Ný könnun fréttastofu 365: Meirihlutinn héldi velli í Reykjavík Sveinn Arnarsson skrifar 19. desember 2016 06:00 Björn Blöndal, Halldór Auðar Svansson, Dagur B. Eggertsson og Sóley Tómasdóttir daginn eftir kosningarnar 2014. Vísir/Vilhelm Könnun fréttastofu 365 á fylgi flokkanna í borginni gefur til kynna að staða meirihlutans sé sterk. Meirihlutinn fengi fjórtán borgarfulltrúa gegn níu minnihlutans. Framsóknarflokkurinn rétt nær inn manni í borgarstjórn sem fjölgar um átta á næsta kjörtímabili.Reykjavík Framsóknarflokkur og Samfylking tapa bæði miklu fylgi í Reykjavík miðað við skoðanakönnun fréttastofu 365 á fylgi flokkanna til borgarstjórnar Reykjavíkur. Sjálfstæðisflokkurinn er sem fyrr stærsti flokkurinn í borginni. Samfylkingin tapar nærri helmingi fylgis síns miðað við síðustu sveitarstjórnarkosningar og mælist með rúmlega 17 prósenta fylgi. Núverandi borgarstjórnarmeirihluti heldur hins vegar velli yrði niðurstaða könnunarinnar úrslit næstu kosninga. „Ég er ánægður að við séum að bæta við okkur fylgi,“ segir Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins, sem mælist með um 32 prósenta fylgi en flokkurinn fékk 25,7 prósent í síðustu sveitarstjórnarkosningum. „En við verðum að gera betur og skila því til borgarbúa hvernig við viljum gera hlutina öðruvísi. Það er áherslumunur á okkur og þeim sem nú eru í meirihluta.“ Samfylkingin fékk 31,9 prósenta fylgi í síðustu kosningum en mælist nú með rúmlega helminginn af kjörfylgi sínu eða 17,1 prósent. Dagur B. Eggertsson samgleðst félögum sínum í meirihlutanum en vill gera betur sjálfur. „Þetta er sterk skoðanakönnun fyrir meirihlutann. Mig grunar að staðan í landsmálum spili eitthvað þarna inn í. Þetta er áhugaverð mæling á þessum tímapunkti,“ segir Dagur.Píratar, Björt Framtíð og Vinstri græn eru síðan á svipuðum slóðum og ekki marktækur munur á fylgi þeirra. Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, segir könnunina ánægjulega. „Að vísu er aðeins um könnun að ræða og langt í næstu kosningar en ég held að fólk kunni að meta áherslur VG bæði í borginni og á landsvísu. Það er einnig ánægjulegt að sjá að meirihlutinn heldur velli.“Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, segir könnunina gefa vísbendingar um að fylgið í alþingiskosningum smiti niðurstöður í borginni „Þetta er í átt við þær meginlínur sem við sáum í þingkosningum í október. Sjálfstæðisflokkur bætir við sig og Samfylkingin tapar miklu fylgi,“ segir Grétar Þór. „Samfylkingin var með um fimm prósent í Reykjavíkurkjördæmunum í alþingiskosningum en mælist mun sterkari á sveitarstjórnarstiginu. Það gæti bent til ákveðins styrkleika Dags borgarstjóra.“ Borgarfulltrúum mun fjölga um 8 á næsta kjörtímabili, úr 15 í 23. Verði niðurstaða könnunarinnar úrslit kosninganna myndi Sjálfstæðisflokkurinn fá átta borgarfulltrúa, Samfylking og VG fjóra hvor flokkur, Píratar og Björt framtíð fengju hvor tveggja þrjá borgarfulltrúa og Framsóknarflokkurinn rétt nær inn manni í borgarstjórn.Könnun fréttastofu 365 var gerð dagana 12.-14. desember og hringt í 1.016 einstaklinga. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til borgarstjórnarkosninga í Reykjavík í dag? Svör fengust frá 617 einstaklingum. 59,4 prósent afspurða tóku afstöðu til spurningarinnar. Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Könnun fréttastofu 365 á fylgi flokkanna í borginni gefur til kynna að staða meirihlutans sé sterk. Meirihlutinn fengi fjórtán borgarfulltrúa gegn níu minnihlutans. Framsóknarflokkurinn rétt nær inn manni í borgarstjórn sem fjölgar um átta á næsta kjörtímabili.Reykjavík Framsóknarflokkur og Samfylking tapa bæði miklu fylgi í Reykjavík miðað við skoðanakönnun fréttastofu 365 á fylgi flokkanna til borgarstjórnar Reykjavíkur. Sjálfstæðisflokkurinn er sem fyrr stærsti flokkurinn í borginni. Samfylkingin tapar nærri helmingi fylgis síns miðað við síðustu sveitarstjórnarkosningar og mælist með rúmlega 17 prósenta fylgi. Núverandi borgarstjórnarmeirihluti heldur hins vegar velli yrði niðurstaða könnunarinnar úrslit næstu kosninga. „Ég er ánægður að við séum að bæta við okkur fylgi,“ segir Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins, sem mælist með um 32 prósenta fylgi en flokkurinn fékk 25,7 prósent í síðustu sveitarstjórnarkosningum. „En við verðum að gera betur og skila því til borgarbúa hvernig við viljum gera hlutina öðruvísi. Það er áherslumunur á okkur og þeim sem nú eru í meirihluta.“ Samfylkingin fékk 31,9 prósenta fylgi í síðustu kosningum en mælist nú með rúmlega helminginn af kjörfylgi sínu eða 17,1 prósent. Dagur B. Eggertsson samgleðst félögum sínum í meirihlutanum en vill gera betur sjálfur. „Þetta er sterk skoðanakönnun fyrir meirihlutann. Mig grunar að staðan í landsmálum spili eitthvað þarna inn í. Þetta er áhugaverð mæling á þessum tímapunkti,“ segir Dagur.Píratar, Björt Framtíð og Vinstri græn eru síðan á svipuðum slóðum og ekki marktækur munur á fylgi þeirra. Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, segir könnunina ánægjulega. „Að vísu er aðeins um könnun að ræða og langt í næstu kosningar en ég held að fólk kunni að meta áherslur VG bæði í borginni og á landsvísu. Það er einnig ánægjulegt að sjá að meirihlutinn heldur velli.“Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, segir könnunina gefa vísbendingar um að fylgið í alþingiskosningum smiti niðurstöður í borginni „Þetta er í átt við þær meginlínur sem við sáum í þingkosningum í október. Sjálfstæðisflokkur bætir við sig og Samfylkingin tapar miklu fylgi,“ segir Grétar Þór. „Samfylkingin var með um fimm prósent í Reykjavíkurkjördæmunum í alþingiskosningum en mælist mun sterkari á sveitarstjórnarstiginu. Það gæti bent til ákveðins styrkleika Dags borgarstjóra.“ Borgarfulltrúum mun fjölga um 8 á næsta kjörtímabili, úr 15 í 23. Verði niðurstaða könnunarinnar úrslit kosninganna myndi Sjálfstæðisflokkurinn fá átta borgarfulltrúa, Samfylking og VG fjóra hvor flokkur, Píratar og Björt framtíð fengju hvor tveggja þrjá borgarfulltrúa og Framsóknarflokkurinn rétt nær inn manni í borgarstjórn.Könnun fréttastofu 365 var gerð dagana 12.-14. desember og hringt í 1.016 einstaklinga. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til borgarstjórnarkosninga í Reykjavík í dag? Svör fengust frá 617 einstaklingum. 59,4 prósent afspurða tóku afstöðu til spurningarinnar.
Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira