Eigum ennþá met í notkun ADHD-lyfja og neyslan vex Þorbjörn Þórðarson skrifar 5. nóvember 2016 21:08 Íslendingar eiga ennþá Norðurlandametið í notkun á ADHD-lyfjum. Átta þúsund manns fá á ári hverju ávísað lyfjum eins og rítalíni og concerta. Skýrar vísbendingar eru um misnotkun þessara lyfja og þau eru vinsæl hjá sprautufíklum. Íslendingar eiga líka met í ávísunum á amfetamín. Íslenski lyfjagagnagrunnurinn sem er rekinn á ábyrgð landlæknis er ekki traust heimild um lyfjaávísanir að mati Ingunnar Björnsdóttur dósents í lyfjafræði við Háskólann í Osló. Þannig voru beinlínis rangar og villandi upplýsingar í lyfjagagnagrunninum um lækna sem skrifuðu upp á amfetamín á síðasta ári. Því þurfti að byggja á upplýsingum frá Sjúkratryggingum Íslands þegar aflað var upplýsinga um notkun amfetamíns á Íslandi. Villurnar í lyfjagagnagrunninum eru fleiri. Ingunn nefnir sem dæmi að samanburðareining yfir skilgreinda dagskammta hafi verið röng í 30 prósentum tilvika í lyfjagagnagrunninum. Fréttastofan greindi í gær frá ávísunum íslenskra lækna upp á amfetamín. Alls voru þetta 72 einstaklingar sem fengu amfetamíni ávísað með lyfseðli frá íslenskum læknum á tímabilinu 1. mars 2015 - 1. mars 2016. Þetta er hlutfallslega mun meira en á hinum Norðurlöndunum.Óttar Guðmundsson geðlæknir.„Amfetamín er ágætt þunglyndislyf“ Óttar Guðmundsson geðlæknir er einn þeirra lækna sem hefur þurft að meðhöndla sjúklinga með amfetamíni í ákveðnum tilvikum. „Amfetamín er ágætt þunglyndislyf, það verður að viðurkenna það, þótt það sé ekki mikið notað sem slíkt. En ef menn eru komnir í algjört þrot með þunglyndislyfjameðferð þá er oft gripið til amfetamíns. Sérstaklega ef einstaklingurinn er algjörlega frumkvæðislaus, kemst ekki úr rúminu og hefur tapað öllum lífsþorsta og lífslöngun og lífsgæðin orðin ansi léleg. Sömuleiðis er amfetamín notað á gjörgæsludeildum þegar einstaklingar hafa legið lengi og komast ekki á fætur og hafa glatað allri lífsvon og lífsvilja. Það er ekki algengt að lyfið sé notað hjá nýjum einstaklingum en þó í þessum tilfellum,“ segir Óttar. Hann segir að margir þeirra sem fái efnið séu eldri karlmenn sem hafi glímt við fíkn á árum áður og þurfi nauðsynlega á efninu að halda. „Margir þeirra sem eru á amfetamíni í dag hafa verið á amfetamíni mjög lengi og þeir fá þessa lyfseðla fyrst og fremst af mannúðarástæðum, til að koma í veg fyrir að þessir eldri menn séu að þvælast úti á svarta markaðnum og að eyða ellilaununum í fíkniefnasala. Það er betra að við sjáum til þess að þeir geta náð í þetta efni í apótekinu úr því þeir þurfa á því að halda.“ Það er ekki bara amfetamínið sem Íslendingar nota meira af en hinar Norðurlandaþjóðirnar. Átta þúsund Íslendingar fá metýlfenídat lyf sem notuð eru við ADHD. Hér er um að ræða rítalín, concerta og skyld lyf. Metýlfenídat lyf eru mjög vinsæl hjá sprautufíklum og á þeim fimm árum sem liðin eru frá því að umræða um þessi lyf var í hámarki hér á landi hefur notkun þeirra bara aukist eins og kemur fram í þessari tilkynningu á heimasíðu landlæknis frá 14. október síðastliðnum. „Við vitum í raun og veru ekki hversu margar greiningar (ADHD-greiningar innsk.blm) eru á hverja þúsund íbúa hjá öðrum þjóðum. Við vitum það ekki heldur fyrir Ísland. Við vitum hins vegar hversu margir fá ávísað lyfjunum en hvort hinar þjóðirnar eru að beita öðrum úrræðum en lyfjaávísunum er það sem við höfum áhuga á að vita og við höldum að sé öðruvísi þar heldur en hér,“ segir Ólafur B. Einarsson verkefnisstjóri lyfjamála hjá landlæknisembættinu. Tengdar fréttir Stór hópur fær amfetamín ávísað með lyfseðli Sjötíu og tveir einstaklingar fengu ávísað amfetamíni með lyfseðli á síðasta ári samkvæmt gögnum frá Sjúkratryggingum Íslands. Þetta er hlutfallslega mun meira en þekkist á hinum Norðurlöndunum. 4. nóvember 2016 19:00 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Sjá meira
