Keyptu Ásmundarsal á 168 milljónir króna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. maí 2016 14:45 Aðalheiður Magnúsdóttir og Sigurbjörn Þorkelsson mynd/aðsend Fjárfestarnir og hjónin Sigurbjörn Þorkelsson og Aðalheiður Magnúsdóttir borguðu 168 milljónir fyrir Ásmundarsal á Freyjugötu en þar hefur Listasafn ASÍ verið með starfsemi um árabil. Fasteignamat hússins er 78,7 milljónir. Að sögn Guðrúnar Ágústu Guðmundsdóttur, formanns rekstrarstjórnar Listasafns ASÍ, mun andvirði sölunnar fara til listasafnsins sjálfs svo reka megi það áfram með kröftugum hætti á nýjum forsendum. Líklegt að rætt verði við nýja eigendur um sýningar úr safni ASÍ Þegar Ásmundarsalur var auglýstur til sölu lýsti Samband íslenskra myndlistarmanna lýsti yfir áhyggjum af því að húsið yrði ekki nýtt undir lista-og menningarstarfsemi, líkt og Ásmundur Sveinsson myndhöggvari, sem lét reisa húsið, lagði áherslu á. Ef marka má tilkynningu um kaupin sem send var fjölmiðlum í dag þurfa myndlistarmenn hins vegar ekki að hafa áhyggjur af slíku þar sem nýir eigendur ætla að leggja áherslu á að viðhalda list-og menningarhlutverki hússins. Guðrún Ágústa segir að rekstrarstjórn Listasafn ASÍ hafi ekki rætt við nýja eigendur um mögulegar sýningar en segir að líklegt sé að slíkt samtal fari fram á næstunni. Hins vegar hafi tveir aðrir aðilar haft samband með það að huga að setja upp sýningar úr safnaeigninni. Fékk að kaupa í Símanum og Högum fyrir útboð Sigurbjörn og Aðalheiður eru eins og áður segir fjárfestar. Sigurbjörn hefur meðal annars verið viðskiptafélagi þeirra Hallbjörns Karlssonar og Árna Haukssonar en þremenningarnir voru til að mynda á meðal þeirra sem fengu að kaupa hluti í Símanum og Högum fyrir útboð. Þá eiga hjónin 60 prósent hlut í verðbréfamiðluninni Fossar markaðir hf. í gegnum félag sitt Fossar Finance ehf. en meðeigendur þeirra í fyrirtækinu eru Haraldur Þórðarson og Steingrímur Arnar Finnsson. Í umfjöllun um Fossa markaði í Viðskiptablaðinu í fyrra kom fram að Sigurbjörn hefði unnið lengi hjá Lehman Brothers, síðar Nomura bankanum og að því loknu hjá Barclays Capital. Tengdar fréttir Nýir eigendur Ásmundarsals ætla að tryggja áframhaldandi menningarstarfsemi í húsinu Gengið hefur verið frá sölu á Ásmundarsal sem hýst hefur Listasafn ASÍ unfanfarin ár. 6. maí 2016 13:42 Til stendur að selja húsnæði Listasafns ASÍ Ásmundarsalur verður settur í söluferli en rekstur húsnæðisins hefur reynst safninu dýr. 29. apríl 2016 15:23 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Fjárfestarnir og hjónin Sigurbjörn Þorkelsson og Aðalheiður Magnúsdóttir borguðu 168 milljónir fyrir Ásmundarsal á Freyjugötu en þar hefur Listasafn ASÍ verið með starfsemi um árabil. Fasteignamat hússins er 78,7 milljónir. Að sögn Guðrúnar Ágústu Guðmundsdóttur, formanns rekstrarstjórnar Listasafns ASÍ, mun andvirði sölunnar fara til listasafnsins sjálfs svo reka megi það áfram með kröftugum hætti á nýjum forsendum. Líklegt að rætt verði við nýja eigendur um sýningar úr safni ASÍ Þegar Ásmundarsalur var auglýstur til sölu lýsti Samband íslenskra myndlistarmanna lýsti yfir áhyggjum af því að húsið yrði ekki nýtt undir lista-og menningarstarfsemi, líkt og Ásmundur Sveinsson myndhöggvari, sem lét reisa húsið, lagði áherslu á. Ef marka má tilkynningu um kaupin sem send var fjölmiðlum í dag þurfa myndlistarmenn hins vegar ekki að hafa áhyggjur af slíku þar sem nýir eigendur ætla að leggja áherslu á að viðhalda list-og menningarhlutverki hússins. Guðrún Ágústa segir að rekstrarstjórn Listasafn ASÍ hafi ekki rætt við nýja eigendur um mögulegar sýningar en segir að líklegt sé að slíkt samtal fari fram á næstunni. Hins vegar hafi tveir aðrir aðilar haft samband með það að huga að setja upp sýningar úr safnaeigninni. Fékk að kaupa í Símanum og Högum fyrir útboð Sigurbjörn og Aðalheiður eru eins og áður segir fjárfestar. Sigurbjörn hefur meðal annars verið viðskiptafélagi þeirra Hallbjörns Karlssonar og Árna Haukssonar en þremenningarnir voru til að mynda á meðal þeirra sem fengu að kaupa hluti í Símanum og Högum fyrir útboð. Þá eiga hjónin 60 prósent hlut í verðbréfamiðluninni Fossar markaðir hf. í gegnum félag sitt Fossar Finance ehf. en meðeigendur þeirra í fyrirtækinu eru Haraldur Þórðarson og Steingrímur Arnar Finnsson. Í umfjöllun um Fossa markaði í Viðskiptablaðinu í fyrra kom fram að Sigurbjörn hefði unnið lengi hjá Lehman Brothers, síðar Nomura bankanum og að því loknu hjá Barclays Capital.
Tengdar fréttir Nýir eigendur Ásmundarsals ætla að tryggja áframhaldandi menningarstarfsemi í húsinu Gengið hefur verið frá sölu á Ásmundarsal sem hýst hefur Listasafn ASÍ unfanfarin ár. 6. maí 2016 13:42 Til stendur að selja húsnæði Listasafns ASÍ Ásmundarsalur verður settur í söluferli en rekstur húsnæðisins hefur reynst safninu dýr. 29. apríl 2016 15:23 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Nýir eigendur Ásmundarsals ætla að tryggja áframhaldandi menningarstarfsemi í húsinu Gengið hefur verið frá sölu á Ásmundarsal sem hýst hefur Listasafn ASÍ unfanfarin ár. 6. maí 2016 13:42
Til stendur að selja húsnæði Listasafns ASÍ Ásmundarsalur verður settur í söluferli en rekstur húsnæðisins hefur reynst safninu dýr. 29. apríl 2016 15:23