Landvernd ákallar stjórnvöld um að bjarga lífríki Mývatns Svavar Hávarðsson skrifar 5. maí 2016 07:00 Þessi ljósmynd vakti mikla athygli við fyrstu frétta blaðsins 15. mars. mynd/árni Landvernd skorar á ríkisstjórnina að grípa tafarlaust til aðgerða til að vernda lífríki Mývatns og aðstoða Skútustaðahrepp til að koma fráveitumálum sveitarfélagsins í ásættanlegt horf. Bréf þessa efnis var sent Sigurði Inga Jóhannssyni forsætisráðherra síðdegis í gær. Áskorunin kemur í kjölfar fréttaflutnings síðastliðinna mánaða um grafalvarlegt ástand sem upp er komið, og áskorana umhverfisverndarsamtaka og nú síðast veiðifélags Laxár og Krákár á dögunum. Þar var ástandinu í vatninu líkt við neyðarástand sem bregðast yrði við tafarlaust. Eins og Fréttablaðið greindi frá um miðjan mars hefur mælst óhemju magn blábaktería í Mývatni tvö síðastliðin sumur sem er skýrt merki ofauðgunar í vatninu af mannavöldum. Niðurstöður mælinga í fyrrasumar sýndu tólffalt það magn sem talið er óhóflega mikið í leiðbeiningum Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO). Árni Einarsson, forstöðumaður Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn, sagði í viðtali við Fréttablaðið á þeim tíma það engum vafa undirorpið að athafnir manna hafi aukið bakteríuvöxtinn svo óhóflega með losun næringarefna í Mývatn – og þar komi meðal annars til frárennsli frá þéttbýli, áburðargjöf og iðnrekstri. Eins getur verið að enn þá gæti áhrifa frá Kísilverksmiðjunni við Mývatn sem lokað var 2004. Þegar þetta ástand er sett í samhengi við að hinn frægi kúluskítur heyrir að kalla sögunni til, þá segir Árni um bein orsakatengsl að ræða. Við það má bæta að bleikjustofn vatnsins er nánast horfinn og hornsílastofninn líka, eins og Fréttablaðið greindi frá.Guðmundur Ingi GuðbrandssonGuðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar, segir að þjóðin verði að axla betur ábyrgð þegar kemur að vernd okkar dýrmætustu náttúrugersema – sem Mývatn svo sannarlega er. „Enda er þetta ekki bara á ábyrgð Mývetninga heldur allrar þjóðarinnar og hefur með orðspor okkar í náttúruvernd og ferðaþjónustu að gera. Nú er mikilvægast að allir leggist saman á árarnar,“ segir Guðmundur og bætir við að vissulega eru þekktar miklar náttúrulegar sveiflur í lífríki Mývatns, en þær séu ekki á okkar valdi. „Það sem við getum gert er að tryggja að álag á vistkerfi vatnsins af mannavöldum sé ávallt haldið í algjöru lágmarki. Þegar er horft er til framtíðarnýtingar á svæðinu verður lífríki Mývatns og Laxár ávallt að njóta vafans.“ Viðmælendur Fréttablaðsins hafa undanfarnar vikur lýst yfir furðu sinni á tómlæti stjórnvalda hvað varðar Mývatn – en sveitarstjórnarfólk lýsti t.d. í viðtali að umleitunum þeirra um aðstoð hafði ekki verið sinnt. Sérstaklega kemur þetta þeim sem gerst þekkja á óvart fyrir þá staðreynd að Mývatn og Laxá eru vernduð samkvæmt sérlögum, og viðurkennt af umhverfisráðuneytinu, í viðtali við Fréttablaðið, að leggi auknar skyldur á axlir stjórnvalda. Mývatn og Laxá hafa verið flokkuð á rauðan lista Umhverfisstofnunar í fjögur ár, en það nær til þeirra svæða þar sem stofnunin „telur að séu undir miklu álagi sem bregðast þurfi við strax,“ eins og segir í skýringum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. maí Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Skora á ríkisstjórnina að koma Mývatni til bjargar Landvernd vil að gripið verði til aðgerða og Skútustaðahreppur aðstoðaður fjárhagslega í fráveitumálum. 