Íslendingar eiga ennþá Norðurlandametið í notkun á ADHD-lyfjum. Átta þúsund manns fá á ári hverju ávísað lyfjum eins og rítalíni og concerta. Skýrar vísbendingar eru um misnotkun þessara lyfja og þau eru vinsæl hjá sprautufíklum. Íslendingar eiga líka met í ávísunum á amfetamín. Íslenski lyfjagagnagrunnurinn sem er rekinn á ábyrgð landlæknis er ekki traust heimild um lyfjaávísanir að mati Ingunnar Björnsdóttur dósents í lyfjafræði við Háskólann í Osló. Þannig voru beinlínis rangar og villandi upplýsingar í lyfjagagnagrunninum um lækna sem skrifuðu upp á amfetamín á síðasta ári. Því þurfti að byggja á upplýsingum frá Sjúkratryggingum Íslands þegar aflað var upplýsinga um notkun amfetamíns á Íslandi. Villurnar í lyfjagagnagrunninum eru fleiri. Ingunn nefnir sem dæmi að samanburðareining yfir skilgreinda dagskammta hafi verið röng í 30 prósentum tilvika í lyfjagagnagrunninum. Fréttastofan greindi í gær frá ávísunum íslenskra lækna upp á amfetamín. Alls voru þetta 72 einstaklingar sem fengu amfetamíni ávísað með lyfseðli frá íslenskum læknum á tímabilinu 1. mars 2015 - 1. mars 2016. Þetta er hlutfallslega mun meira en á hinum Norðurlöndunum.Óttar Guðmundsson geðlæknir.„Amfetamín er ágætt þunglyndislyf“ Óttar Guðmundsson geðlæknir er einn þeirra lækna sem hefur þurft að meðhöndla sjúklinga með amfetamíni í ákveðnum tilvikum. „Amfetamín er ágætt þunglyndislyf, það verður að viðurkenna það, þótt það sé ekki mikið notað sem slíkt. En ef menn eru komnir í algjört þrot með þunglyndislyfjameðferð þá er oft gripið til amfetamíns. Sérstaklega ef einstaklingurinn er algjörlega frumkvæðislaus, kemst ekki úr rúminu og hefur tapað öllum lífsþorsta og lífslöngun og lífsgæðin orðin ansi léleg. Sömuleiðis er amfetamín notað á gjörgæsludeildum þegar einstaklingar hafa legið lengi og komast ekki á fætur og hafa glatað allri lífsvon og lífsvilja. Það er ekki algengt að lyfið sé notað hjá nýjum einstaklingum en þó í þessum tilfellum,“ segir Óttar. Hann segir að margir þeirra sem fái efnið séu eldri karlmenn sem hafi glímt við fíkn á árum áður og þurfi nauðsynlega á efninu að halda. „Margir þeirra sem eru á amfetamíni í dag hafa verið á amfetamíni mjög lengi og þeir fá þessa lyfseðla fyrst og fremst af mannúðarástæðum, til að koma í veg fyrir að þessir eldri menn séu að þvælast úti á svarta markaðnum og að eyða ellilaununum í fíkniefnasala. Það er betra að við sjáum til þess að þeir geta náð í þetta efni í apótekinu úr því þeir þurfa á því að halda.“ Það er ekki bara amfetamínið sem Íslendingar nota meira af en hinar Norðurlandaþjóðirnar. Átta þúsund Íslendingar fá metýlfenídat lyf sem notuð eru við ADHD. Hér er um að ræða rítalín, concerta og skyld lyf. Metýlfenídat lyf eru mjög vinsæl hjá sprautufíklum og á þeim fimm árum sem liðin eru frá því að umræða um þessi lyf var í hámarki hér á landi hefur notkun þeirra bara aukist eins og kemur fram í þessari tilkynningu á heimasíðu landlæknis frá 14. október síðastliðnum. „Við vitum í raun og veru ekki hversu margar greiningar (ADHD-greiningar innsk.blm) eru á hverja þúsund íbúa hjá öðrum þjóðum. Við vitum það ekki heldur fyrir Ísland. Við vitum hins vegar hversu margir fá ávísað lyfjunum en hvort hinar þjóðirnar eru að beita öðrum úrræðum en lyfjaávísunum er það sem við höfum áhuga á að vita og við höldum að sé öðruvísi þar heldur en hér,“ segir Ólafur B. Einarsson verkefnisstjóri lyfjamála hjá landlæknisembættinu.
Tengdar fréttir Stór hópur fær amfetamín ávísað með lyfseðli Sjötíu og tveir einstaklingar fengu ávísað amfetamíni með lyfseðli á síðasta ári samkvæmt gögnum frá Sjúkratryggingum Íslands. Þetta er hlutfallslega mun meira en þekkist á hinum Norðurlöndunum. 4. nóvember 2016 19:00 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Sjá meira
Stór hópur fær amfetamín ávísað með lyfseðli Sjötíu og tveir einstaklingar fengu ávísað amfetamíni með lyfseðli á síðasta ári samkvæmt gögnum frá Sjúkratryggingum Íslands. Þetta er hlutfallslega mun meira en þekkist á hinum Norðurlöndunum. 4. nóvember 2016 19:00