Öryrkjabandalagið segir greiðsluþak of hátt í nýju frumvarpi Heimir Már Pétursson skrifar 26. apríl 2016 18:30 Öryrkjabandalagið telur að að greiðsluþátttaka öryrkja í heilbrigðiskerfinu verði of mikil samkvæmt frumvarpi heilbrigðisráðherra. Þá gagnrýnir bandalagið að það hafi ekki verið haft með í ráðum við samningu frumvarpsins. Samkvæmt frumvarpi ráðherra á heilsugæslan í vaxandi mæli að vera fyrsti viðkomustaður sjúklinga. Með nýja greiðsluþátttökukerfinu kemur ekki aukið fjármagn heldur verður byrðunum í vaxandi mæli deilt á þá sem þurfa minnst á þjónustunni að halda. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að bæði mánaðarlegt og árlegt þak verði sett á kostnað fólks í heilbrigðiskerfinu. Þannig að hann verði aldrei meiri en 95 þúsund krónur á ári, en í kringum 65 þúsund krónur á ári hjá eldri borgurm og öryrkjum. Öryrkjabandalagið fékk Gunnar Alexander Ólafsson hagfræðing til að meta tillögurnar í frumvarpi heilbrigðisráðherra og boðaði til málþings um þær í dag. Hann segir þakið í frumvarpinu of hátt. „Lyfjakostnaður er líka fyrir utan þannig að fyrir einstakling getur hámarksþakið verið allt að 157 þúsund krónur. Sem enn og aftur er allt of hátt. Jafnvel tvöfalt ef ekki þrefalt hærra en til dæmis í Svíþjóð. En ég held að samanlagður hámarkskostnaður þar sé í kring um fimmtíu þúsund,“ segir Gunnar Alexander. Hjá öryrkjum geti þakið verið í kring um hundrað þúsund með lyfjakostnaði. Heilbrigðiskostnaður muni hins vegar lækka hjá mörgum og það sé fagnaðarefni að ætlunin sé að setja þak á þennan kostnað yfirleitt. „Mér skilst að heildarkostnaður ef við gerðum allt gjaldfrjálst sé 6,5 milljarðar. Ef við myndum kannski setja tvo til þrjá milljarða til viðbótar í niðurgreiðslur á heilbrigðisþjónustu værum við að tala um allt annað þak en er í þessu frumvarpi,“ segir Gunnar Alexander. Ellen Calmon formaður Öryrkjabandalagsins gagnrýnir að bandalagið hafi ekki fengið að koma að mótun frumvarpsins þótt tillögurnar séu skref í rétta átt. Þakið þurfi að lækka og fella þyrfti fjölbreyttari heilbrigiðsþjónustu undir það. „Við höfum séð það á síðast liðnum árum að frestun á læknisheimsóknum hjá örorkulífeyrisþegum hefur stóraukist. Við teljum mjög mikilvægt að þarna innundir falli tannlæknakostnaður og sálfræðikostnaður, sálfræðiþjónusta og svo tæknifrjóvganir. Þetta erum við ekki að sjá í þessum tillögum, segir Ellen. Mest lesið Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Öryrkjabandalagið telur að að greiðsluþátttaka öryrkja í heilbrigðiskerfinu verði of mikil samkvæmt frumvarpi heilbrigðisráðherra. Þá gagnrýnir bandalagið að það hafi ekki verið haft með í ráðum við samningu frumvarpsins. Samkvæmt frumvarpi ráðherra á heilsugæslan í vaxandi mæli að vera fyrsti viðkomustaður sjúklinga. Með nýja greiðsluþátttökukerfinu kemur ekki aukið fjármagn heldur verður byrðunum í vaxandi mæli deilt á þá sem þurfa minnst á þjónustunni að halda. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að bæði mánaðarlegt og árlegt þak verði sett á kostnað fólks í heilbrigðiskerfinu. Þannig að hann verði aldrei meiri en 95 þúsund krónur á ári, en í kringum 65 þúsund krónur á ári hjá eldri borgurm og öryrkjum. Öryrkjabandalagið fékk Gunnar Alexander Ólafsson hagfræðing til að meta tillögurnar í frumvarpi heilbrigðisráðherra og boðaði til málþings um þær í dag. Hann segir þakið í frumvarpinu of hátt. „Lyfjakostnaður er líka fyrir utan þannig að fyrir einstakling getur hámarksþakið verið allt að 157 þúsund krónur. Sem enn og aftur er allt of hátt. Jafnvel tvöfalt ef ekki þrefalt hærra en til dæmis í Svíþjóð. En ég held að samanlagður hámarkskostnaður þar sé í kring um fimmtíu þúsund,“ segir Gunnar Alexander. Hjá öryrkjum geti þakið verið í kring um hundrað þúsund með lyfjakostnaði. Heilbrigðiskostnaður muni hins vegar lækka hjá mörgum og það sé fagnaðarefni að ætlunin sé að setja þak á þennan kostnað yfirleitt. „Mér skilst að heildarkostnaður ef við gerðum allt gjaldfrjálst sé 6,5 milljarðar. Ef við myndum kannski setja tvo til þrjá milljarða til viðbótar í niðurgreiðslur á heilbrigðisþjónustu værum við að tala um allt annað þak en er í þessu frumvarpi,“ segir Gunnar Alexander. Ellen Calmon formaður Öryrkjabandalagsins gagnrýnir að bandalagið hafi ekki fengið að koma að mótun frumvarpsins þótt tillögurnar séu skref í rétta átt. Þakið þurfi að lækka og fella þyrfti fjölbreyttari heilbrigiðsþjónustu undir það. „Við höfum séð það á síðast liðnum árum að frestun á læknisheimsóknum hjá örorkulífeyrisþegum hefur stóraukist. Við teljum mjög mikilvægt að þarna innundir falli tannlæknakostnaður og sálfræðikostnaður, sálfræðiþjónusta og svo tæknifrjóvganir. Þetta erum við ekki að sjá í þessum tillögum, segir Ellen.
Mest lesið Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira