Ásmundur fann að rasistaummælum Samfylkingarfólks Jóhann Óli Eiðsson skrifar 16. ágúst 2016 15:03 Ásmundur Friðriksson Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, kom upp í pontu undir liðnum störf þingsins og beindi fyrirspurn til Oddnýjar G. Harðardóttur, formanns Samfylkingarinnar, varðandi orðræðu þá sem hluti Samfylkingarmanna hefur haft uppi um hann. Þingmaðurinn vísaði þar meðal annars til ummæla Semu Erlu Serdar, formanns framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, sem sagði þingmanninn „ala á ótta“ og viðhafa rasískar skoðanir. Einnig vísaði hann til ræðu Oddnýjar, frá því fyrr á þessu ári, þar sem hún sagði hann hoppa á sama vagn og Donald Trump. „Síðan þá kallaði ritari Samfylkingarinnar þrjá frambjóðendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi ýmsum nöfnum,“ sagði Ásmundur. Þar vísaði hann til tísts Óskars Steins Jónínu Ómarssonar þar sem Ragnheiður Elín Árnadóttir var kölluð „duglaus ráðherra“, Ásmundur kallaður rasisti og Árni Johnsen kallaður „dæmdur þjófur“. „Er það þessi leið sem Samfylkingin vill fara? Einstaklingar sem hafa verið dæmdir, setið sína refsingu og skilað því til baka til samfélagsins sem ranglega var tekið, eiga þeir að bera þann kaleik alla ævi?“ spurði Ásmundur.Mannúð og mannréttindi ættu að vera útgangspunktur Oddný G. Harðardóttir tók næst til máls og byrjaði á því að segja að hún hefði aldrei hrósað nokkrum manni fyrir að kalla annan mann rasista. „Í Samfylkingunni ríkir málfrelsi og formaðurinn segir félögum ekki hvað má segja og hvað má ekki segja.“ Oddný lagði áherslu á það að fólk gætti orða sinna, myndi varast það að fella dóma og að særa fólk. Það ætti ekki síst við um háttvirta þingmenn. „Þegar háttvirtur þingmaður lagði til á Facebook og í fjölmiðlum að bakgrunnur íslenskra múslima yrði kannaður þá urðu margir reiðir og sárir.“ Formaðurinn sagði að þingmenn og ráðherrar ættu að gæta hagsmuna allra óháð trú eða uppruna. Þó að það gæti reynst sumum freisting að tala inn í óttan um hið óþekkta og hvetja til mismununar þá ættu mannúð og mannréttindi ávallt að vera upphafspunktur í öllum umræðum í velferðar- og lýðræðisríkjum. Alþingi Donald Trump Kosningar 2016 X16 Suður Tengdar fréttir Íslenska þjóðfylkingin býður Ásmund Friðriksson velkominn Nýstofnaður flokkur sem berst gegn fjölmenningu fagnar ummælum þingmanns Sjálfstæðisflokksins um flóttafólk. 3. mars 2016 10:30 Maður á ekki að þurfa að venjast þessu Sema Erla Serdar, formaður Samfylkingarinnar í Kópavogi, segir suma fjölmiðla og stjórnmálamenn ala á ótta í garð minnihlutahópa hér á landi. Hún nefnir Útvarp Sögu og Ásmund Friðriksson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, sem dæmi í því sambandi. 15. júlí 2016 07:00 Vill skoða hvort snúa beri flóttafólki til síns heima strax í Leifsstöð Ásmundur Friðriksson býr sig undir að vera rifinn í sig af "góða fólkinu“. 1. mars 2016 14:54 Ritari Samfylkingarinnar: „Duglaus ráðherra, rasisti og dæmdur þjófur“ Óskar Steinn Jónínu Ómarsson, ritari Samfylkingarinnar, baunar á oddvitaefni Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. 4. ágúst 2016 11:10 Segir Ásmund hafa skipað sér í flokk með popúlistum og Donald Trump Oddný G. Harðardóttir gagnrýnir ummæli þingmanns Sjálfstæðisflokksins um flóttamenn. 2. mars 2016 17:40 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Sjá meira
