Einn hættulegasti hákarl heims skammt út frá Þorlákshöfn Gissur Sigurðsson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 26. ágúst 2016 20:49 Sjómennirnir kipptu sér lítið upp við það að að hafa fengið einn hættulegasta hákarl í heimi upp í bátinn. vísir/þorvaldur Áhöfnin á línubátnum Sæunni Sæmundsdóttur ÁR hefur í tvígang í þessari viku fengið Bláháf á línuna, en hann er einn af tíu hættulegustu hákörlum í heimi. Bláháfur er mannæta þegar þannig liggur á honum. Þorvaldur Garðarson skipstjóri segir að hákarlarnir hafi komið á línuna um fimmtán til tuttugu sjómílum frá Þorlákshöfn. Þorvaldur er sjómaður til fjörutíu og þriggja ára, og segist aldrei hafa séð neitt í líkingu við þetta. „Þetta er eitthvað sem er mjög sjaldgæft en hefur fengist með túnfiskveiðum langt suður í hafinu, en er samt mjög sjaldgæft. Ég er búinn að vera á sjó í 43 ár og hef aldrei séð þetta kvikindi,” segir hann."Þeir sem stunda sjósund af kappi ættu að fara að hugsa sinn gang,” segir Þorvaldur.vísir/þorvaldur garðarssonÁ Vísindavefnum segir að Bláháfurinn sé stór hákarl og geti orðið allt að 380 cm að lengd og rúmlega 200 kíló að þyngd. Hans helsta fæða séu smokkfiskar og aðrir höfuðfætlingar auk þess sem hann geri tækifærisárásir á dýr sem hann kemst í tæri við, og eru menn þar ekki undanskildir. Þorvaldur segir háfana hafa bitið á línuna. „Þeir tóku línuna og flæktu henni utan um sporðinn. Annars hefðu þeir eflaust slitið hann,” segir hann. “En þeir sem stunda sjósund af kappi ættu að fara að hugsa sinn gang,” bætir hann við og hlær. Þorvaldur bindur vonir við að hákarlarnir verði nýttir til sýninga. „Þetta fer bara á fiskmarkaðinn ef einhver vill kaupa þetta. En það væri helst að einhver myndi kaupa þetta til að hafa til sýnis eða eitthvað svoleiðis.”Hér má lesa nánar um Bláháf. Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Fleiri fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Sjá meira
Áhöfnin á línubátnum Sæunni Sæmundsdóttur ÁR hefur í tvígang í þessari viku fengið Bláháf á línuna, en hann er einn af tíu hættulegustu hákörlum í heimi. Bláháfur er mannæta þegar þannig liggur á honum. Þorvaldur Garðarson skipstjóri segir að hákarlarnir hafi komið á línuna um fimmtán til tuttugu sjómílum frá Þorlákshöfn. Þorvaldur er sjómaður til fjörutíu og þriggja ára, og segist aldrei hafa séð neitt í líkingu við þetta. „Þetta er eitthvað sem er mjög sjaldgæft en hefur fengist með túnfiskveiðum langt suður í hafinu, en er samt mjög sjaldgæft. Ég er búinn að vera á sjó í 43 ár og hef aldrei séð þetta kvikindi,” segir hann."Þeir sem stunda sjósund af kappi ættu að fara að hugsa sinn gang,” segir Þorvaldur.vísir/þorvaldur garðarssonÁ Vísindavefnum segir að Bláháfurinn sé stór hákarl og geti orðið allt að 380 cm að lengd og rúmlega 200 kíló að þyngd. Hans helsta fæða séu smokkfiskar og aðrir höfuðfætlingar auk þess sem hann geri tækifærisárásir á dýr sem hann kemst í tæri við, og eru menn þar ekki undanskildir. Þorvaldur segir háfana hafa bitið á línuna. „Þeir tóku línuna og flæktu henni utan um sporðinn. Annars hefðu þeir eflaust slitið hann,” segir hann. “En þeir sem stunda sjósund af kappi ættu að fara að hugsa sinn gang,” bætir hann við og hlær. Þorvaldur bindur vonir við að hákarlarnir verði nýttir til sýninga. „Þetta fer bara á fiskmarkaðinn ef einhver vill kaupa þetta. En það væri helst að einhver myndi kaupa þetta til að hafa til sýnis eða eitthvað svoleiðis.”Hér má lesa nánar um Bláháf.
Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Fleiri fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Sjá meira