Flugumferðarstjórar boða hertari aðgerðir sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 26. apríl 2016 15:33 Deiluaðilar á samningafundi. Fréttablaðið/Ernir Flugumferðarstjórar boðuðu í morgun þjálfunarbann frá og með 6. maí næstkomandi og bætist bannið við yfirvinnubann sem hófst 6. apríl síðastliðinn. Flugumferðarstjórar funduðu með Isavia í húsakynnum ríkissáttasemjara í morgun, en þeim fundi lauk í hádeginu, án niðurstöðu. Sigurjón Jónasson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, segir stöðuna sem upp sé komna grafalvarlega. „Þetta þýðir að við flugumferðarstjórar munum hætta að sinna þjálfun nýliða inni á vinnustöðunum og þeir sem hafa annast slíka þjálfun hafa fengið greitt fyrir hana með álagi ofan á laun sín. Það álag verður væntanlega tekið af þeim en það er okkar fórnarkostnaður," segir Sigurjón í samtali við Vísi. Mikilvægt sé að lausn finnist sem fyrst enda sé landflótti flugumferðarstjóra eitt stærsta vandamál stéttarinnar. „Það er hins vegar grafalvarlegt ef þjálfunarbannið dregst á langinn. Nýliðun í stétt flugumferðarstjóra er eitt af okkar stærstu vandamálum og óbreyttur taktur í þjálfuninni nær ekki einu sinni að halda í forminu. Það er því alvarlegt mál ef það hægist á nýliðun." Yfirvinnubann flugumferðarstjóra hefur haft nokkur áhrif, bæði á millilanda- og innanlandsflug. Sú aðgerð var sú mildasta sem völ var á, segir Sigurjón. Nú sé engin lausn í sjónmáli og því hafi flugumferðarstjórar séð sig knúna til að grípa til hertari aðgerða. „Við töldum þetta rétt á þessum tímapunkti. Það er líklega á allra vitorði að álag á flugumferðarstjórn hefur aukist gríðarlega á undanförnum árum. Það er líka vitað að afkoma vinnuveitanda okkar og fluggeirans hefur batnað til mikilla muna og okkur er hreinlega fyrirmunað að skilja hvernig hægt er að ætlast til þess að hluti þess hagnaðar sé fenginn með því að halda launakostnaði langt undir því sem gerist í kringum okkur og mæta svo stórauknum verkefnum með því einu að auka við yfirvinnu. Það síðan bitnar á bráðnauðsynlegum hvíldartíma flugumferðarstjóra," segir Sigurjón. „Þetta getur einfaldlega ekki gengið svona áfram," bætir hann við. Tengdar fréttir Flýta flugferðum vegna lokunar á Reykjavíkurflugvelli Aðeins einn flugumferðastjóri verður á vakt frá klukkan 20 í kvöld vegna yfirvinnubanns. 11. apríl 2016 15:32 Hænuskrefi áfram í viðræðunum Tillögu flugumferðarstjóra hafnað. 20. apríl 2016 15:07 Röskun á flugi á Keflavíkurflugvelli í nótt Yfirvinnubann flugumferðarstjóra hefur áhrif á flugsamgöngur í nótt. 22. apríl 2016 23:00 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Sjá meira
Flugumferðarstjórar boðuðu í morgun þjálfunarbann frá og með 6. maí næstkomandi og bætist bannið við yfirvinnubann sem hófst 6. apríl síðastliðinn. Flugumferðarstjórar funduðu með Isavia í húsakynnum ríkissáttasemjara í morgun, en þeim fundi lauk í hádeginu, án niðurstöðu. Sigurjón Jónasson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, segir stöðuna sem upp sé komna grafalvarlega. „Þetta þýðir að við flugumferðarstjórar munum hætta að sinna þjálfun nýliða inni á vinnustöðunum og þeir sem hafa annast slíka þjálfun hafa fengið greitt fyrir hana með álagi ofan á laun sín. Það álag verður væntanlega tekið af þeim en það er okkar fórnarkostnaður," segir Sigurjón í samtali við Vísi. Mikilvægt sé að lausn finnist sem fyrst enda sé landflótti flugumferðarstjóra eitt stærsta vandamál stéttarinnar. „Það er hins vegar grafalvarlegt ef þjálfunarbannið dregst á langinn. Nýliðun í stétt flugumferðarstjóra er eitt af okkar stærstu vandamálum og óbreyttur taktur í þjálfuninni nær ekki einu sinni að halda í forminu. Það er því alvarlegt mál ef það hægist á nýliðun." Yfirvinnubann flugumferðarstjóra hefur haft nokkur áhrif, bæði á millilanda- og innanlandsflug. Sú aðgerð var sú mildasta sem völ var á, segir Sigurjón. Nú sé engin lausn í sjónmáli og því hafi flugumferðarstjórar séð sig knúna til að grípa til hertari aðgerða. „Við töldum þetta rétt á þessum tímapunkti. Það er líklega á allra vitorði að álag á flugumferðarstjórn hefur aukist gríðarlega á undanförnum árum. Það er líka vitað að afkoma vinnuveitanda okkar og fluggeirans hefur batnað til mikilla muna og okkur er hreinlega fyrirmunað að skilja hvernig hægt er að ætlast til þess að hluti þess hagnaðar sé fenginn með því að halda launakostnaði langt undir því sem gerist í kringum okkur og mæta svo stórauknum verkefnum með því einu að auka við yfirvinnu. Það síðan bitnar á bráðnauðsynlegum hvíldartíma flugumferðarstjóra," segir Sigurjón. „Þetta getur einfaldlega ekki gengið svona áfram," bætir hann við.
Tengdar fréttir Flýta flugferðum vegna lokunar á Reykjavíkurflugvelli Aðeins einn flugumferðastjóri verður á vakt frá klukkan 20 í kvöld vegna yfirvinnubanns. 11. apríl 2016 15:32 Hænuskrefi áfram í viðræðunum Tillögu flugumferðarstjóra hafnað. 20. apríl 2016 15:07 Röskun á flugi á Keflavíkurflugvelli í nótt Yfirvinnubann flugumferðarstjóra hefur áhrif á flugsamgöngur í nótt. 22. apríl 2016 23:00 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Sjá meira
Flýta flugferðum vegna lokunar á Reykjavíkurflugvelli Aðeins einn flugumferðastjóri verður á vakt frá klukkan 20 í kvöld vegna yfirvinnubanns. 11. apríl 2016 15:32
Röskun á flugi á Keflavíkurflugvelli í nótt Yfirvinnubann flugumferðarstjóra hefur áhrif á flugsamgöngur í nótt. 22. apríl 2016 23:00