Byggingarfulltrúi gefur ekki mikið fyrir útskýringar Mannverks vegna niðurrifs Exeter-hússins Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. apríl 2016 21:15 Húsið sem stóð við Tryggvagötu 12, og stundum hefur verið kallað Exeter-húsið, var byggt árið 1904. Vísir/Anton Brink „Heimildarnar voru alveg klárar, við erum í miklu sambandi við þessa menn og ég gef ekki mikið fyrir þær,“ segir Nikulás Úlfar Másson byggingarfulltrúi hjá Reykjavík aðspurður um þær útskýringar sem Mannverk ehf. hefur gefið vegna niðurrifs Exeter-hússins svokallaða. Líkt og fjallað hefur verið um á Vísi undanfarna daga var hið svokallaða Exeter-húsið sem stóð við Tryggvagötu 12 rifið vegna framkvæmda á byggingareit við Tryggvagötu 10 til 14 sem Mannverk stendur fyrir. Komið hefur í ljós að Mannverk hafði ekki heimildir til þess að rífa húsið sem byggt var árið 1904. „Skipulags- og byggingaryfirvöld í Reykjavík eru miður sín að svona geti gerst á tímum þar sem almennt er viðurkennt að svona hús hefur mikið gildi fyrir okkur og eigi að fá að standa,“ segir Nikulás.Erfitt gæti reynst að endurbyggja húsið líkt og Mannverk hefur lofað Mannverk ehf. gaf í morgun út yfirlýsingu þar sem segir að starfsmenn Mannverks hafi talið sig vera innan heimilda við framkvæmdina og að þeir hafi verið í góðri trú um að niðurrifið þess hafi bæði verið væri heimilt og nauðsynlegt við endurbyggingu hússins. Hefur fyrirtækið heitið því að endurbyggja húsið. Guðný Gerður Gunnarsdóttir, sviðsstjóri hjá Minjastofnun segir hinsvegar að erfitt geti reynst að byggja húsið upp að nýju, ekki séu til teikningar af upphaflegri gerð þess.Borgaryfirvöld hafa kært niðurrifið og fer lögreglan nú með rannsókn málsins. Hyggst Minjastofnun einnig kæra niðurrifið til lögreglu. Samkvæmt hegningarlögum getur niðurrifið varðað allt að þriggja ára fangelsi hjá þeim sem ber ábyrgð á því. Tengdar fréttir Hundrað ára hús í miðborg Reykjavíkur rifið án leyfis Svo gæti farið að málið verði kært til lögreglu. 7. apríl 2016 16:02 Verktakinn biðst afsökunar á niðurrifinu og lofar að endurbyggja húsið „Það er ljóst að við stigum feilspor og við erum öll mjög leið yfir því.“ 13. apríl 2016 08:14 Engar teikningar til af Exeter-húsinu Starfsfólk fyrirtækisins Mannverks taldi sig vera innan heimilda þegar rúmlega hundrað ára hús við Tryggvagötu 12 var rifið í síðustu viku. Erfitt gæti reynst að endubyggja húsið en engar teikningar eru til af því. 13. apríl 2016 19:15 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Fleiri fréttir Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Sjá meira
„Heimildarnar voru alveg klárar, við erum í miklu sambandi við þessa menn og ég gef ekki mikið fyrir þær,“ segir Nikulás Úlfar Másson byggingarfulltrúi hjá Reykjavík aðspurður um þær útskýringar sem Mannverk ehf. hefur gefið vegna niðurrifs Exeter-hússins svokallaða. Líkt og fjallað hefur verið um á Vísi undanfarna daga var hið svokallaða Exeter-húsið sem stóð við Tryggvagötu 12 rifið vegna framkvæmda á byggingareit við Tryggvagötu 10 til 14 sem Mannverk stendur fyrir. Komið hefur í ljós að Mannverk hafði ekki heimildir til þess að rífa húsið sem byggt var árið 1904. „Skipulags- og byggingaryfirvöld í Reykjavík eru miður sín að svona geti gerst á tímum þar sem almennt er viðurkennt að svona hús hefur mikið gildi fyrir okkur og eigi að fá að standa,“ segir Nikulás.Erfitt gæti reynst að endurbyggja húsið líkt og Mannverk hefur lofað Mannverk ehf. gaf í morgun út yfirlýsingu þar sem segir að starfsmenn Mannverks hafi talið sig vera innan heimilda við framkvæmdina og að þeir hafi verið í góðri trú um að niðurrifið þess hafi bæði verið væri heimilt og nauðsynlegt við endurbyggingu hússins. Hefur fyrirtækið heitið því að endurbyggja húsið. Guðný Gerður Gunnarsdóttir, sviðsstjóri hjá Minjastofnun segir hinsvegar að erfitt geti reynst að byggja húsið upp að nýju, ekki séu til teikningar af upphaflegri gerð þess.Borgaryfirvöld hafa kært niðurrifið og fer lögreglan nú með rannsókn málsins. Hyggst Minjastofnun einnig kæra niðurrifið til lögreglu. Samkvæmt hegningarlögum getur niðurrifið varðað allt að þriggja ára fangelsi hjá þeim sem ber ábyrgð á því.
Tengdar fréttir Hundrað ára hús í miðborg Reykjavíkur rifið án leyfis Svo gæti farið að málið verði kært til lögreglu. 7. apríl 2016 16:02 Verktakinn biðst afsökunar á niðurrifinu og lofar að endurbyggja húsið „Það er ljóst að við stigum feilspor og við erum öll mjög leið yfir því.“ 13. apríl 2016 08:14 Engar teikningar til af Exeter-húsinu Starfsfólk fyrirtækisins Mannverks taldi sig vera innan heimilda þegar rúmlega hundrað ára hús við Tryggvagötu 12 var rifið í síðustu viku. Erfitt gæti reynst að endubyggja húsið en engar teikningar eru til af því. 13. apríl 2016 19:15 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Fleiri fréttir Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Sjá meira
Hundrað ára hús í miðborg Reykjavíkur rifið án leyfis Svo gæti farið að málið verði kært til lögreglu. 7. apríl 2016 16:02
Verktakinn biðst afsökunar á niðurrifinu og lofar að endurbyggja húsið „Það er ljóst að við stigum feilspor og við erum öll mjög leið yfir því.“ 13. apríl 2016 08:14
Engar teikningar til af Exeter-húsinu Starfsfólk fyrirtækisins Mannverks taldi sig vera innan heimilda þegar rúmlega hundrað ára hús við Tryggvagötu 12 var rifið í síðustu viku. Erfitt gæti reynst að endubyggja húsið en engar teikningar eru til af því. 13. apríl 2016 19:15