Ný könnun fréttastofu 365: Meirihlutinn héldi velli í Reykjavík Sveinn Arnarsson skrifar 19. desember 2016 06:00 Björn Blöndal, Halldór Auðar Svansson, Dagur B. Eggertsson og Sóley Tómasdóttir daginn eftir kosningarnar 2014. Vísir/Vilhelm Könnun fréttastofu 365 á fylgi flokkanna í borginni gefur til kynna að staða meirihlutans sé sterk. Meirihlutinn fengi fjórtán borgarfulltrúa gegn níu minnihlutans. Framsóknarflokkurinn rétt nær inn manni í borgarstjórn sem fjölgar um átta á næsta kjörtímabili.Reykjavík Framsóknarflokkur og Samfylking tapa bæði miklu fylgi í Reykjavík miðað við skoðanakönnun fréttastofu 365 á fylgi flokkanna til borgarstjórnar Reykjavíkur. Sjálfstæðisflokkurinn er sem fyrr stærsti flokkurinn í borginni. Samfylkingin tapar nærri helmingi fylgis síns miðað við síðustu sveitarstjórnarkosningar og mælist með rúmlega 17 prósenta fylgi. Núverandi borgarstjórnarmeirihluti heldur hins vegar velli yrði niðurstaða könnunarinnar úrslit næstu kosninga. „Ég er ánægður að við séum að bæta við okkur fylgi,“ segir Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins, sem mælist með um 32 prósenta fylgi en flokkurinn fékk 25,7 prósent í síðustu sveitarstjórnarkosningum. „En við verðum að gera betur og skila því til borgarbúa hvernig við viljum gera hlutina öðruvísi. Það er áherslumunur á okkur og þeim sem nú eru í meirihluta.“ Samfylkingin fékk 31,9 prósenta fylgi í síðustu kosningum en mælist nú með rúmlega helminginn af kjörfylgi sínu eða 17,1 prósent. Dagur B. Eggertsson samgleðst félögum sínum í meirihlutanum en vill gera betur sjálfur. „Þetta er sterk skoðanakönnun fyrir meirihlutann. Mig grunar að staðan í landsmálum spili eitthvað þarna inn í. Þetta er áhugaverð mæling á þessum tímapunkti,“ segir Dagur.Píratar, Björt Framtíð og Vinstri græn eru síðan á svipuðum slóðum og ekki marktækur munur á fylgi þeirra. Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, segir könnunina ánægjulega. „Að vísu er aðeins um könnun að ræða og langt í næstu kosningar en ég held að fólk kunni að meta áherslur VG bæði í borginni og á landsvísu. Það er einnig ánægjulegt að sjá að meirihlutinn heldur velli.“Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, segir könnunina gefa vísbendingar um að fylgið í alþingiskosningum smiti niðurstöður í borginni „Þetta er í átt við þær meginlínur sem við sáum í þingkosningum í október. Sjálfstæðisflokkur bætir við sig og Samfylkingin tapar miklu fylgi,“ segir Grétar Þór. „Samfylkingin var með um fimm prósent í Reykjavíkurkjördæmunum í alþingiskosningum en mælist mun sterkari á sveitarstjórnarstiginu. Það gæti bent til ákveðins styrkleika Dags borgarstjóra.“ Borgarfulltrúum mun fjölga um 8 á næsta kjörtímabili, úr 15 í 23. Verði niðurstaða könnunarinnar úrslit kosninganna myndi Sjálfstæðisflokkurinn fá átta borgarfulltrúa, Samfylking og VG fjóra hvor flokkur, Píratar og Björt framtíð fengju hvor tveggja þrjá borgarfulltrúa og Framsóknarflokkurinn rétt nær inn manni í borgarstjórn.Könnun fréttastofu 365 var gerð dagana 12.-14. desember og hringt í 1.016 einstaklinga. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til borgarstjórnarkosninga í Reykjavík í dag? Svör fengust frá 617 einstaklingum. 59,4 prósent afspurða tóku afstöðu til spurningarinnar. Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Könnun fréttastofu 365 á fylgi flokkanna í borginni gefur til kynna að staða meirihlutans sé sterk. Meirihlutinn fengi fjórtán borgarfulltrúa gegn níu minnihlutans. Framsóknarflokkurinn rétt nær inn manni í borgarstjórn sem fjölgar um átta á næsta kjörtímabili.Reykjavík Framsóknarflokkur og Samfylking tapa bæði miklu fylgi í Reykjavík miðað við skoðanakönnun fréttastofu 365 á fylgi flokkanna til borgarstjórnar Reykjavíkur. Sjálfstæðisflokkurinn er sem fyrr stærsti flokkurinn í borginni. Samfylkingin tapar nærri helmingi fylgis síns miðað við síðustu sveitarstjórnarkosningar og mælist með rúmlega 17 prósenta fylgi. Núverandi borgarstjórnarmeirihluti heldur hins vegar velli yrði niðurstaða könnunarinnar úrslit næstu kosninga. „Ég er ánægður að við séum að bæta við okkur fylgi,“ segir Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins, sem mælist með um 32 prósenta fylgi en flokkurinn fékk 25,7 prósent í síðustu sveitarstjórnarkosningum. „En við verðum að gera betur og skila því til borgarbúa hvernig við viljum gera hlutina öðruvísi. Það er áherslumunur á okkur og þeim sem nú eru í meirihluta.“ Samfylkingin fékk 31,9 prósenta fylgi í síðustu kosningum en mælist nú með rúmlega helminginn af kjörfylgi sínu eða 17,1 prósent. Dagur B. Eggertsson samgleðst félögum sínum í meirihlutanum en vill gera betur sjálfur. „Þetta er sterk skoðanakönnun fyrir meirihlutann. Mig grunar að staðan í landsmálum spili eitthvað þarna inn í. Þetta er áhugaverð mæling á þessum tímapunkti,“ segir Dagur.Píratar, Björt Framtíð og Vinstri græn eru síðan á svipuðum slóðum og ekki marktækur munur á fylgi þeirra. Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, segir könnunina ánægjulega. „Að vísu er aðeins um könnun að ræða og langt í næstu kosningar en ég held að fólk kunni að meta áherslur VG bæði í borginni og á landsvísu. Það er einnig ánægjulegt að sjá að meirihlutinn heldur velli.“Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, segir könnunina gefa vísbendingar um að fylgið í alþingiskosningum smiti niðurstöður í borginni „Þetta er í átt við þær meginlínur sem við sáum í þingkosningum í október. Sjálfstæðisflokkur bætir við sig og Samfylkingin tapar miklu fylgi,“ segir Grétar Þór. „Samfylkingin var með um fimm prósent í Reykjavíkurkjördæmunum í alþingiskosningum en mælist mun sterkari á sveitarstjórnarstiginu. Það gæti bent til ákveðins styrkleika Dags borgarstjóra.“ Borgarfulltrúum mun fjölga um 8 á næsta kjörtímabili, úr 15 í 23. Verði niðurstaða könnunarinnar úrslit kosninganna myndi Sjálfstæðisflokkurinn fá átta borgarfulltrúa, Samfylking og VG fjóra hvor flokkur, Píratar og Björt framtíð fengju hvor tveggja þrjá borgarfulltrúa og Framsóknarflokkurinn rétt nær inn manni í borgarstjórn.Könnun fréttastofu 365 var gerð dagana 12.-14. desember og hringt í 1.016 einstaklinga. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til borgarstjórnarkosninga í Reykjavík í dag? Svör fengust frá 617 einstaklingum. 59,4 prósent afspurða tóku afstöðu til spurningarinnar.
Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels