22 þúsund undirskriftir á einum sólarhring Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. janúar 2016 13:27 Undirskriftarsöfnun Kára Stefánssonar til stuðnings kröfunnar um endurreisn heilbrigðiskerfisins fer vel af stað. Vísir/GVA 22 þúsund undirskriftir hafa safnast til stuðnings kröfunni um endurreisn heilbrigðiskerfisins á endurreisn.is. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sem stendur fyrir söfnuninni segir það býsna gott miðað við að aðeins sé um sólarhringur síðan að undirskrifasöfnunin hófst. „Ég held að þetta hljóti að teljast nokkuð gott á rétt tæpum degi,“ segir Kári í samtali við fréttastofu en hann útilokar þó ekki að áhuginn geti fjarað út. „Það má vera að þetta sé bara byrjunaráhugi og þetta komi til með að fjara út en eins og þetta stendur lítur út fyrir að þetta eigi eftir að ganga þokkalega.“Sjá einnig: Kári Stefánsson setur af stað undirskriftasöfnun fyrir endurreisn heilbrigðiskerfisins Kári hefur undanfarnar vikur gagnrýnt stjórnvöld harðlega fyrir að verja ekki meira fé til heilbrigðismála. Í gær hófst svo undirskriftarsöfnunin sem hann stendur fyrir en krafan er sú að Alþingi verji árlega 11% af vergri landsframleiðslu til heilbrigðiskerfisins.Svarar gagnrýni þingmanna Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins skrifaði pistil í gær sem birtist á vefmiðlinum Pressunni. Þar segir Brynjar að Kári vilji auka framlög til heilbrigðismála um 50 milljarða á hverju ári miðað við stöðuna núna og vill hann að Kári svari því hvar hann vilji skera niður á móti. Kári svarar því til að honum finnst heilbrigðiskerfi vera algjör forsenda þess samfélags Íslendingar búi í. „Við hljótum að hlúa að þeim sem eru meiddir og lasnir og ég held því fram að við hljótum að byrja á að fjármagna það kerfi sem gerir okkur kleyft að hlúa þessu fólki,“ segir Kári. „Síðan getum við tekið það sem eftir er og skipt kökunni á milli annarra málaflokka.“Sjá einnig: Kári hótar ríkisstjórninni 100 þúsund undirskriftum„Í því samfélagi sem mig langar til að búa í þá hljótum við fyrst og fremst að sjá til þess að það sé hlúð að þeim sem minna mega sín, þeim sem eru meiddir og þeim sem eru lasnir. Það er alveg ljóst að þessir ágætu þingmenn sem voru að gagnrýna þetta eru á öðru máli,“ segir Kári. Kári segir Íslendinga í dag verja 8,7% af vergri landsframleiðslu í heilbrigðismál sem sé langt undir meðaltali á hinum Norðurlöndunum. Mikið þurfi að laga áður en íslenska heilbrigðiskerfið geti staðist samanburð við heilbrigðiskerfin í löndunum í kringum okkur, þetta þekki Kári af eigin raun. „Ég hef haft ástæðu til þess að leita nokkuð oft til heilbrigðiskerfisins á undanförnum árum og það er alveg ljóst að það hangir á bláþræði. Við erum með heilbrigðiskerfi sem er ekki að virka,“ segir Kári. „Við erum með heilbrigðiskerfi sem þarf að flikka upp á mjög mikið áður en það stenst samjöfnuð við heilbrigðskerfi landa í kringum okkur.“Heimasíða undirskriftarsöfnunarinnar, endurreisn.is Tengdar fréttir Gefa þjóðinni 800 milljóna króna jáeindaskanna Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra veitti í dag viðtöku jáeindaskanna sem íslenska þjóðin fær að gjöf frá Íslenskri erfðagreiningu. 12. ágúst 2015 15:30 Kári Stefánsson setur af stað undirskriftasöfnun fyrir endurreisn heilbrigðiskerfisins Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur hafið undirskriftasöfnun til stuðnings kröfunni um endurreisn heilbrigðiskerfisins. 22. janúar 2016 09:47 Kári: Heiður að fá skvettu úr koppi forsætisráðherra „Það er alveg ljóst að ég kem til með að þvo þetta af mér og þurrka mér.“ 11. desember 2015 14:51 Kári Stefánsson: „Það skiptir engu fokking máli hvar andskotans spítalinn er reistur“ Forstjóri Íslenskar erfðagreiningar var ómyrkur í máli á málfundi Pírata í dag. 9. janúar 2016 16:23 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Innlent Fleiri fréttir Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Sjá meira
