Jón Daði: Liðsheildin er svakaleg Smári Jökull Jónsson skrifar 9. október 2016 22:02 Jón Daði kom aftur inn í byrjunarliðið fyrir leikinn í kvöld. Jón Daði Böðvarsson kom aftur inn í byrjunarlið Íslands eftir að hafa verið frá vegna meiðsla í leiknum gegn Finnlandi. Jón Daði var vinnusamur þann tíma sem hann var inni á vellinum og var vitaskuld ánægður með sigurinn gegn sterku liði Tyrkja. „Mér fannst við vera traustir frá byrjun til enda. Við vorum að finna okkur virkilega vel saman sóknarlega og varnarlega líka. Allir voru samstilltir og við náðum að pressa þá vel, sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem þeir voru undir stöðugri pressu,“ sagði Jón Daði þegar Vísir talaði við hann að leik loknum. Aron Einar Gunnarsson fyrirliði Íslands var fjarverandi í kvöld vegna leikbanns og margir töldu það erfitt skarð að fylla. Birkir Bjarnason var færður inn á miðjuna af kantinum og skilaði hlutverkinu með sóma. „Mér fannst hann frábær. Það sem Aron er góður í að gera er að koma með jafnvægi í liðið. Birkir gerði það vel og á hrós skilið ásamt öllu liðinu. Þetta sýnir hvað við erum með góðan og breiðan hóp, nú þegar okkur vantar lykilmann.“ Tyrkneska liðið komst ekkert áleiðis í sóknarleik sínum og áttu leikmenn Íslands svör við öllum þeirra aðgerðum. „Við vissum að þetta eru einstaklingslega séð mjög sterkir leikmenn, teknískir og snöggir. Við einbeittum okkur að að tapa ekki návígum einn á móti einum og að vera samstilltir og þéttir sem lið. Mér fannst það virka og þeir náðu aldrei að skapa hættu. Liðsheildin hjá okkur er svakaleg, það vinna allir fyrir hvern annan og það hefur verið uppskriftin okkar og hefur komið okkur svona langt,“ bætti Jón Daði við. Alfreð Finnbogason spilaði við hlið Jóns Daða í kvöld en oftast nær hefur Kolbeinn Sigþórsson myndað framherjapar með Selfyssingnum knáa. „Alfreð er búinn að nýta sénsana sína og skora auk þess að vinna virkilega vel fyrir liðið. Mér fannst við finna hvorn annan vel í dag og vorum að ræða það eftir leik að við værum ánægðir með okkar frammistöðu. Þetta var fyrsti leikurinn þar sem við virkilega náðum því. Hann var góður í dag,“ sagði Jón Daði að lokum. Íslenski boltinn Innlendar Íþróttir Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Fleiri fréttir „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Sjá meira
Jón Daði Böðvarsson kom aftur inn í byrjunarlið Íslands eftir að hafa verið frá vegna meiðsla í leiknum gegn Finnlandi. Jón Daði var vinnusamur þann tíma sem hann var inni á vellinum og var vitaskuld ánægður með sigurinn gegn sterku liði Tyrkja. „Mér fannst við vera traustir frá byrjun til enda. Við vorum að finna okkur virkilega vel saman sóknarlega og varnarlega líka. Allir voru samstilltir og við náðum að pressa þá vel, sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem þeir voru undir stöðugri pressu,“ sagði Jón Daði þegar Vísir talaði við hann að leik loknum. Aron Einar Gunnarsson fyrirliði Íslands var fjarverandi í kvöld vegna leikbanns og margir töldu það erfitt skarð að fylla. Birkir Bjarnason var færður inn á miðjuna af kantinum og skilaði hlutverkinu með sóma. „Mér fannst hann frábær. Það sem Aron er góður í að gera er að koma með jafnvægi í liðið. Birkir gerði það vel og á hrós skilið ásamt öllu liðinu. Þetta sýnir hvað við erum með góðan og breiðan hóp, nú þegar okkur vantar lykilmann.“ Tyrkneska liðið komst ekkert áleiðis í sóknarleik sínum og áttu leikmenn Íslands svör við öllum þeirra aðgerðum. „Við vissum að þetta eru einstaklingslega séð mjög sterkir leikmenn, teknískir og snöggir. Við einbeittum okkur að að tapa ekki návígum einn á móti einum og að vera samstilltir og þéttir sem lið. Mér fannst það virka og þeir náðu aldrei að skapa hættu. Liðsheildin hjá okkur er svakaleg, það vinna allir fyrir hvern annan og það hefur verið uppskriftin okkar og hefur komið okkur svona langt,“ bætti Jón Daði við. Alfreð Finnbogason spilaði við hlið Jóns Daða í kvöld en oftast nær hefur Kolbeinn Sigþórsson myndað framherjapar með Selfyssingnum knáa. „Alfreð er búinn að nýta sénsana sína og skora auk þess að vinna virkilega vel fyrir liðið. Mér fannst við finna hvorn annan vel í dag og vorum að ræða það eftir leik að við værum ánægðir með okkar frammistöðu. Þetta var fyrsti leikurinn þar sem við virkilega náðum því. Hann var góður í dag,“ sagði Jón Daði að lokum.
Íslenski boltinn Innlendar Íþróttir Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Fleiri fréttir „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Sjá meira