22 þúsund undirskriftir á einum sólarhring Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. janúar 2016 13:27 Undirskriftarsöfnun Kára Stefánssonar til stuðnings kröfunnar um endurreisn heilbrigðiskerfisins fer vel af stað. Vísir/GVA 22 þúsund undirskriftir hafa safnast til stuðnings kröfunni um endurreisn heilbrigðiskerfisins á endurreisn.is. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sem stendur fyrir söfnuninni segir það býsna gott miðað við að aðeins sé um sólarhringur síðan að undirskrifasöfnunin hófst. „Ég held að þetta hljóti að teljast nokkuð gott á rétt tæpum degi,“ segir Kári í samtali við fréttastofu en hann útilokar þó ekki að áhuginn geti fjarað út. „Það má vera að þetta sé bara byrjunaráhugi og þetta komi til með að fjara út en eins og þetta stendur lítur út fyrir að þetta eigi eftir að ganga þokkalega.“Sjá einnig: Kári Stefánsson setur af stað undirskriftasöfnun fyrir endurreisn heilbrigðiskerfisins Kári hefur undanfarnar vikur gagnrýnt stjórnvöld harðlega fyrir að verja ekki meira fé til heilbrigðismála. Í gær hófst svo undirskriftarsöfnunin sem hann stendur fyrir en krafan er sú að Alþingi verji árlega 11% af vergri landsframleiðslu til heilbrigðiskerfisins.Svarar gagnrýni þingmanna Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins skrifaði pistil í gær sem birtist á vefmiðlinum Pressunni. Þar segir Brynjar að Kári vilji auka framlög til heilbrigðismála um 50 milljarða á hverju ári miðað við stöðuna núna og vill hann að Kári svari því hvar hann vilji skera niður á móti. Kári svarar því til að honum finnst heilbrigðiskerfi vera algjör forsenda þess samfélags Íslendingar búi í. „Við hljótum að hlúa að þeim sem eru meiddir og lasnir og ég held því fram að við hljótum að byrja á að fjármagna það kerfi sem gerir okkur kleyft að hlúa þessu fólki,“ segir Kári. „Síðan getum við tekið það sem eftir er og skipt kökunni á milli annarra málaflokka.“Sjá einnig: Kári hótar ríkisstjórninni 100 þúsund undirskriftum„Í því samfélagi sem mig langar til að búa í þá hljótum við fyrst og fremst að sjá til þess að það sé hlúð að þeim sem minna mega sín, þeim sem eru meiddir og þeim sem eru lasnir. Það er alveg ljóst að þessir ágætu þingmenn sem voru að gagnrýna þetta eru á öðru máli,“ segir Kári. Kári segir Íslendinga í dag verja 8,7% af vergri landsframleiðslu í heilbrigðismál sem sé langt undir meðaltali á hinum Norðurlöndunum. Mikið þurfi að laga áður en íslenska heilbrigðiskerfið geti staðist samanburð við heilbrigðiskerfin í löndunum í kringum okkur, þetta þekki Kári af eigin raun. „Ég hef haft ástæðu til þess að leita nokkuð oft til heilbrigðiskerfisins á undanförnum árum og það er alveg ljóst að það hangir á bláþræði. Við erum með heilbrigðiskerfi sem er ekki að virka,“ segir Kári. „Við erum með heilbrigðiskerfi sem þarf að flikka upp á mjög mikið áður en það stenst samjöfnuð við heilbrigðskerfi landa í kringum okkur.“Heimasíða undirskriftarsöfnunarinnar, endurreisn.is Tengdar fréttir Gefa þjóðinni 800 milljóna króna jáeindaskanna Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra veitti í dag viðtöku jáeindaskanna sem íslenska þjóðin fær að gjöf frá Íslenskri erfðagreiningu. 12. ágúst 2015 15:30 Kári Stefánsson setur af stað undirskriftasöfnun fyrir endurreisn heilbrigðiskerfisins Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur hafið undirskriftasöfnun til stuðnings kröfunni um endurreisn heilbrigðiskerfisins. 22. janúar 2016 09:47 Kári: Heiður að fá skvettu úr koppi forsætisráðherra „Það er alveg ljóst að ég kem til með að þvo þetta af mér og þurrka mér.“ 11. desember 2015 14:51 Kári Stefánsson: „Það skiptir engu fokking máli hvar andskotans spítalinn er reistur“ Forstjóri Íslenskar erfðagreiningar var ómyrkur í máli á málfundi Pírata í dag. 9. janúar 2016 16:23 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Fleiri fréttir Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Sjá meira
