Óhefðbundin loðnuvertíð skilar um nítján milljörðum króna Svavar Hávarðsson skrifar 26. apríl 2016 05:00 Nýtt skip Síldarvinnslunnar, Beitir NK, reyndist vel á fyrstu vertíð. Mynd/KSH Reiknað er með að nýafstaðin loðnuvertíð geti skilað um nítján milljörðum í útflutningsverðmætum sem er mun minna en vertíðin á undan skilaði. Íslensk skip veiddu aðeins um 100 þúsund tonn en erlend skip 73 þúsund tonn. Þetta kemur fram á heimasíðu Síldarvinnslunnar í Neskaupstað. Þar segir að vegna takmarkaðra aflaheimilda hófu íslensk skip veiðar seint eða um það leyti sem Japansfrysting og hrognavinnsla gat hafist. Það voru hins vegar erlend skip sem lögðu stund á veiðarnar á fyrri hluta vertíðarinnar en mörg þeirra lönduðu afla sínum hér á landi. Var það mikilvæg búbót fyrir íslensku vinnslufyrirtækin, segir í fréttinni. Alls var úthlutað 390 þúsund tonnum til íslenskra skipa á vertíðinni 2015 og var gert ráð fyrir að verðmæti loðnunnar á þeirri vertíð næmu 27 milljörðum króna. Á vertíðinni 2014 var einungis úthlutað rúmlega 127 þúsund tonnum til íslenskra loðnuskipa, og eru vertíðirnar þrjár á síðustu árum til marks um hve sveiflukenndar loðnuvertíðir síðustu ára hafa verið. Alls tók Síldarvinnslan á móti 43.368 tonnum af loðnu á vertíðinni þegar sjófryst loðna er meðtalin. Eru það mikil viðbrigði frá vertíðinni 2015 þegar fyrirtækið tók á móti 138.230 tonnum, en á vertíðinni 2014 var móttekið hráefni hins vegar um 45 þúsund tonn. Öll loðna var veidd til manneldisvinnslu á vertíðinni en nútíma fiskiðjuver sem framleiða frysta loðnu og loðnuhrogn til manneldis afkasta álíka miklu og öflugar fiskimjölsverksmiðjur gerðu fyrir nokkrum árum. Er þessi breyting á nýtingu loðnunnar gott dæmi um þá þróun sem átt hefur sér stað í íslenskum sjávarútvegi, er bent á í fréttinni. Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Sjá meira
Reiknað er með að nýafstaðin loðnuvertíð geti skilað um nítján milljörðum í útflutningsverðmætum sem er mun minna en vertíðin á undan skilaði. Íslensk skip veiddu aðeins um 100 þúsund tonn en erlend skip 73 þúsund tonn. Þetta kemur fram á heimasíðu Síldarvinnslunnar í Neskaupstað. Þar segir að vegna takmarkaðra aflaheimilda hófu íslensk skip veiðar seint eða um það leyti sem Japansfrysting og hrognavinnsla gat hafist. Það voru hins vegar erlend skip sem lögðu stund á veiðarnar á fyrri hluta vertíðarinnar en mörg þeirra lönduðu afla sínum hér á landi. Var það mikilvæg búbót fyrir íslensku vinnslufyrirtækin, segir í fréttinni. Alls var úthlutað 390 þúsund tonnum til íslenskra skipa á vertíðinni 2015 og var gert ráð fyrir að verðmæti loðnunnar á þeirri vertíð næmu 27 milljörðum króna. Á vertíðinni 2014 var einungis úthlutað rúmlega 127 þúsund tonnum til íslenskra loðnuskipa, og eru vertíðirnar þrjár á síðustu árum til marks um hve sveiflukenndar loðnuvertíðir síðustu ára hafa verið. Alls tók Síldarvinnslan á móti 43.368 tonnum af loðnu á vertíðinni þegar sjófryst loðna er meðtalin. Eru það mikil viðbrigði frá vertíðinni 2015 þegar fyrirtækið tók á móti 138.230 tonnum, en á vertíðinni 2014 var móttekið hráefni hins vegar um 45 þúsund tonn. Öll loðna var veidd til manneldisvinnslu á vertíðinni en nútíma fiskiðjuver sem framleiða frysta loðnu og loðnuhrogn til manneldis afkasta álíka miklu og öflugar fiskimjölsverksmiðjur gerðu fyrir nokkrum árum. Er þessi breyting á nýtingu loðnunnar gott dæmi um þá þróun sem átt hefur sér stað í íslenskum sjávarútvegi, er bent á í fréttinni.
Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Sjá meira