Stjórnvöld dofin fyrir vanda vegna umbúða og sóunar Svavar Hávarðsson skrifar 28. maí 2016 07:00 Endurvinnsla umbúða hvers konar er orðin stór iðnaðargrein – lítið er þó gert til að sporna við umbúðanotkun. Fréttablaðið/Valli „Þessi tiltekna þingsályktunartillaga er jákvæð, hún á að vera hvetjandi fyrir íslenska matvælaframleiðendur, en kannski er nauðsynlegt að henda fram tillögu sem er mun róttækari, þá kannski fer fólk að hlusta,“ segir Margrét Gauja Magnúsdóttir, verkefnastjóri, bæjarfulltrúi og varaþingmaður Samfylkingarinnar, um þingsályktunartillögu sína um hvatningu til íslenskra matvælaframleiðenda til að draga úr umbúðanotkun.Margrét Gauja MagnúsdóttirTillagan hefur verið lögð fram á Alþingi í tvígang frá 2013 með fulltingi 13 þingmanna allra flokka, en dagaði uppi í bæði skiptin. Eins og Fréttablaðið greindi frá á fimmtudag hvetja þær Arndís Soffía Sigurðardóttir, eigandi Hótels Fljótshlíðar, og Elísabet Björney Lárusdóttir, umhverfisstjóri hótelsins, til þess að dreifingarkerfi vöru á milli framleiðenda, birgja og neytenda verði hugsað upp á nýtt í þeim tilgangi að minnka umbúðanotkun og sóun. Engir opinberir hvatar eru til þess að reka ferðaþjónustufyrirtæki undir slíkri stefnu. Þingsályktunartillaga Margrétar snýst um að Alþingi feli umhverfis- og auðlindaráðherra að hvetja til þess að íslenskir matvælaframleiðendur dragi úr notkun umbúða utan um vörur sínar og nýti sér efni sem eru umhverfisvæn. Þetta verði gert í samráði við hagsmunaaðila - Samtök iðnaðarins, Samtök verslunar og þjónustu, Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands. Margrét Gauja lýsir því að tillagan hafi aldrei vakið athygli stjórnvalda en það eigi við um fleira. „Það er búið að reyna margt til að vekja áhuga Alþingis á þessu sívaxandi vandamáli sem plastið er og hver rannsóknin á fætur annarri sýnir að ef við förum ekki að taka á þessu, þá erum við í vondum málum – og ekki eftir 100 ár heldur eftir 20 ár,“ segir Margrét Gauja. Hún lagði fram þingsályktunartillögu um könnun á hagkvæmni þess að draga úr plastpokanotkun sem var samþykkt í lok september 2014. „Aðgerðaáætlun átti að liggja fyrir í fyrra en ekkert bólar á henni ennþá. Þessi tillaga er þverpólitísk, uppáskrifuð af þingmönnum allra flokka, en hún bara nær ekki í gegn, sem er miður. Á meðan tekur hver þjóðin á fætur annarri framúr okkur og samþykkir hrein bönn við t.d. plastpokum, frauðplasti og er í markvissri vinnu í að vinna gegn plasti,“ segir Margrét Gauja. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Fleiri fréttir Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Sjá meira
„Þessi tiltekna þingsályktunartillaga er jákvæð, hún á að vera hvetjandi fyrir íslenska matvælaframleiðendur, en kannski er nauðsynlegt að henda fram tillögu sem er mun róttækari, þá kannski fer fólk að hlusta,“ segir Margrét Gauja Magnúsdóttir, verkefnastjóri, bæjarfulltrúi og varaþingmaður Samfylkingarinnar, um þingsályktunartillögu sína um hvatningu til íslenskra matvælaframleiðenda til að draga úr umbúðanotkun.Margrét Gauja MagnúsdóttirTillagan hefur verið lögð fram á Alþingi í tvígang frá 2013 með fulltingi 13 þingmanna allra flokka, en dagaði uppi í bæði skiptin. Eins og Fréttablaðið greindi frá á fimmtudag hvetja þær Arndís Soffía Sigurðardóttir, eigandi Hótels Fljótshlíðar, og Elísabet Björney Lárusdóttir, umhverfisstjóri hótelsins, til þess að dreifingarkerfi vöru á milli framleiðenda, birgja og neytenda verði hugsað upp á nýtt í þeim tilgangi að minnka umbúðanotkun og sóun. Engir opinberir hvatar eru til þess að reka ferðaþjónustufyrirtæki undir slíkri stefnu. Þingsályktunartillaga Margrétar snýst um að Alþingi feli umhverfis- og auðlindaráðherra að hvetja til þess að íslenskir matvælaframleiðendur dragi úr notkun umbúða utan um vörur sínar og nýti sér efni sem eru umhverfisvæn. Þetta verði gert í samráði við hagsmunaaðila - Samtök iðnaðarins, Samtök verslunar og þjónustu, Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands. Margrét Gauja lýsir því að tillagan hafi aldrei vakið athygli stjórnvalda en það eigi við um fleira. „Það er búið að reyna margt til að vekja áhuga Alþingis á þessu sívaxandi vandamáli sem plastið er og hver rannsóknin á fætur annarri sýnir að ef við förum ekki að taka á þessu, þá erum við í vondum málum – og ekki eftir 100 ár heldur eftir 20 ár,“ segir Margrét Gauja. Hún lagði fram þingsályktunartillögu um könnun á hagkvæmni þess að draga úr plastpokanotkun sem var samþykkt í lok september 2014. „Aðgerðaáætlun átti að liggja fyrir í fyrra en ekkert bólar á henni ennþá. Þessi tillaga er þverpólitísk, uppáskrifuð af þingmönnum allra flokka, en hún bara nær ekki í gegn, sem er miður. Á meðan tekur hver þjóðin á fætur annarri framúr okkur og samþykkir hrein bönn við t.d. plastpokum, frauðplasti og er í markvissri vinnu í að vinna gegn plasti,“ segir Margrét Gauja.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Fleiri fréttir Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Sjá meira