneytisins kemur fram að nú sé 21 mál til meðferðar hjá dómstólnum gegn íslenska ríkinu en þau hafa aldrei verið fleiri. Af þeim sé búið að óska athugasemda í ellefu málum, meðal annars í málum Gests Jónssonar og Ragnars H. Hall gegn íslenska ríkinu og í máli Egils Einarssonar. Mál Egils varðar dóm Hæstaréttar frá því í nóvember 2014 en í málinu var Ingi Kristján Sigurmarsson sýknaður af öllum kröfum Egils, þ.m.t. ómerkingarkröfu þar sem ummæli Inga „Fuck You Rapist Bastard” voru talin vera gildisdómur. Margföldun í fyrirspurnum „Já þetta er mikill fjöldi mála. Ef maður skoðar tölur yfir þau erindi sem hafa borist íslenskum stjórnvöldum frá Mannréttindadómstólnum, þar sem verið er að óska eftir að ríkið veiti upplýsingar um mál, að þá hafa þetta undanfarin 10 ár verið frá engri fyrirspurn og upp í tvær fyrirspurnir,“ segir Kristín Edwald, hæstaréttarlögmaður hjá LEX. Í fyrra hafi íslenskum stjórnvöldum síðan borist fjórar fyrirspurnir. „Og samkvæmt þessum upplýsingum sem að þú lést mig hafa núna í dag að þá eru nú þegar á þessu ári komnar fimm fyrirspurnir og árið er ekki hálfnað. Þannig að þetta er margföldun í fyrirspurnum, já,“ segir Kristín. Rétt er að taka fram að Kristín var verjandi Magnúsar Guðmundssonar í Al-thani málinu en Mannréttindadómstóllinn krafði nýverið íslensk stjórnvöld svara vegna málsins. Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Sjá meira
Aldrei hafa fleiri mál verið til meðferðar hjá Mannréttindadómstól Evrópu gegn íslenska ríkinu en nú. Dómstóllinn hefur krafið íslensk stjórnvöld svara í fimm málum það sem af er ári en dómstóllinn hefur aldrei sýknað íslenska ríkið eftir að mál hefur verið tekið til efnismeðferðar. Samkvæmt upplýsingum frá Mannréttindadómstól Evrópu hafa dómstólnum borist alls 196 kærur gegn Íslandi frá árinu 1959. 180 af þessum málum hafa ekki hlotið efnismeðferð. Af þeim 16 málum sem hlotið hafa efnismeðferð hefur íslenska ríkið í 13 tilvikum verið dæmt brotlegt gegn Mannréttindasáttmála Evrópu en þremur málum var lokið með sátt. Þetta þýðir að Mannréttindadómstóll Evrópu hefur ekki sýknað íslenska ríkið í neinu máli sem hlotið hefur efnismeðferð fyrir dómstólnum.Íslensk stjórnvöld krafin svara í máli Egils EinarssonarFréttastofa óskaði eftir upplýsingum frá innanríkisráðuneytinu um fjölda mála sem nú eru til meðferðar hjá dómstólnum gegn íslenska ríkinu. Í svari ráðuneytisins kemur fram að nú sé 21 mál til meðferðar hjá dómstólnum gegn íslenska ríkinu en þau hafa aldrei verið fleiri. Af þeim sé búið að óska athugasemda í ellefu málum, meðal annars í málum Gests Jónssonar og Ragnars H. Hall gegn íslenska ríkinu og í máli Egils Einarssonar. Mál Egils varðar dóm Hæstaréttar frá því í nóvember 2014 en í málinu var Ingi Kristján Sigurmarsson sýknaður af öllum kröfum Egils, þ.m.t. ómerkingarkröfu þar sem ummæli Inga „Fuck You Rapist Bastard” voru talin vera gildisdómur. Margföldun í fyrirspurnum „Já þetta er mikill fjöldi mála. Ef maður skoðar tölur yfir þau erindi sem hafa borist íslenskum stjórnvöldum frá Mannréttindadómstólnum, þar sem verið er að óska eftir að ríkið veiti upplýsingar um mál, að þá hafa þetta undanfarin 10 ár verið frá engri fyrirspurn og upp í tvær fyrirspurnir,“ segir Kristín Edwald, hæstaréttarlögmaður hjá LEX. Í fyrra hafi íslenskum stjórnvöldum síðan borist fjórar fyrirspurnir. „Og samkvæmt þessum upplýsingum sem að þú lést mig hafa núna í dag að þá eru nú þegar á þessu ári komnar fimm fyrirspurnir og árið er ekki hálfnað. Þannig að þetta er margföldun í fyrirspurnum, já,“ segir Kristín. Rétt er að taka fram að Kristín var verjandi Magnúsar Guðmundssonar í Al-thani málinu en Mannréttindadómstóllinn krafði nýverið íslensk stjórnvöld svara vegna málsins.
Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Sjá meira