Á sviðinu með Gísla Pálma fyrr um kvöldið nadine guðrún yaghi skrifar 26. ágúst 2016 07:00 Rapparinn Gísli Pálmi Sigurðsson beytti skyndihjálp á vin sinn í porti við spilastofuna Fredda í miðbænum. Rapparinn Gísli Pálmi Sigurðsson beitti skyndihjálp á vin sinn er hann missti meðvitund í porti við spilastofuna Fredda í Þingholtsstræti í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt sunnudags. Töluvert hefur verið fjallað um mál tveggja manna en annar missti meðvitund aðfaranótt sunnudags og hinn lét lífið á heimili sínu nokkru síðar. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar bæði málin en grunur leikur á að lyfið fentanýl hafi komið við sögu í báðum tilfellum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu er rannsóknin langt á veg komin. Beðið er eftir niðurstöðum úr eiturefnarannsókn. Þá á eftir að yfirheyra nokkur vitni. Mennirnir, sem fæddir eru árið 1990 og árið 1992, þekktust og höfðu verið á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur með félögum sínum um kvöldið. Að sögn heimildarmanna Fréttablaðsins þekkti Gísli Pálmi báða mennina en hann var með tónleika umrætt kvöld. Sá sem missti meðvitund var á sviði með Gísla Pálma á tónleikunum en hann hefur lengi verið partur af teyminu hans. Að sögn sjónarvotta sem Fréttablaðið ræddi við beitti Gísli Pálmi skyndihjálp á vin sinn er hann missti meðvitund. Sjúkraliðar komu á staðinn stuttu síðar og var maðurinn fluttur á slysadeild. Tvö dauðsföll í ár má rekja til fentanýls að frátöldu atviki um síðustu helgi. Fentanýl er rótsterkt lyfseðilsskylt verkjalyf sem selt er í plástraformi. Það er skylt morfíni en er hundrað sinnum sterkara og fimmtíu sinnum sterkara en heróín. Lyfið hefur slævandi áhrif og er ávanabindandi. Þeir sem misnota lyfið bræða plástrana og reykja þá eða sprauta efnunum í sig. Lyfið er ætlað fólki sem glímir við langvinna verki og er til að mynda notað af krabbameinssjúklingum við verkjum, sem og við líknandi meðferð. Misnotkun fentanýls hefur færst í aukana undanfarið og þá sérstaklega í Bandaríkjunum þar sem rekja má tugi dauðsfalla til notkunar lyfsins síðustu mánuði. Umræðan komst í hámæli þegar greint var frá því að poppstjarnan Prince hefði látist af ofneyslu fentanýls í maí síðastliðnum. Ekki náðist í Gísla Pálma við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Tengdar fréttir Faðir biðlar til Gísla Pálma um upplýsingar varðandi andlát dóttur sinnar Faðir Evu Maríu Þorvarðardóttur sem lést eftir of stóran skammt af MDMA árið 2013 segir dóttur sína hafa látist í partýi hjá Gísla Pálma. 7. júní 2016 12:15 Einn lést og annar missti meðvitund: Tveir þegar látist af völdum fentanýl á árinu Mennirnir, sem eru fæddir árið 1992 og árið 1990, höfðu verið á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur með félögum sínum. Annar þeirra missti meðvitund í miðbæ Reykjavíkur og var fluttur á slysadeild í kjölfarið. Hinn lést á heimili sínu nokkru síðar. 23. ágúst 2016 19:00 Lát ungs manns á Menningarnótt til rannsóknar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar hvort andlát ungs manns aðfaranótt sunnudags tengist neyslu fentanýls. 23. ágúst 2016 12:53 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira
