Fótbolti

Dundalk náði jafntefli og Inter tapaði | Úrslit kvöldsins

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Úr leik Dundalk og AZ í kvöld.
Úr leik Dundalk og AZ í kvöld. Vísir/EPA
Írska liðið Dundalk fékk sitt fyrsta stig í Evrópudeild UEFA í kvöld er liðið gerði 1-1 jafntefli gegn hollenska liðinu AZ Alkmaar.

Ciaran Kilduff skoraði jöfnunarmark Íranna seint í leiknum þrátt fyrir að Dundalk missti fyrirliðann Stephen O'Donnell af velli með rautt spjald fyrr í leiknum.

Stijn Wuytens hafði komið AZ yfir í leiknum en í þessum sama riðli vann Zenit ótrúlegan 4-3 sigur á Maccabi Tel Aviv fyrr í dag.

Inter tapaði óvænt fyrir ísraelska liðinu Hapoel Beer Sheva, 2-0, á heimavelli en annað ítalskt lið, Sassuolo, vann góðan 3-0 sigur á Athletic Bilbao frá Spáni í fyrsta Evrópuleik sínum frá upphafi.

Úrslitin úr leikjum kvöldsins má sjá hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×