22 þúsund undirskriftir hafa safnast til stuðnings kröfunni um endurreisn heilbrigðiskerfisins á endurreisn.is. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sem stendur fyrir söfnuninni segir það býsna gott miðað við að aðeins sé um sólarhringur síðan að undirskrifasöfnunin hófst. „Ég held að þetta hljóti að teljast nokkuð gott á rétt tæpum degi,“ segir Kári í samtali við fréttastofu en hann útilokar þó ekki að áhuginn geti fjarað út. „Það má vera að þetta sé bara byrjunaráhugi og þetta komi til með að fjara út en eins og þetta stendur lítur út fyrir að þetta eigi eftir að ganga þokkalega.“Sjá einnig: Kári Stefánsson setur af stað undirskriftasöfnun fyrir endurreisn heilbrigðiskerfisins Kári hefur undanfarnar vikur gagnrýnt stjórnvöld harðlega fyrir að verja ekki meira fé til heilbrigðismála. Í gær hófst svo undirskriftarsöfnunin sem hann stendur fyrir en krafan er sú að Alþingi verji árlega 11% af vergri landsframleiðslu til heilbrigðiskerfisins.Svarar gagnrýni þingmanna Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins skrifaði pistil í gær sem birtist á vefmiðlinum Pressunni. Þar segir Brynjar að Kári vilji auka framlög til heilbrigðismála um 50 milljarða á hverju ári miðað við stöðuna núna og vill hann að Kári svari því hvar hann vilji skera niður á móti. Kári svarar því til að honum finnst heilbrigðiskerfi vera algjör forsenda þess samfélags Íslendingar búi í. „Við hljótum að hlúa að þeim sem eru meiddir og lasnir og ég held því fram að við hljótum að byrja á að fjármagna það kerfi sem gerir okkur kleyft að hlúa þessu fólki,“ segir Kári. „Síðan getum við tekið það sem eftir er og skipt kökunni á milli annarra málaflokka.“Sjá einnig: Kári hótar ríkisstjórninni 100 þúsund undirskriftum„Í því samfélagi sem mig langar til að búa í þá hljótum við fyrst og fremst að sjá til þess að það sé hlúð að þeim sem minna mega sín, þeim sem eru meiddir og þeim sem eru lasnir. Það er alveg ljóst að þessir ágætu þingmenn sem voru að gagnrýna þetta eru á öðru máli,“ segir Kári. Kári segir Íslendinga í dag verja 8,7% af vergri landsframleiðslu í heilbrigðismál sem sé langt undir meðaltali á hinum Norðurlöndunum. Mikið þurfi að laga áður en íslenska heilbrigðiskerfið geti staðist samanburð við heilbrigðiskerfin í löndunum í kringum okkur, þetta þekki Kári af eigin raun. „Ég hef haft ástæðu til þess að leita nokkuð oft til heilbrigðiskerfisins á undanförnum árum og það er alveg ljóst að það hangir á bláþræði. Við erum með heilbrigðiskerfi sem er ekki að virka,“ segir Kári. „Við erum með heilbrigðiskerfi sem þarf að flikka upp á mjög mikið áður en það stenst samjöfnuð við heilbrigðskerfi landa í kringum okkur.“Heimasíða undirskriftarsöfnunarinnar, endurreisn.is
Tengdar fréttir Gefa þjóðinni 800 milljóna króna jáeindaskanna Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra veitti í dag viðtöku jáeindaskanna sem íslenska þjóðin fær að gjöf frá Íslenskri erfðagreiningu. 12. ágúst 2015 15:30 Kári Stefánsson setur af stað undirskriftasöfnun fyrir endurreisn heilbrigðiskerfisins Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur hafið undirskriftasöfnun til stuðnings kröfunni um endurreisn heilbrigðiskerfisins. 22. janúar 2016 09:47 Kári: Heiður að fá skvettu úr koppi forsætisráðherra „Það er alveg ljóst að ég kem til með að þvo þetta af mér og þurrka mér.“ 11. desember 2015 14:51 Kári Stefánsson: „Það skiptir engu fokking máli hvar andskotans spítalinn er reistur“ Forstjóri Íslenskar erfðagreiningar var ómyrkur í máli á málfundi Pírata í dag. 9. janúar 2016 16:23 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Fleiri fréttir Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Sjá meira
Gefa þjóðinni 800 milljóna króna jáeindaskanna Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra veitti í dag viðtöku jáeindaskanna sem íslenska þjóðin fær að gjöf frá Íslenskri erfðagreiningu. 12. ágúst 2015 15:30
Kári Stefánsson setur af stað undirskriftasöfnun fyrir endurreisn heilbrigðiskerfisins Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur hafið undirskriftasöfnun til stuðnings kröfunni um endurreisn heilbrigðiskerfisins. 22. janúar 2016 09:47
Kári: Heiður að fá skvettu úr koppi forsætisráðherra „Það er alveg ljóst að ég kem til með að þvo þetta af mér og þurrka mér.“ 11. desember 2015 14:51
Kári Stefánsson: „Það skiptir engu fokking máli hvar andskotans spítalinn er reistur“ Forstjóri Íslenskar erfðagreiningar var ómyrkur í máli á málfundi Pírata í dag. 9. janúar 2016 16:23