Keyptu Ásmundarsal á 168 milljónir króna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. maí 2016 14:45 Aðalheiður Magnúsdóttir og Sigurbjörn Þorkelsson mynd/aðsend Fjárfestarnir og hjónin Sigurbjörn Þorkelsson og Aðalheiður Magnúsdóttir borguðu 168 milljónir fyrir Ásmundarsal á Freyjugötu en þar hefur Listasafn ASÍ verið með starfsemi um árabil. Fasteignamat hússins er 78,7 milljónir. Að sögn Guðrúnar Ágústu Guðmundsdóttur, formanns rekstrarstjórnar Listasafns ASÍ, mun andvirði sölunnar fara til listasafnsins sjálfs svo reka megi það áfram með kröftugum hætti á nýjum forsendum. Líklegt að rætt verði við nýja eigendur um sýningar úr safni ASÍ Þegar Ásmundarsalur var auglýstur til sölu lýsti Samband íslenskra myndlistarmanna lýsti yfir áhyggjum af því að húsið yrði ekki nýtt undir lista-og menningarstarfsemi, líkt og Ásmundur Sveinsson myndhöggvari, sem lét reisa húsið, lagði áherslu á. Ef marka má tilkynningu um kaupin sem send var fjölmiðlum í dag þurfa myndlistarmenn hins vegar ekki að hafa áhyggjur af slíku þar sem nýir eigendur ætla að leggja áherslu á að viðhalda list-og menningarhlutverki hússins. Guðrún Ágústa segir að rekstrarstjórn Listasafn ASÍ hafi ekki rætt við nýja eigendur um mögulegar sýningar en segir að líklegt sé að slíkt samtal fari fram á næstunni. Hins vegar hafi tveir aðrir aðilar haft samband með það að huga að setja upp sýningar úr safnaeigninni. Fékk að kaupa í Símanum og Högum fyrir útboð Sigurbjörn og Aðalheiður eru eins og áður segir fjárfestar. Sigurbjörn hefur meðal annars verið viðskiptafélagi þeirra Hallbjörns Karlssonar og Árna Haukssonar en þremenningarnir voru til að mynda á meðal þeirra sem fengu að kaupa hluti í Símanum og Högum fyrir útboð. Þá eiga hjónin 60 prósent hlut í verðbréfamiðluninni Fossar markaðir hf. í gegnum félag sitt Fossar Finance ehf. en meðeigendur þeirra í fyrirtækinu eru Haraldur Þórðarson og Steingrímur Arnar Finnsson. Í umfjöllun um Fossa markaði í Viðskiptablaðinu í fyrra kom fram að Sigurbjörn hefði unnið lengi hjá Lehman Brothers, síðar Nomura bankanum og að því loknu hjá Barclays Capital. Tengdar fréttir Nýir eigendur Ásmundarsals ætla að tryggja áframhaldandi menningarstarfsemi í húsinu Gengið hefur verið frá sölu á Ásmundarsal sem hýst hefur Listasafn ASÍ unfanfarin ár. 6. maí 2016 13:42 Til stendur að selja húsnæði Listasafns ASÍ Ásmundarsalur verður settur í söluferli en rekstur húsnæðisins hefur reynst safninu dýr. 29. apríl 2016 15:23 Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina Sjá meira
Fjárfestarnir og hjónin Sigurbjörn Þorkelsson og Aðalheiður Magnúsdóttir borguðu 168 milljónir fyrir Ásmundarsal á Freyjugötu en þar hefur Listasafn ASÍ verið með starfsemi um árabil. Fasteignamat hússins er 78,7 milljónir. Að sögn Guðrúnar Ágústu Guðmundsdóttur, formanns rekstrarstjórnar Listasafns ASÍ, mun andvirði sölunnar fara til listasafnsins sjálfs svo reka megi það áfram með kröftugum hætti á nýjum forsendum. Líklegt að rætt verði við nýja eigendur um sýningar úr safni ASÍ Þegar Ásmundarsalur var auglýstur til sölu lýsti Samband íslenskra myndlistarmanna lýsti yfir áhyggjum af því að húsið yrði ekki nýtt undir lista-og menningarstarfsemi, líkt og Ásmundur Sveinsson myndhöggvari, sem lét reisa húsið, lagði áherslu á. Ef marka má tilkynningu um kaupin sem send var fjölmiðlum í dag þurfa myndlistarmenn hins vegar ekki að hafa áhyggjur af slíku þar sem nýir eigendur ætla að leggja áherslu á að viðhalda list-og menningarhlutverki hússins. Guðrún Ágústa segir að rekstrarstjórn Listasafn ASÍ hafi ekki rætt við nýja eigendur um mögulegar sýningar en segir að líklegt sé að slíkt samtal fari fram á næstunni. Hins vegar hafi tveir aðrir aðilar haft samband með það að huga að setja upp sýningar úr safnaeigninni. Fékk að kaupa í Símanum og Högum fyrir útboð Sigurbjörn og Aðalheiður eru eins og áður segir fjárfestar. Sigurbjörn hefur meðal annars verið viðskiptafélagi þeirra Hallbjörns Karlssonar og Árna Haukssonar en þremenningarnir voru til að mynda á meðal þeirra sem fengu að kaupa hluti í Símanum og Högum fyrir útboð. Þá eiga hjónin 60 prósent hlut í verðbréfamiðluninni Fossar markaðir hf. í gegnum félag sitt Fossar Finance ehf. en meðeigendur þeirra í fyrirtækinu eru Haraldur Þórðarson og Steingrímur Arnar Finnsson. Í umfjöllun um Fossa markaði í Viðskiptablaðinu í fyrra kom fram að Sigurbjörn hefði unnið lengi hjá Lehman Brothers, síðar Nomura bankanum og að því loknu hjá Barclays Capital.
Tengdar fréttir Nýir eigendur Ásmundarsals ætla að tryggja áframhaldandi menningarstarfsemi í húsinu Gengið hefur verið frá sölu á Ásmundarsal sem hýst hefur Listasafn ASÍ unfanfarin ár. 6. maí 2016 13:42 Til stendur að selja húsnæði Listasafns ASÍ Ásmundarsalur verður settur í söluferli en rekstur húsnæðisins hefur reynst safninu dýr. 29. apríl 2016 15:23 Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina Sjá meira
Nýir eigendur Ásmundarsals ætla að tryggja áframhaldandi menningarstarfsemi í húsinu Gengið hefur verið frá sölu á Ásmundarsal sem hýst hefur Listasafn ASÍ unfanfarin ár. 6. maí 2016 13:42
Til stendur að selja húsnæði Listasafns ASÍ Ásmundarsalur verður settur í söluferli en rekstur húsnæðisins hefur reynst safninu dýr. 29. apríl 2016 15:23