Kári Stefánsson setur af stað undirskriftasöfnun fyrir endurreisn heilbrigðiskerfisins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. janúar 2016 09:47 Kári Stefánsson vill að meira fé verði varið í heilbrigðiskerfið. Vísir/GVA Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur hafið undirskriftasöfnun til stuðnings kröfunni um endurreisn heilbrigðiskerfisins. Í grein sem Kári skrifaði í Fréttablaðið í desember síðastliðnum fór hann hörðum orðum um forgangsröðun ríkisstjórnarinnar þar sem hann telur að ekki sé nægum fjármunum varið í heilbrigðiskerfið. Hótaði hann ríkisstjórninni því að safna 100 þúsund undirskriftum „undir plagg sem hvetur landsmenn til þess að kjósa aldrei aftur þá stjórnmálaflokka sem standa að þessari ríkisstjórn vegna þess kulda og afskiptaleysis sem hún sýnir sjúkum og meiddum í okkar samfélagi,“ en undirskriftasöfnunin sem Kári stendur fyrir nú er annars eðlis. Á heimasíðu undirskriftasöfnunarinnar, endurreisn.is, segir að krafan sé sú að Alþingi verji árlega 11 prósent af vergri landsframleiðslu til reksturs heilbrigðiskerfiskerfisins en í rökstuðningi fyrir undirskriftasöfnuninni segir meðal annars: „Það er okkar mat að á síðasta aldarfjórðungi hafi stjórnvöld vannært íslenskt heilbrigðiskerfi, að því marki að það sé ekki lengur þess megnugt að sinna hlutverki sínu sem skyldi. Það hefur ekki fylgt framþróun í læknisfræði, hvorki hvað snertir notkun á tækjabúnaði né bestu lyfjum og helstu stofnanir þess eru hýstar á þann veg að það kemur í veg fyrir að hægt sé að veita nægilega mikla og góða þjónustu. Hnignun heilbrigðiskerfisins hefur að mestu leyti verið óháð því hvaða stjórnmálaflokkar hafa verið við völd vegna þess að hún hefur verið stöðug og samfelld.“ Nánari upplýsingar um undirskriftasöfnunina má nálgast hér.Endurreisn.isEndurreisum heilbrigðiskerfið - www.endurreisn.isPosted by Endurreisum heilbrigðiskerfið on Friday, January 22, 2016 Tengdar fréttir Kári hótar ríkisstjórninni 100 þúsund undirskriftum "Söfnunin verður létt verk og löðurmannlegt. Þjóðinni ofbýður,“ segir forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. 10. desember 2015 10:13 Hundrað og fimmtíu Íslendingar á biðlista eftir hjartaaðgerð Sérfræðingur í hjartalækningum fær ekki að gera nema sextíu aðgerðir á ári sem koma í veg fyrir gáttatif og heilablóðfall. Þörf er á rúmlega tvöfalt fleiri aðgerðum. 10. desember 2015 07:00 Kári Stefánsson: „Það skiptir engu fokking máli hvar andskotans spítalinn er reistur“ Forstjóri Íslenskar erfðagreiningar var ómyrkur í máli á málfundi Pírata í dag. 9. janúar 2016 16:23 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur hafið undirskriftasöfnun til stuðnings kröfunni um endurreisn heilbrigðiskerfisins. Í grein sem Kári skrifaði í Fréttablaðið í desember síðastliðnum fór hann hörðum orðum um forgangsröðun ríkisstjórnarinnar þar sem hann telur að ekki sé nægum fjármunum varið í heilbrigðiskerfið. Hótaði hann ríkisstjórninni því að safna 100 þúsund undirskriftum „undir plagg sem hvetur landsmenn til þess að kjósa aldrei aftur þá stjórnmálaflokka sem standa að þessari ríkisstjórn vegna þess kulda og afskiptaleysis sem hún sýnir sjúkum og meiddum í okkar samfélagi,“ en undirskriftasöfnunin sem Kári stendur fyrir nú er annars eðlis. Á heimasíðu undirskriftasöfnunarinnar, endurreisn.is, segir að krafan sé sú að Alþingi verji árlega 11 prósent af vergri landsframleiðslu til reksturs heilbrigðiskerfiskerfisins en í rökstuðningi fyrir undirskriftasöfnuninni segir meðal annars: „Það er okkar mat að á síðasta aldarfjórðungi hafi stjórnvöld vannært íslenskt heilbrigðiskerfi, að því marki að það sé ekki lengur þess megnugt að sinna hlutverki sínu sem skyldi. Það hefur ekki fylgt framþróun í læknisfræði, hvorki hvað snertir notkun á tækjabúnaði né bestu lyfjum og helstu stofnanir þess eru hýstar á þann veg að það kemur í veg fyrir að hægt sé að veita nægilega mikla og góða þjónustu. Hnignun heilbrigðiskerfisins hefur að mestu leyti verið óháð því hvaða stjórnmálaflokkar hafa verið við völd vegna þess að hún hefur verið stöðug og samfelld.“ Nánari upplýsingar um undirskriftasöfnunina má nálgast hér.Endurreisn.isEndurreisum heilbrigðiskerfið - www.endurreisn.isPosted by Endurreisum heilbrigðiskerfið on Friday, January 22, 2016
Tengdar fréttir Kári hótar ríkisstjórninni 100 þúsund undirskriftum "Söfnunin verður létt verk og löðurmannlegt. Þjóðinni ofbýður,“ segir forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. 10. desember 2015 10:13 Hundrað og fimmtíu Íslendingar á biðlista eftir hjartaaðgerð Sérfræðingur í hjartalækningum fær ekki að gera nema sextíu aðgerðir á ári sem koma í veg fyrir gáttatif og heilablóðfall. Þörf er á rúmlega tvöfalt fleiri aðgerðum. 10. desember 2015 07:00 Kári Stefánsson: „Það skiptir engu fokking máli hvar andskotans spítalinn er reistur“ Forstjóri Íslenskar erfðagreiningar var ómyrkur í máli á málfundi Pírata í dag. 9. janúar 2016 16:23 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Kári hótar ríkisstjórninni 100 þúsund undirskriftum "Söfnunin verður létt verk og löðurmannlegt. Þjóðinni ofbýður,“ segir forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. 10. desember 2015 10:13
Hundrað og fimmtíu Íslendingar á biðlista eftir hjartaaðgerð Sérfræðingur í hjartalækningum fær ekki að gera nema sextíu aðgerðir á ári sem koma í veg fyrir gáttatif og heilablóðfall. Þörf er á rúmlega tvöfalt fleiri aðgerðum. 10. desember 2015 07:00
Kári Stefánsson: „Það skiptir engu fokking máli hvar andskotans spítalinn er reistur“ Forstjóri Íslenskar erfðagreiningar var ómyrkur í máli á málfundi Pírata í dag. 9. janúar 2016 16:23