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, kom upp í pontu undir liðnum störf þingsins og beindi fyrirspurn til Oddnýjar G. Harðardóttur, formanns Samfylkingarinnar, varðandi orðræðu þá sem hluti Samfylkingarmanna hefur haft uppi um hann. Þingmaðurinn vísaði þar meðal annars til ummæla Semu Erlu Serdar, formanns framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, sem sagði þingmanninn „ala á ótta“ og viðhafa rasískar skoðanir. Einnig vísaði hann til ræðu Oddnýjar, frá því fyrr á þessu ári, þar sem hún sagði hann hoppa á sama vagn og Donald Trump. „Síðan þá kallaði ritari Samfylkingarinnar þrjá frambjóðendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi ýmsum nöfnum,“ sagði Ásmundur. Þar vísaði hann til tísts Óskars Steins Jónínu Ómarssonar þar sem Ragnheiður Elín Árnadóttir var kölluð „duglaus ráðherra“, Ásmundur kallaður rasisti og Árni Johnsen kallaður „dæmdur þjófur“. „Er það þessi leið sem Samfylkingin vill fara? Einstaklingar sem hafa verið dæmdir, setið sína refsingu og skilað því til baka til samfélagsins sem ranglega var tekið, eiga þeir að bera þann kaleik alla ævi?“ spurði Ásmundur.Mannúð og mannréttindi ættu að vera útgangspunktur Oddný G. Harðardóttir tók næst til máls og byrjaði á því að segja að hún hefði aldrei hrósað nokkrum manni fyrir að kalla annan mann rasista. „Í Samfylkingunni ríkir málfrelsi og formaðurinn segir félögum ekki hvað má segja og hvað má ekki segja.“ Oddný lagði áherslu á það að fólk gætti orða sinna, myndi varast það að fella dóma og að særa fólk. Það ætti ekki síst við um háttvirta þingmenn. „Þegar háttvirtur þingmaður lagði til á Facebook og í fjölmiðlum að bakgrunnur íslenskra múslima yrði kannaður þá urðu margir reiðir og sárir.“ Formaðurinn sagði að þingmenn og ráðherrar ættu að gæta hagsmuna allra óháð trú eða uppruna. Þó að það gæti reynst sumum freisting að tala inn í óttan um hið óþekkta og hvetja til mismununar þá ættu mannúð og mannréttindi ávallt að vera upphafspunktur í öllum umræðum í velferðar- og lýðræðisríkjum.
Alþingi Donald Trump Kosningar 2016 X16 Suður Tengdar fréttir Íslenska þjóðfylkingin býður Ásmund Friðriksson velkominn Nýstofnaður flokkur sem berst gegn fjölmenningu fagnar ummælum þingmanns Sjálfstæðisflokksins um flóttafólk. 3. mars 2016 10:30 Maður á ekki að þurfa að venjast þessu Sema Erla Serdar, formaður Samfylkingarinnar í Kópavogi, segir suma fjölmiðla og stjórnmálamenn ala á ótta í garð minnihlutahópa hér á landi. Hún nefnir Útvarp Sögu og Ásmund Friðriksson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, sem dæmi í því sambandi. 15. júlí 2016 07:00 Vill skoða hvort snúa beri flóttafólki til síns heima strax í Leifsstöð Ásmundur Friðriksson býr sig undir að vera rifinn í sig af "góða fólkinu“. 1. mars 2016 14:54 Ritari Samfylkingarinnar: „Duglaus ráðherra, rasisti og dæmdur þjófur“ Óskar Steinn Jónínu Ómarsson, ritari Samfylkingarinnar, baunar á oddvitaefni Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. 4. ágúst 2016 11:10 Segir Ásmund hafa skipað sér í flokk með popúlistum og Donald Trump Oddný G. Harðardóttir gagnrýnir ummæli þingmanns Sjálfstæðisflokksins um flóttamenn. 2. mars 2016 17:40 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Sjá meira
Íslenska þjóðfylkingin býður Ásmund Friðriksson velkominn Nýstofnaður flokkur sem berst gegn fjölmenningu fagnar ummælum þingmanns Sjálfstæðisflokksins um flóttafólk. 3. mars 2016 10:30
Maður á ekki að þurfa að venjast þessu Sema Erla Serdar, formaður Samfylkingarinnar í Kópavogi, segir suma fjölmiðla og stjórnmálamenn ala á ótta í garð minnihlutahópa hér á landi. Hún nefnir Útvarp Sögu og Ásmund Friðriksson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, sem dæmi í því sambandi. 15. júlí 2016 07:00
Vill skoða hvort snúa beri flóttafólki til síns heima strax í Leifsstöð Ásmundur Friðriksson býr sig undir að vera rifinn í sig af "góða fólkinu“. 1. mars 2016 14:54
Ritari Samfylkingarinnar: „Duglaus ráðherra, rasisti og dæmdur þjófur“ Óskar Steinn Jónínu Ómarsson, ritari Samfylkingarinnar, baunar á oddvitaefni Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. 4. ágúst 2016 11:10
Segir Ásmund hafa skipað sér í flokk með popúlistum og Donald Trump Oddný G. Harðardóttir gagnrýnir ummæli þingmanns Sjálfstæðisflokksins um flóttamenn. 2. mars 2016 17:40