Segir óréttlætið sem „tröllriðið hefur íslensku samfélagi“ komið á ferð á nýjan leik Höskuldur Kári Schram skrifar 2. janúar 2016 15:05 Hlutfallslega hækka laun hæstaréttardómara og forseta Hæstaréttar mest í nýrri ákvörðun kjararáðs í kjölfar heildarúttektar á launakjörum dómara hér á landi. Vísir/GVA Formaður Verkalýðsfélags Akraness gagnrýnir harðlega þá ákvörðun kjararáðs að hækka laun dómara um allt að fimmtíu prósent. Hann segir þetta í engu samræmi við launaþróun á almennum vinnumarkaði og telur einboðið að þetta muni hafa áhrif þegar kjarasamningar verða endurskoðaðir í næsta mánuði. Laun dómara hækkuðu um allt að fimmtíu prósent um áramótin samkvæmt ákvörðun kjararáðs frá 17. desember síðastliðnum. Laun hæstaréttardómara hækka mest eða um hálfa milljón. Þeir voru með 1.2 milljónir á mánuði en fá framvegis rúmlega 1.7. Laun dómstjórans hjá Héraðsdómi Reykjavíkur hækka minnst eða um 31,6 prósent og fara úr 1.1 milljón í 1.5 milljón á mánuði.Sjá einnig: Dómarar fá tuga prósenta launahækkun Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness gagnrýnir þessa ákvörðun kjararáðs og segir hana í engu samræmi við launaþróun á almennum vinnumarkaði. „Þetta er alla vega ekki í neinum takti við það sem íslenskt verkafólk hefur verið að fá enda sést það vel hverjar krónutölurnar liggja þar á bakvið. En eins og ég segi, ég vil að allir séu með góð laun – ekki bara sumir. Við erum hér með lágmarkslaun á Íslandi í dag sem eru 245 þúsund krónur. Þessar hækkanir sem kjararáð er að láta einstaka hópa fá eru langt fyrir ofan þá upphæð,“ segir Vilhjálmur.Vilhjálmur BirgissonPrósentuhækkanir aflgjafi ójafnréttisHann telur að menn muni hafa þessa ákvörðun á bakvið eyrað þegar kjarasamningarnir sem undirritaðir voru á síðasta ári verða endurskoðaðir í febrúar. „Þetta misrétti og þetta óréttlæti sem hefur tröllriðið íslensku samfélagi í gegnum árin það virðist vera komið á blússandi ferð á nýjan leik og það er alveg ljóst að verkafólk getur ekki horft upp á slíka misskiptingu öllu lengur. Það er einfaldlega þannig að prósentuhækkanir í kjarasamningum eru aflgjafi ójafnréttis og misskiptingar,“ segir Vilhjálmur. Vilhjálmur bendir á að bankastjóri Landsbankans hafi fengið rúmlega 40 prósenta launahækkun um áramótin, eða rúmlega fimm hundruð þúsund krónur, og þá hafi laun stjórnarmanna hjá tryggingarfélaginu VÍS hækkað um 75 prósent eða 200 þúsund krónur á mánuði. Hann segir að launabilið í íslensku samfélagi sé að aukast á ný. „Við verðum líka að átta okkur á því að laun íslensks verkafólks þau eru einfaldlega of lág og við höfum verið að stíga skref jafnt og þétt til að reyna að leiðrétta þessi laun. Í síðustu samningum áttu að vera sérstakar láglaunaaðgerðir með meiri hækkun til handa verkafólki en efa að einstaklingur sem er að hækka um 25 þúsund krónur á mánuði, ef það á að kallast sérstök aðgerð þegar við horfum svo upp á tölur upp á 300 upp í 600 þúsund króna hækkun á mánuði – það má kallast sérstök láglaunaaðgerð,“ segir Vilhjálmur Birgisson. Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Formaður Verkalýðsfélags Akraness gagnrýnir harðlega þá ákvörðun kjararáðs að hækka laun dómara um allt að fimmtíu prósent. Hann segir þetta í engu samræmi við launaþróun á almennum vinnumarkaði og telur einboðið að þetta muni hafa áhrif þegar kjarasamningar verða endurskoðaðir í næsta mánuði. Laun dómara hækkuðu um allt að fimmtíu prósent um áramótin samkvæmt ákvörðun kjararáðs frá 17. desember síðastliðnum. Laun hæstaréttardómara hækka mest eða um hálfa milljón. Þeir voru með 1.2 milljónir á mánuði en fá framvegis rúmlega 1.7. Laun dómstjórans hjá Héraðsdómi Reykjavíkur hækka minnst eða um 31,6 prósent og fara úr 1.1 milljón í 1.5 milljón á mánuði.Sjá einnig: Dómarar fá tuga prósenta launahækkun Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness gagnrýnir þessa ákvörðun kjararáðs og segir hana í engu samræmi við launaþróun á almennum vinnumarkaði. „Þetta er alla vega ekki í neinum takti við það sem íslenskt verkafólk hefur verið að fá enda sést það vel hverjar krónutölurnar liggja þar á bakvið. En eins og ég segi, ég vil að allir séu með góð laun – ekki bara sumir. Við erum hér með lágmarkslaun á Íslandi í dag sem eru 245 þúsund krónur. Þessar hækkanir sem kjararáð er að láta einstaka hópa fá eru langt fyrir ofan þá upphæð,“ segir Vilhjálmur.Vilhjálmur BirgissonPrósentuhækkanir aflgjafi ójafnréttisHann telur að menn muni hafa þessa ákvörðun á bakvið eyrað þegar kjarasamningarnir sem undirritaðir voru á síðasta ári verða endurskoðaðir í febrúar. „Þetta misrétti og þetta óréttlæti sem hefur tröllriðið íslensku samfélagi í gegnum árin það virðist vera komið á blússandi ferð á nýjan leik og það er alveg ljóst að verkafólk getur ekki horft upp á slíka misskiptingu öllu lengur. Það er einfaldlega þannig að prósentuhækkanir í kjarasamningum eru aflgjafi ójafnréttis og misskiptingar,“ segir Vilhjálmur. Vilhjálmur bendir á að bankastjóri Landsbankans hafi fengið rúmlega 40 prósenta launahækkun um áramótin, eða rúmlega fimm hundruð þúsund krónur, og þá hafi laun stjórnarmanna hjá tryggingarfélaginu VÍS hækkað um 75 prósent eða 200 þúsund krónur á mánuði. Hann segir að launabilið í íslensku samfélagi sé að aukast á ný. „Við verðum líka að átta okkur á því að laun íslensks verkafólks þau eru einfaldlega of lág og við höfum verið að stíga skref jafnt og þétt til að reyna að leiðrétta þessi laun. Í síðustu samningum áttu að vera sérstakar láglaunaaðgerðir með meiri hækkun til handa verkafólki en efa að einstaklingur sem er að hækka um 25 þúsund krónur á mánuði, ef það á að kallast sérstök aðgerð þegar við horfum svo upp á tölur upp á 300 upp í 600 þúsund króna hækkun á mánuði – það má kallast sérstök láglaunaaðgerð,“ segir Vilhjálmur Birgisson.
Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira