Ástþór Magnússon býður sig fram til forseta Íslands Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. janúar 2016 15:55 Ástþór Magnússon á framboðsfundi árið 2012. vísir/Vilhelm Ástþór Magnússon hefur ákveðið að endurtaka forsetaframboðið „Virkjum Bessastaði“ og mun því gefa kost á sér í komandi forsetakosningum næsta sumar. Þetta er í fjórða sinn sem hann gefur kost á sér til embættisins. Þetta kemur fram í bréfi sem Ástþór Magnússon, fyrrum forsetaframbjóðandi og stofnandi Friðar 2000, sendi í dag á Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) . Í bréfinu biðlar hann til stofnunarinnar að senda eftirlitsmenn til Íslands „til að hafa eftirlit með undirbúningi kosninganna og leggja sitt af mörkum til að fram fari heiðarleg, opin og lýðræðisleg umræða um forsetaframboðin svo þjóðin geti valið sér forseta eftir að hafa kynnst hvað frambjóðandinn hefur fram að færa,“ eins og það er orðað í bréfinu. Ástæðuna segir hann vera þá að íslenskir fjölmiðlar þurfi aðhald í aðdraganda komandi kosninga og að grundvöllurinn að lýðræðislegum kosningum sé aðgengi að fjölmiðlum á jafnréttisgrundvelli.Vill nýja hugmyndafræði á Bessastaði Ástþór segir væntanlegt forsetaframboð sitt snúast um að virkja embættið til að boða nýja hugmyndafræði í friðarmálum. „Það er ábyrgðarhluti ef fjölmiðlar eru látnir komast upp með að útiloka alla opna umræðu um þetta málefni sem er okkur Íslendingum og heimsbyggðinni allri svo mikilvægt. Sérstaklega nú þegar ófriðareldar loga víða um heim og jafnvel Evrópa stendur á barmi styrjaldar. Þjóðlíf og atvinnuvegir Íslendinga eins og t.d. ferðamannaiðnaður standa berskjaldaðir. Íslendingar geta ekki snúið bakinu í eldinn. Við þurfum að taka forystu gegn þessu ófriðarástandi. Að virkja Bessastaði með mætti orðsins og nýrri hugmyndafræði er okkar hlutverk,“ segir Ástþór. Ástþór hefur áður kynnt hugmyndafræði sína í forsetaframboði sínu árið 1996 og í bókinni Virkjum Bessastaði sem dreift var á öll heimili landsmanna. Ástþór bauð sig fram til forseta Íslands í forsetakosningunum 2012, en þann 1. júní 2012 var framboð hans dæmt ógilt því hann fékk ekki lögboðið vottorð yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis. Forsetaframboð hans árið 2000 var einnig dæmt ógilt, vegna þess að nægjanlegan fjölda meðmælenda vantaði. Ástþór segir í bréfi sínu að skipulagðri aðför fjölmiðla og fleiri hafi verið um að kenna að framboðin voru ógild.Bréf Ástþórs til ÖSE má finna í heild sinni í viðhengi hér að neðan. Forsetakosningar 2016 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Sjá meira
Ástþór Magnússon hefur ákveðið að endurtaka forsetaframboðið „Virkjum Bessastaði“ og mun því gefa kost á sér í komandi forsetakosningum næsta sumar. Þetta er í fjórða sinn sem hann gefur kost á sér til embættisins. Þetta kemur fram í bréfi sem Ástþór Magnússon, fyrrum forsetaframbjóðandi og stofnandi Friðar 2000, sendi í dag á Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) . Í bréfinu biðlar hann til stofnunarinnar að senda eftirlitsmenn til Íslands „til að hafa eftirlit með undirbúningi kosninganna og leggja sitt af mörkum til að fram fari heiðarleg, opin og lýðræðisleg umræða um forsetaframboðin svo þjóðin geti valið sér forseta eftir að hafa kynnst hvað frambjóðandinn hefur fram að færa,“ eins og það er orðað í bréfinu. Ástæðuna segir hann vera þá að íslenskir fjölmiðlar þurfi aðhald í aðdraganda komandi kosninga og að grundvöllurinn að lýðræðislegum kosningum sé aðgengi að fjölmiðlum á jafnréttisgrundvelli.Vill nýja hugmyndafræði á Bessastaði Ástþór segir væntanlegt forsetaframboð sitt snúast um að virkja embættið til að boða nýja hugmyndafræði í friðarmálum. „Það er ábyrgðarhluti ef fjölmiðlar eru látnir komast upp með að útiloka alla opna umræðu um þetta málefni sem er okkur Íslendingum og heimsbyggðinni allri svo mikilvægt. Sérstaklega nú þegar ófriðareldar loga víða um heim og jafnvel Evrópa stendur á barmi styrjaldar. Þjóðlíf og atvinnuvegir Íslendinga eins og t.d. ferðamannaiðnaður standa berskjaldaðir. Íslendingar geta ekki snúið bakinu í eldinn. Við þurfum að taka forystu gegn þessu ófriðarástandi. Að virkja Bessastaði með mætti orðsins og nýrri hugmyndafræði er okkar hlutverk,“ segir Ástþór. Ástþór hefur áður kynnt hugmyndafræði sína í forsetaframboði sínu árið 1996 og í bókinni Virkjum Bessastaði sem dreift var á öll heimili landsmanna. Ástþór bauð sig fram til forseta Íslands í forsetakosningunum 2012, en þann 1. júní 2012 var framboð hans dæmt ógilt því hann fékk ekki lögboðið vottorð yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis. Forsetaframboð hans árið 2000 var einnig dæmt ógilt, vegna þess að nægjanlegan fjölda meðmælenda vantaði. Ástþór segir í bréfi sínu að skipulagðri aðför fjölmiðla og fleiri hafi verið um að kenna að framboðin voru ógild.Bréf Ástþórs til ÖSE má finna í heild sinni í viðhengi hér að neðan.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Sjá meira