22 þúsund undirskriftir hafa safnast til stuðnings kröfunni um endurreisn heilbrigðiskerfisins á endurreisn.is. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sem stendur fyrir söfnuninni segir það býsna gott miðað við að aðeins sé um sólarhringur síðan að undirskrifasöfnunin hófst. „Ég held að þetta hljóti að teljast nokkuð gott á rétt tæpum degi,“ segir Kári í samtali við fréttastofu en hann útilokar þó ekki að áhuginn geti fjarað út. „Það má vera að þetta sé bara byrjunaráhugi og þetta komi til með að fjara út en eins og þetta stendur lítur út fyrir að þetta eigi eftir að ganga þokkalega.“Sjá einnig: Kári Stefánsson setur af stað undirskriftasöfnun fyrir endurreisn heilbrigðiskerfisins Kári hefur undanfarnar vikur gagnrýnt stjórnvöld harðlega fyrir að verja ekki meira fé til heilbrigðismála. Í gær hófst svo undirskriftarsöfnunin sem hann stendur fyrir en krafan er sú að Alþingi verji árlega 11% af vergri landsframleiðslu til heilbrigðiskerfisins.Svarar gagnrýni þingmanna Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins skrifaði pistil í gær sem birtist á vefmiðlinum Pressunni. Þar segir Brynjar að Kári vilji auka framlög til heilbrigðismála um 50 milljarða á hverju ári miðað við stöðuna núna og vill hann að Kári svari því hvar hann vilji skera niður á móti. Kári svarar því til að honum finnst heilbrigðiskerfi vera algjör forsenda þess samfélags Íslendingar búi í. „Við hljótum að hlúa að þeim sem eru meiddir og lasnir og ég held því fram að við hljótum að byrja á að fjármagna það kerfi sem gerir okkur kleyft að hlúa þessu fólki,“ segir Kári. „Síðan getum við tekið það sem eftir er og skipt kökunni á milli annarra málaflokka.“Sjá einnig: Kári hótar ríkisstjórninni 100 þúsund undirskriftum„Í því samfélagi sem mig langar til að búa í þá hljótum við fyrst og fremst að sjá til þess að það sé hlúð að þeim sem minna mega sín, þeim sem eru meiddir og þeim sem eru lasnir. Það er alveg ljóst að þessir ágætu þingmenn sem voru að gagnrýna þetta eru á öðru máli,“ segir Kári. Kári segir Íslendinga í dag verja 8,7% af vergri landsframleiðslu í heilbrigðismál sem sé langt undir meðaltali á hinum Norðurlöndunum. Mikið þurfi að laga áður en íslenska heilbrigðiskerfið geti staðist samanburð við heilbrigðiskerfin í löndunum í kringum okkur, þetta þekki Kári af eigin raun. „Ég hef haft ástæðu til þess að leita nokkuð oft til heilbrigðiskerfisins á undanförnum árum og það er alveg ljóst að það hangir á bláþræði. Við erum með heilbrigðiskerfi sem er ekki að virka,“ segir Kári. „Við erum með heilbrigðiskerfi sem þarf að flikka upp á mjög mikið áður en það stenst samjöfnuð við heilbrigðskerfi landa í kringum okkur.“Heimasíða undirskriftarsöfnunarinnar, endurreisn.is
Tengdar fréttir Gefa þjóðinni 800 milljóna króna jáeindaskanna Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra veitti í dag viðtöku jáeindaskanna sem íslenska þjóðin fær að gjöf frá Íslenskri erfðagreiningu. 12. ágúst 2015 15:30 Kári Stefánsson setur af stað undirskriftasöfnun fyrir endurreisn heilbrigðiskerfisins Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur hafið undirskriftasöfnun til stuðnings kröfunni um endurreisn heilbrigðiskerfisins. 22. janúar 2016 09:47 Kári: Heiður að fá skvettu úr koppi forsætisráðherra „Það er alveg ljóst að ég kem til með að þvo þetta af mér og þurrka mér.“ 11. desember 2015 14:51 Kári Stefánsson: „Það skiptir engu fokking máli hvar andskotans spítalinn er reistur“ Forstjóri Íslenskar erfðagreiningar var ómyrkur í máli á málfundi Pírata í dag. 9. janúar 2016 16:23 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Innlent Fleiri fréttir Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Sjá meira
Gefa þjóðinni 800 milljóna króna jáeindaskanna Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra veitti í dag viðtöku jáeindaskanna sem íslenska þjóðin fær að gjöf frá Íslenskri erfðagreiningu. 12. ágúst 2015 15:30
Kári Stefánsson setur af stað undirskriftasöfnun fyrir endurreisn heilbrigðiskerfisins Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur hafið undirskriftasöfnun til stuðnings kröfunni um endurreisn heilbrigðiskerfisins. 22. janúar 2016 09:47
Kári: Heiður að fá skvettu úr koppi forsætisráðherra „Það er alveg ljóst að ég kem til með að þvo þetta af mér og þurrka mér.“ 11. desember 2015 14:51
Kári Stefánsson: „Það skiptir engu fokking máli hvar andskotans spítalinn er reistur“ Forstjóri Íslenskar erfðagreiningar var ómyrkur í máli á málfundi Pírata í dag. 9. janúar 2016 16:23