Jarðskjálfti, 6,6 að styrk, skók hluta Asíu í dag. Skjálftinn átti upptök sín skammt frá landamærum Afghanistan og Tajikistan klukkan hálf ellefu í morgun að íslenskum tíma. Þetta kemur fram á vef BBC.
Skjálftinn fannst til að mynda í Kabúl, Islamabad, Lahore, Dushanbe og Delhi. Mikil skelfing greip um sig meðal íbúa en aðeins er um hálft ár frá því að tæplega þrjúhundruð manns létust í kjölfar jarðskjálfta á sömu slóðum. Sá var 7,5 að styrk.
Talsverðar skemmdir urðu á byggingum víða. Samkvæmt upplýsingum frá yfirvöldum í Pakistan er einn látinn og um þrjátíu særðir eftir skjálftann.
Miklar skemmdir eftir jarðskjálfta
Jóhann Óli Eiðsson skrifar