4. maí 2016 16:46 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Landvernd skorar á ríkisstjórnina að grípa tafarlaust til aðgerða til að vernda lífríki Mývatns og aðstoða Skútustaðahrepp til að koma fráveitumálum sveitarfélagsins í ásættanlegt horf. Bréf þessa efnis var sent Sigurði Inga Jóhannssyni forsætisráðherra síðdegis í gær. Áskorunin kemur í kjölfar fréttaflutnings síðastliðinna mánaða um grafalvarlegt ástand sem upp er komið, og áskorana umhverfisverndarsamtaka og nú síðast veiðifélags Laxár og Krákár á dögunum. Þar var ástandinu í vatninu líkt við neyðarástand sem bregðast yrði við tafarlaust. Eins og Fréttablaðið greindi frá um miðjan mars hefur mælst óhemju magn blábaktería í Mývatni tvö síðastliðin sumur sem er skýrt merki ofauðgunar í vatninu af mannavöldum. Niðurstöður mælinga í fyrrasumar sýndu tólffalt það magn sem talið er óhóflega mikið í leiðbeiningum Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO). Árni Einarsson, forstöðumaður Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn, sagði í viðtali við Fréttablaðið á þeim tíma það engum vafa undirorpið að athafnir manna hafi aukið bakteríuvöxtinn svo óhóflega með losun næringarefna í Mývatn – og þar komi meðal annars til frárennsli frá þéttbýli, áburðargjöf og iðnrekstri. Eins getur verið að enn þá gæti áhrifa frá Kísilverksmiðjunni við Mývatn sem lokað var 2004. Þegar þetta ástand er sett í samhengi við að hinn frægi kúluskítur heyrir að kalla sögunni til, þá segir Árni um bein orsakatengsl að ræða. Við það má bæta að bleikjustofn vatnsins er nánast horfinn og hornsílastofninn líka, eins og Fréttablaðið greindi frá.Guðmundur Ingi GuðbrandssonGuðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar, segir að þjóðin verði að axla betur ábyrgð þegar kemur að vernd okkar dýrmætustu náttúrugersema – sem Mývatn svo sannarlega er. „Enda er þetta ekki bara á ábyrgð Mývetninga heldur allrar þjóðarinnar og hefur með orðspor okkar í náttúruvernd og ferðaþjónustu að gera. Nú er mikilvægast að allir leggist saman á árarnar,“ segir Guðmundur og bætir við að vissulega eru þekktar miklar náttúrulegar sveiflur í lífríki Mývatns, en þær séu ekki á okkar valdi. „Það sem við getum gert er að tryggja að álag á vistkerfi vatnsins af mannavöldum sé ávallt haldið í algjöru lágmarki. Þegar er horft er til framtíðarnýtingar á svæðinu verður lífríki Mývatns og Laxár ávallt að njóta vafans.“ Viðmælendur Fréttablaðsins hafa undanfarnar vikur lýst yfir furðu sinni á tómlæti stjórnvalda hvað varðar Mývatn – en sveitarstjórnarfólk lýsti t.d. í viðtali að umleitunum þeirra um aðstoð hafði ekki verið sinnt. Sérstaklega kemur þetta þeim sem gerst þekkja á óvart fyrir þá staðreynd að Mývatn og Laxá eru vernduð samkvæmt sérlögum, og viðurkennt af umhverfisráðuneytinu, í viðtali við Fréttablaðið, að leggi auknar skyldur á axlir stjórnvalda. Mývatn og Laxá hafa verið flokkuð á rauðan lista Umhverfisstofnunar í fjögur ár, en það nær til þeirra svæða þar sem stofnunin „telur að séu undir miklu álagi sem bregðast þurfi við strax,“ eins og segir í skýringum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. maí
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Skora á ríkisstjórnina að koma Mývatni til bjargar Landvernd vil að gripið verði til aðgerða og Skútustaðahreppur aðstoðaður fjárhagslega í fráveitumálum. 4. maí 2016 16:46 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Skora á ríkisstjórnina að koma Mývatni til bjargar Landvernd vil að gripið verði til aðgerða og Skútustaðahreppur aðstoðaður fjárhagslega í fráveitumálum. 4. maí 2016 16:46