Fyrrum veðurguðinn Ingó mótfallinn listamannalaunum: Segir súrt að skattpeningar erfiðisvinnu sinnar fari í sköpun annarra Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. janúar 2016 21:22 Ingólfur Þórarinsson VÍSIR/ARNÞÓR „Fyrir mér snýst þetta aðallega um að allir listamenn sitji við sama borð. Aldrei hef ég fengið krónu úr þessum sjóðum og hef lítinn áhuga á þvi. Ég vil nefnilega ekki að skattpeningar sem móðir mín bankastarfsmaður eða pabbi minn kennari greiða til samfélagsins fari í að borga mér eða öðrum fyrir að skapa. Er ég eða aðrir listamenn eitthvað merkilegri en annað vinnandi fólk þannig að það sé þess virði að ríkið styrki okkur með þeirra skattpeningum?” Þetta segir Ingólfur Þórarinsson, sem áður var þekktur sem Ingó Veðurguð, á Facebook-síðu sinni í kvöld. Tilefnið er úthlutun listamannalauna sem Vísir greindi frá fyrr í dag. Sjá einnig: Þau fengu listamannalaun árið 2016 Í færslu sinni segist Ingólfur alfarið vera á móti því að ríkið greiði listamannalaun.Hluti listamannalaunþega ársinsVísir„Í þessu blasir augljóslega við það stóra vandamál að ríkið, sem er ekkert annað en allir skattgreiðendur, borga einhverjum (listmannalaunþegum) fyrir að framleiða vöru sem er öruggt að ekki allir munu njóta. Það munu nefnilega aldrei allir geta fílað það sama og hvers vegna eiga þá allir að borga fyrir það?” skrifar Ingólfur og tekur þó sérstaklega fram að hann sé ekki svekktur yfir því að hafa ekki fengið úthlutað í ár – því hann hafi aldrei sótt um krónu úr sjóðunum og muni aldrei gera það. „Ég byrjaði nefnilega 18 ára að spila víða fyrir lág laun og gat ekki lifað sem listamaður. Ég vann á meðan í banka, kjörbúð og stundaði nám. Það tók mig langan tíma að búa til markað fyrir mína vöru. Þess vegna er kannski enn súrara að skattpeningar úr mínu fyrirtæki sem varð til eftir erfiðisvinnu fari i að aðrir geti skapað án þess að hafa áhyggjur af fjárhagnum,” skrifar Ingólfur. Hann segist vera mótfallinn hverskyns meðgjöf með listamönnum. „ Fyrir mér er sama hvað þú getur sem listamaður. Það eru þín eigin forréttindi að hafa fæðst eða ræktað með þér hæfileika á þessu sviði sem þú verður að nýta sjálfur,” segir Ingólfur sem lýkur pistlinum, sem sjá má hér að neðan, með orðunum: „Ég syng og spila a gítar en eg kann ekki að skipta um olíusíu eða henda upp steypumótum en eg ber mikla virðingu fyrir þeim sem kunna það og vil því ekki skattpeningana þeirra.“Ég er alfarið á móti því að ríkið greiði listamannalaun. Það kann að vera að launin skili sér til baka í mikilli veltu...Posted by Ingólfur Þórarinsson on Thursday, 7 January 2016 Tengdar fréttir Ingó ekki Veðurguð lengur: Efnir til nafnakeppni fyrir nýtt band Tónlistamaðurinn Ingólfur Þórarinsson tilkynnti rétt fyrir áramót að hann og Veðurguðirnir væru á leiðinni í pásu. 6. janúar 2016 15:30 Listamenn sárir eða kátir eftir atvikum Ákvarðanir um úthlutun listmannalauna liggja fyrir. 7. janúar 2016 10:33 Listamannalaunþegar ársins 2016 Listamannalaunum var úthlutað í dag en mánaðarlaun listmanna eru 340 þúsund krónur. 7. janúar 2016 13:38 Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Sjá meira