Rapparinn Gísli Pálmi Sigurðsson beitti skyndihjálp á vin sinn er hann missti meðvitund í porti við spilastofuna Fredda í Þingholtsstræti í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt sunnudags. Töluvert hefur verið fjallað um mál tveggja manna en annar missti meðvitund aðfaranótt sunnudags og hinn lét lífið á heimili sínu nokkru síðar. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar bæði málin en grunur leikur á að lyfið fentanýl hafi komið við sögu í báðum tilfellum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu er rannsóknin langt á veg komin. Beðið er eftir niðurstöðum úr eiturefnarannsókn. Þá á eftir að yfirheyra nokkur vitni. Mennirnir, sem fæddir eru árið 1990 og árið 1992, þekktust og höfðu verið á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur með félögum sínum um kvöldið. Að sögn heimildarmanna Fréttablaðsins þekkti Gísli Pálmi báða mennina en hann var með tónleika umrætt kvöld. Sá sem missti meðvitund var á sviði með Gísla Pálma á tónleikunum en hann hefur lengi verið partur af teyminu hans. Að sögn sjónarvotta sem Fréttablaðið ræddi við beitti Gísli Pálmi skyndihjálp á vin sinn er hann missti meðvitund. Sjúkraliðar komu á staðinn stuttu síðar og var maðurinn fluttur á slysadeild. Tvö dauðsföll í ár má rekja til fentanýls að frátöldu atviki um síðustu helgi. Fentanýl er rótsterkt lyfseðilsskylt verkjalyf sem selt er í plástraformi. Það er skylt morfíni en er hundrað sinnum sterkara og fimmtíu sinnum sterkara en heróín. Lyfið hefur slævandi áhrif og er ávanabindandi. Þeir sem misnota lyfið bræða plástrana og reykja þá eða sprauta efnunum í sig. Lyfið er ætlað fólki sem glímir við langvinna verki og er til að mynda notað af krabbameinssjúklingum við verkjum, sem og við líknandi meðferð. Misnotkun fentanýls hefur færst í aukana undanfarið og þá sérstaklega í Bandaríkjunum þar sem rekja má tugi dauðsfalla til notkunar lyfsins síðustu mánuði. Umræðan komst í hámæli þegar greint var frá því að poppstjarnan Prince hefði látist af ofneyslu fentanýls í maí síðastliðnum. Ekki náðist í Gísla Pálma við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Tengdar fréttir Faðir biðlar til Gísla Pálma um upplýsingar varðandi andlát dóttur sinnar Faðir Evu Maríu Þorvarðardóttur sem lést eftir of stóran skammt af MDMA árið 2013 segir dóttur sína hafa látist í partýi hjá Gísla Pálma. 7. júní 2016 12:15 Einn lést og annar missti meðvitund: Tveir þegar látist af völdum fentanýl á árinu Mennirnir, sem eru fæddir árið 1992 og árið 1990, höfðu verið á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur með félögum sínum. Annar þeirra missti meðvitund í miðbæ Reykjavíkur og var fluttur á slysadeild í kjölfarið. Hinn lést á heimili sínu nokkru síðar. 23. ágúst 2016 19:00 Lát ungs manns á Menningarnótt til rannsóknar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar hvort andlát ungs manns aðfaranótt sunnudags tengist neyslu fentanýls. 23. ágúst 2016 12:53 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira
Faðir biðlar til Gísla Pálma um upplýsingar varðandi andlát dóttur sinnar Faðir Evu Maríu Þorvarðardóttur sem lést eftir of stóran skammt af MDMA árið 2013 segir dóttur sína hafa látist í partýi hjá Gísla Pálma. 7. júní 2016 12:15
Einn lést og annar missti meðvitund: Tveir þegar látist af völdum fentanýl á árinu Mennirnir, sem eru fæddir árið 1992 og árið 1990, höfðu verið á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur með félögum sínum. Annar þeirra missti meðvitund í miðbæ Reykjavíkur og var fluttur á slysadeild í kjölfarið. Hinn lést á heimili sínu nokkru síðar. 23. ágúst 2016 19:00
Lát ungs manns á Menningarnótt til rannsóknar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar hvort andlát ungs manns aðfaranótt sunnudags tengist neyslu fentanýls. 23. ágúst 2016 12:53