Flugumferðarstjórar boða hertari aðgerðir sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 26. apríl 2016 15:33 Deiluaðilar á samningafundi. Fréttablaðið/Ernir Flugumferðarstjórar boðuðu í morgun þjálfunarbann frá og með 6. maí næstkomandi og bætist bannið við yfirvinnubann sem hófst 6. apríl síðastliðinn. Flugumferðarstjórar funduðu með Isavia í húsakynnum ríkissáttasemjara í morgun, en þeim fundi lauk í hádeginu, án niðurstöðu. Sigurjón Jónasson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, segir stöðuna sem upp sé komna grafalvarlega. „Þetta þýðir að við flugumferðarstjórar munum hætta að sinna þjálfun nýliða inni á vinnustöðunum og þeir sem hafa annast slíka þjálfun hafa fengið greitt fyrir hana með álagi ofan á laun sín. Það álag verður væntanlega tekið af þeim en það er okkar fórnarkostnaður," segir Sigurjón í samtali við Vísi. Mikilvægt sé að lausn finnist sem fyrst enda sé landflótti flugumferðarstjóra eitt stærsta vandamál stéttarinnar. „Það er hins vegar grafalvarlegt ef þjálfunarbannið dregst á langinn. Nýliðun í stétt flugumferðarstjóra er eitt af okkar stærstu vandamálum og óbreyttur taktur í þjálfuninni nær ekki einu sinni að halda í forminu. Það er því alvarlegt mál ef það hægist á nýliðun." Yfirvinnubann flugumferðarstjóra hefur haft nokkur áhrif, bæði á millilanda- og innanlandsflug. Sú aðgerð var sú mildasta sem völ var á, segir Sigurjón. Nú sé engin lausn í sjónmáli og því hafi flugumferðarstjórar séð sig knúna til að grípa til hertari aðgerða. „Við töldum þetta rétt á þessum tímapunkti. Það er líklega á allra vitorði að álag á flugumferðarstjórn hefur aukist gríðarlega á undanförnum árum. Það er líka vitað að afkoma vinnuveitanda okkar og fluggeirans hefur batnað til mikilla muna og okkur er hreinlega fyrirmunað að skilja hvernig hægt er að ætlast til þess að hluti þess hagnaðar sé fenginn með því að halda launakostnaði langt undir því sem gerist í kringum okkur og mæta svo stórauknum verkefnum með því einu að auka við yfirvinnu. Það síðan bitnar á bráðnauðsynlegum hvíldartíma flugumferðarstjóra," segir Sigurjón. „Þetta getur einfaldlega ekki gengið svona áfram," bætir hann við. Tengdar fréttir Flýta flugferðum vegna lokunar á Reykjavíkurflugvelli Aðeins einn flugumferðastjóri verður á vakt frá klukkan 20 í kvöld vegna yfirvinnubanns. 11. apríl 2016 15:32 Hænuskrefi áfram í viðræðunum Tillögu flugumferðarstjóra hafnað. 20. apríl 2016 15:07 Röskun á flugi á Keflavíkurflugvelli í nótt Yfirvinnubann flugumferðarstjóra hefur áhrif á flugsamgöngur í nótt. 22. apríl 2016 23:00 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Flugumferðarstjórar boðuðu í morgun þjálfunarbann frá og með 6. maí næstkomandi og bætist bannið við yfirvinnubann sem hófst 6. apríl síðastliðinn. Flugumferðarstjórar funduðu með Isavia í húsakynnum ríkissáttasemjara í morgun, en þeim fundi lauk í hádeginu, án niðurstöðu. Sigurjón Jónasson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, segir stöðuna sem upp sé komna grafalvarlega. „Þetta þýðir að við flugumferðarstjórar munum hætta að sinna þjálfun nýliða inni á vinnustöðunum og þeir sem hafa annast slíka þjálfun hafa fengið greitt fyrir hana með álagi ofan á laun sín. Það álag verður væntanlega tekið af þeim en það er okkar fórnarkostnaður," segir Sigurjón í samtali við Vísi. Mikilvægt sé að lausn finnist sem fyrst enda sé landflótti flugumferðarstjóra eitt stærsta vandamál stéttarinnar. „Það er hins vegar grafalvarlegt ef þjálfunarbannið dregst á langinn. Nýliðun í stétt flugumferðarstjóra er eitt af okkar stærstu vandamálum og óbreyttur taktur í þjálfuninni nær ekki einu sinni að halda í forminu. Það er því alvarlegt mál ef það hægist á nýliðun." Yfirvinnubann flugumferðarstjóra hefur haft nokkur áhrif, bæði á millilanda- og innanlandsflug. Sú aðgerð var sú mildasta sem völ var á, segir Sigurjón. Nú sé engin lausn í sjónmáli og því hafi flugumferðarstjórar séð sig knúna til að grípa til hertari aðgerða. „Við töldum þetta rétt á þessum tímapunkti. Það er líklega á allra vitorði að álag á flugumferðarstjórn hefur aukist gríðarlega á undanförnum árum. Það er líka vitað að afkoma vinnuveitanda okkar og fluggeirans hefur batnað til mikilla muna og okkur er hreinlega fyrirmunað að skilja hvernig hægt er að ætlast til þess að hluti þess hagnaðar sé fenginn með því að halda launakostnaði langt undir því sem gerist í kringum okkur og mæta svo stórauknum verkefnum með því einu að auka við yfirvinnu. Það síðan bitnar á bráðnauðsynlegum hvíldartíma flugumferðarstjóra," segir Sigurjón. „Þetta getur einfaldlega ekki gengið svona áfram," bætir hann við.
Tengdar fréttir Flýta flugferðum vegna lokunar á Reykjavíkurflugvelli Aðeins einn flugumferðastjóri verður á vakt frá klukkan 20 í kvöld vegna yfirvinnubanns. 11. apríl 2016 15:32 Hænuskrefi áfram í viðræðunum Tillögu flugumferðarstjóra hafnað. 20. apríl 2016 15:07 Röskun á flugi á Keflavíkurflugvelli í nótt Yfirvinnubann flugumferðarstjóra hefur áhrif á flugsamgöngur í nótt. 22. apríl 2016 23:00 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Flýta flugferðum vegna lokunar á Reykjavíkurflugvelli Aðeins einn flugumferðastjóri verður á vakt frá klukkan 20 í kvöld vegna yfirvinnubanns. 11. apríl 2016 15:32
Röskun á flugi á Keflavíkurflugvelli í nótt Yfirvinnubann flugumferðarstjóra hefur áhrif á flugsamgöngur í nótt. 22. apríl 2016 23:00