„Fyrir mér snýst þetta aðallega um að allir listamenn sitji við sama borð. Aldrei hef ég fengið krónu úr þessum sjóðum og hef lítinn áhuga á þvi. Ég vil nefnilega ekki að skattpeningar sem móðir mín bankastarfsmaður eða pabbi minn kennari greiða til samfélagsins fari í að borga mér eða öðrum fyrir að skapa. Er ég eða aðrir listamenn eitthvað merkilegri en annað vinnandi fólk þannig að það sé þess virði að ríkið styrki okkur með þeirra skattpeningum?” Þetta segir Ingólfur Þórarinsson, sem áður var þekktur sem Ingó Veðurguð, á Facebook-síðu sinni í kvöld. Tilefnið er úthlutun listamannalauna sem Vísir greindi frá fyrr í dag. Sjá einnig: Þau fengu listamannalaun árið 2016 Í færslu sinni segist Ingólfur alfarið vera á móti því að ríkið greiði listamannalaun.Hluti listamannalaunþega ársinsVísir„Í þessu blasir augljóslega við það stóra vandamál að ríkið, sem er ekkert annað en allir skattgreiðendur, borga einhverjum (listmannalaunþegum) fyrir að framleiða vöru sem er öruggt að ekki allir munu njóta. Það munu nefnilega aldrei allir geta fílað það sama og hvers vegna eiga þá allir að borga fyrir það?” skrifar Ingólfur og tekur þó sérstaklega fram að hann sé ekki svekktur yfir því að hafa ekki fengið úthlutað í ár – því hann hafi aldrei sótt um krónu úr sjóðunum og muni aldrei gera það. „Ég byrjaði nefnilega 18 ára að spila víða fyrir lág laun og gat ekki lifað sem listamaður. Ég vann á meðan í banka, kjörbúð og stundaði nám. Það tók mig langan tíma að búa til markað fyrir mína vöru. Þess vegna er kannski enn súrara að skattpeningar úr mínu fyrirtæki sem varð til eftir erfiðisvinnu fari i að aðrir geti skapað án þess að hafa áhyggjur af fjárhagnum,” skrifar Ingólfur. Hann segist vera mótfallinn hverskyns meðgjöf með listamönnum. „ Fyrir mér er sama hvað þú getur sem listamaður. Það eru þín eigin forréttindi að hafa fæðst eða ræktað með þér hæfileika á þessu sviði sem þú verður að nýta sjálfur,” segir Ingólfur sem lýkur pistlinum, sem sjá má hér að neðan, með orðunum: „Ég syng og spila a gítar en eg kann ekki að skipta um olíusíu eða henda upp steypumótum en eg ber mikla virðingu fyrir þeim sem kunna það og vil því ekki skattpeningana þeirra.“Ég er alfarið á móti því að ríkið greiði listamannalaun. Það kann að vera að launin skili sér til baka í mikilli veltu...Posted by Ingólfur Þórarinsson on Thursday, 7 January 2016
Tengdar fréttir Ingó ekki Veðurguð lengur: Efnir til nafnakeppni fyrir nýtt band Tónlistamaðurinn Ingólfur Þórarinsson tilkynnti rétt fyrir áramót að hann og Veðurguðirnir væru á leiðinni í pásu. 6. janúar 2016 15:30 Listamenn sárir eða kátir eftir atvikum Ákvarðanir um úthlutun listmannalauna liggja fyrir. 7. janúar 2016 10:33 Listamannalaunþegar ársins 2016 Listamannalaunum var úthlutað í dag en mánaðarlaun listmanna eru 340 þúsund krónur. 7. janúar 2016 13:38 Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Sjá meira
Ingó ekki Veðurguð lengur: Efnir til nafnakeppni fyrir nýtt band Tónlistamaðurinn Ingólfur Þórarinsson tilkynnti rétt fyrir áramót að hann og Veðurguðirnir væru á leiðinni í pásu. 6. janúar 2016 15:30
Listamenn sárir eða kátir eftir atvikum Ákvarðanir um úthlutun listmannalauna liggja fyrir. 7. janúar 2016 10:33
Listamannalaunþegar ársins 2016 Listamannalaunum var úthlutað í dag en mánaðarlaun listmanna eru 340 þúsund krónur. 7. janúar 2016 13:38